Hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði lækkar í fyrsta sinn síðan í janúar Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2021 08:32 Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu stendur í stað milli mánaða og þá hefur leigusamningum fækkað. Vísir/Vilhelm Nokkuð hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði á undanförnum mánuðum, en á höfuðborgarsvæðinu dróst fjöldi kaupsamninga saman um 20 prósent á milli mánaðanna júní og júlí og um 25 prósent miðað við júlí í fyrra. Verð á sérbýli hækkar áfram meira en verð íbúða í fjölbýli og þá lækkar hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði í fyrsta sinn síðan í janúar. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að í nágrenni höfuðborgarsvæðis og á landsbyggð sé fjöldi kaupsamninga enn mikill í sögulegu samhengi en fari þó minnkandi. Á landsbyggð hafi fjöldinn dregist saman um 13 prósent á milli mánaða júní og júlí, en í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn dregist saman um 4,2 prósent á milli mánaða. „Velta á fasteignamarkaði dróst einnig saman á milli mánaða eða um 13,4% á höfuðborgarsvæðinu, 1,1% í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og um 21,2% annars staðar á landsbyggðinni. Ýmsar ástæður geta legið fyrir fækkun kaupsamninga. Til að mynda hefur dregið talsvert úr framboði en mun fleiri íbúðir hafa selst en hafa komið inn á markaðinn allt frá því í maí í fyrra. Minna framboð getur gert það að verkum að erfiðara er fyrir fólk að finna íbúð sem hentar því. Þá hefur mikil hækkun fasteignaverðs, hækkun vaxta og lækkun á hámarksveðhlutfalli líklega gert heimilum erfiðara um vik að fjármagna fasteignakaup,“ segir í skýrslunni. 1.500 íbúðir á sölu Í byrjun september mánaðar voru tæplega 1.500 íbúðir til sölu á landinu öllu en í maí á síðasta ári náði fjöldinn hámarki í um fjögur þúsund. „Fjöldi auglýstra fasteigna hefur dregist saman síðan þá í öllum landshlutum að Norðurlandi vestra undanskildu en þar hefur fjöldinn staðið í stað. Mestur samdráttur í fjölda íbúða til sölu hefur verið á meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru nú tæplega 500 talsins en voru flestar rúmlega 1.800 í maí í fyrra sem er um 72% samdráttur.“ HMS Sölutími hættur að styttast Sölutími fasteigna miðað við þriggja mánaða meðaltal hefur lengst lítillega á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess en er þó nálægt sögulegu lágmarki sem mældist í síðasta mánuði. „Ef ekki er tekið þriggja mánaða meðaltal má sjá meiri lengingu sölutíma. Annars staðar á landsbyggðinni hefur sölutíminn ekki mælst áður jafn stuttur og nú. Allt frá janúar á þessu ári hefur íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, nágrenni þess og á landsbyggð þar til nú, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal af hlutfalli kaupverðs ásetts verðs. Í nýjustu mælingu fyrir höfuðborgarsvæðið lækkar hlutfallið í fyrsta skipti síðan í janúar. Lækkunin nemur um 1,3 prósentustigum á milli mánaða. Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði var 37,7% á höfuðborgarsvæði, 19,5% á landsbyggð og 15,6% í nágrenni höfuðborgarsvæðis.“ Tekjur af útleigu Airbnb aukast Í skýrslunni segir einnig frá því að leiguverð standi í stað á höfuðborgarsvæðinu og leigusamningum hafi hins vegar fækkað. Þá hafi tekjum af útleigu á Airbnb verið að aukast töluvert á síðustu mánuðum eftir mikla lægð síðastliðið ár í kjölfar heimsfaraldursins. Nánar má lesa um stöðuna á fasteignamarkaði í mánaðarskýrslu HMS. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að í nágrenni höfuðborgarsvæðis og á landsbyggð sé fjöldi kaupsamninga enn mikill í sögulegu samhengi en fari þó minnkandi. Á landsbyggð hafi fjöldinn dregist saman um 13 prósent á milli mánaða júní og júlí, en í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn dregist saman um 4,2 prósent á milli mánaða. „Velta á fasteignamarkaði dróst einnig saman á milli mánaða eða um 13,4% á höfuðborgarsvæðinu, 1,1% í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og um 21,2% annars staðar á landsbyggðinni. Ýmsar ástæður geta legið fyrir fækkun kaupsamninga. Til að mynda hefur dregið talsvert úr framboði en mun fleiri íbúðir hafa selst en hafa komið inn á markaðinn allt frá því í maí í fyrra. Minna framboð getur gert það að verkum að erfiðara er fyrir fólk að finna íbúð sem hentar því. Þá hefur mikil hækkun fasteignaverðs, hækkun vaxta og lækkun á hámarksveðhlutfalli líklega gert heimilum erfiðara um vik að fjármagna fasteignakaup,“ segir í skýrslunni. 1.500 íbúðir á sölu Í byrjun september mánaðar voru tæplega 1.500 íbúðir til sölu á landinu öllu en í maí á síðasta ári náði fjöldinn hámarki í um fjögur þúsund. „Fjöldi auglýstra fasteigna hefur dregist saman síðan þá í öllum landshlutum að Norðurlandi vestra undanskildu en þar hefur fjöldinn staðið í stað. Mestur samdráttur í fjölda íbúða til sölu hefur verið á meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru nú tæplega 500 talsins en voru flestar rúmlega 1.800 í maí í fyrra sem er um 72% samdráttur.“ HMS Sölutími hættur að styttast Sölutími fasteigna miðað við þriggja mánaða meðaltal hefur lengst lítillega á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess en er þó nálægt sögulegu lágmarki sem mældist í síðasta mánuði. „Ef ekki er tekið þriggja mánaða meðaltal má sjá meiri lengingu sölutíma. Annars staðar á landsbyggðinni hefur sölutíminn ekki mælst áður jafn stuttur og nú. Allt frá janúar á þessu ári hefur íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, nágrenni þess og á landsbyggð þar til nú, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal af hlutfalli kaupverðs ásetts verðs. Í nýjustu mælingu fyrir höfuðborgarsvæðið lækkar hlutfallið í fyrsta skipti síðan í janúar. Lækkunin nemur um 1,3 prósentustigum á milli mánaða. Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði var 37,7% á höfuðborgarsvæði, 19,5% á landsbyggð og 15,6% í nágrenni höfuðborgarsvæðis.“ Tekjur af útleigu Airbnb aukast Í skýrslunni segir einnig frá því að leiguverð standi í stað á höfuðborgarsvæðinu og leigusamningum hafi hins vegar fækkað. Þá hafi tekjum af útleigu á Airbnb verið að aukast töluvert á síðustu mánuðum eftir mikla lægð síðastliðið ár í kjölfar heimsfaraldursins. Nánar má lesa um stöðuna á fasteignamarkaði í mánaðarskýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira