Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.

Ragna Bergmann missti föður sinn og bróður með fimm ára millibili eftir að þeir sviptu sig lífi. Hún segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30 ræðum við við Rögnu um missinn en alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag.

Þá segjum við einnig frá því að kona slapp naumlega þegar eldur kom upp í íbúð í miðborginni í dag. Nágranni kom heim úr vinnu fyrir tilviljun og sá reyk frá íbúðinni. Við hittum hittum raunheimahakkara sem vinnur við það að brjótast inn í fyrirtæki og stela verðmætum með sjarmann helstan að vopni.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Þá hefur íbúum í Stykkishólmi fjölgað um ríflega hundrað á síðustu fjórum árum, og munar þar mest um barnafjölskyldur.

      Við verðum í beinni frá Gaflaraleikhúsinu þar sem nýtt verk Bíddu bara verður frumsýnt í kvöld og hittum nýjustu stjörnu miðbæjarins hundinn Klaka.




      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×