Fór sem skemmtikraftur en snýr aftur til að vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 14:01 Ronaldo kemur inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. Alex Livesey/Getty Images Samfélagsmiðlateymi Manchester United hefur unnið yfirvinnu við að sýna öllum og ömmum þeirra að Cristiano Ronaldo sé mættur aftur á Old Trafford í Manchester. Það þarf vart að segja fótboltaunnendum að Ronaldo sé mættur aftur í raðir Manchester United. Portúgalinn hefur verið einn besti fótboltamaður heims undanfarin ár en margt hefur breyst frá því hann steig fyrst fram á sjónarsviðið haustið 2003. A simply mood @Cristiano #MUFC | #RonaldoReturns pic.twitter.com/o0ifX9vpI0— Manchester United (@ManUtd) September 9, 2021 Aðeins fjórum dögum eftir að hinn 18 ára gamli Ronaldo skrifaði undir hjá Manchester United var hann á bekknum gegn Bolton Wanderers. Hann var á þeim tíma dýrasti táningur í heimi og sýndi af hverju á þeim 30 mínútum sem hann spilaði þann daginn. Staðan var 1-0 Man Utd í vil en Bolton var að færa sig upp á skaftið og Sir Alex Ferguson ákvað því að setja Ronaldo inn á. Portúgalinn ungi setti einfaldlega upp sýningu það sem eftir lifði leiks. „Það var svo erfitt að halda í við hann. Ég var að horfa á fæturna á honum þegar ég hefði átt að vera horfa á boltann. Hann tók þessi skæri og var með allar þessar gabbhreyfingar. Thierry Henry og Ryan Giggs gerðu það sama en ekki á þessum hraða og ekki svona mikið af því. Þetta var endalaust,“ sagði Nicky Hunt, bakvörður Bolton þann daginn - þá 19 ára gamall. „Hann gat notað báða fætur, gat farið til hægri eða vinstri. Það var erfitt að horfa á hann, boltann og mína eigin fætur því maður var við það að detta. Ég spilaði gegn honum fimm eða sex sinnum og átti nokkur skelfileg eftirmiðdegi sem fóru í að reyna elta hann,“ bætti Hunt við. Leik Man Utd og Bolton haustið 2003 lauk með 4-0 sigri Ronaldo og félaga. Ronaldo í leiknum gegn Bolton.Neal Simpson/Getty Images Þegar Ronaldo kom fyrst fram á sjónvarsviðið var hann skemmtikraftur. Hann eyddi miklum tíma í að taka skæri og leika allskyns kúnstir með boltann. Þegar hann skoraði þá voru mörkin oftar en ekki glæsileg. Það hefur nú breyst en Ronaldo er ekki sami skemmtikrafturinn í dag og hefur í raun ekki verið síðan hann fór til Real Madríd. Hans aðalmarkmið er að skora mörk og vinna leiki, það er næg skemmtun fyrir áhorfendur. Hann snýr aftur á Old Trafford sem framherji skorar óstjórnlega mikið af mörkum. Hann snýr ekki aftur sem lunkni vængmaðurinn sem bakverðir hræddust að myndi niðurlægja þá. „Ég er ekki hér til þess að fara í frí. Ég er hér til að vinna aftur, ég og liðsfélagar mínir getum það. Ég er klár í slaginn og ég tel að þetta sé gott tækifæri fyrir mig, stuðningsfólkið og félagið að taka skref fram á við,“ sagði Ronaldo í viðtali við Wes Brown, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Man Utd. Alls hefur Ronaldo skorað 674 mörk fyrir Sporting, Manchester United, Real Madríd og Juventus. Það er spurning hvort mörkin verði orðin 675 eftir leik Man Utd og Newcastle United um helgina. Klippa: Ronaldo er klár í slaginn Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Það þarf vart að segja fótboltaunnendum að Ronaldo sé mættur aftur í raðir Manchester United. Portúgalinn hefur verið einn besti fótboltamaður heims undanfarin ár en margt hefur breyst frá því hann steig fyrst fram á sjónarsviðið haustið 2003. A simply mood @Cristiano #MUFC | #RonaldoReturns pic.twitter.com/o0ifX9vpI0— Manchester United (@ManUtd) September 9, 2021 Aðeins fjórum dögum eftir að hinn 18 ára gamli Ronaldo skrifaði undir hjá Manchester United var hann á bekknum gegn Bolton Wanderers. Hann var á þeim tíma dýrasti táningur í heimi og sýndi af hverju á þeim 30 mínútum sem hann spilaði þann daginn. Staðan var 1-0 Man Utd í vil en Bolton var að færa sig upp á skaftið og Sir Alex Ferguson ákvað því að setja Ronaldo inn á. Portúgalinn ungi setti einfaldlega upp sýningu það sem eftir lifði leiks. „Það var svo erfitt að halda í við hann. Ég var að horfa á fæturna á honum þegar ég hefði átt að vera horfa á boltann. Hann tók þessi skæri og var með allar þessar gabbhreyfingar. Thierry Henry og Ryan Giggs gerðu það sama en ekki á þessum hraða og ekki svona mikið af því. Þetta var endalaust,“ sagði Nicky Hunt, bakvörður Bolton þann daginn - þá 19 ára gamall. „Hann gat notað báða fætur, gat farið til hægri eða vinstri. Það var erfitt að horfa á hann, boltann og mína eigin fætur því maður var við það að detta. Ég spilaði gegn honum fimm eða sex sinnum og átti nokkur skelfileg eftirmiðdegi sem fóru í að reyna elta hann,“ bætti Hunt við. Leik Man Utd og Bolton haustið 2003 lauk með 4-0 sigri Ronaldo og félaga. Ronaldo í leiknum gegn Bolton.Neal Simpson/Getty Images Þegar Ronaldo kom fyrst fram á sjónvarsviðið var hann skemmtikraftur. Hann eyddi miklum tíma í að taka skæri og leika allskyns kúnstir með boltann. Þegar hann skoraði þá voru mörkin oftar en ekki glæsileg. Það hefur nú breyst en Ronaldo er ekki sami skemmtikrafturinn í dag og hefur í raun ekki verið síðan hann fór til Real Madríd. Hans aðalmarkmið er að skora mörk og vinna leiki, það er næg skemmtun fyrir áhorfendur. Hann snýr aftur á Old Trafford sem framherji skorar óstjórnlega mikið af mörkum. Hann snýr ekki aftur sem lunkni vængmaðurinn sem bakverðir hræddust að myndi niðurlægja þá. „Ég er ekki hér til þess að fara í frí. Ég er hér til að vinna aftur, ég og liðsfélagar mínir getum það. Ég er klár í slaginn og ég tel að þetta sé gott tækifæri fyrir mig, stuðningsfólkið og félagið að taka skref fram á við,“ sagði Ronaldo í viðtali við Wes Brown, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Man Utd. Alls hefur Ronaldo skorað 674 mörk fyrir Sporting, Manchester United, Real Madríd og Juventus. Það er spurning hvort mörkin verði orðin 675 eftir leik Man Utd og Newcastle United um helgina. Klippa: Ronaldo er klár í slaginn
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira