Ákvörðun um Kolbein tekin í næstu viku Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2021 14:00 Kolbeinn Sigþórsson hefur átt fast sæti í liði Gautaborgar á leiktíðinni en spilar tæplega með liðinu um helgina. Getty/Michael Campanella Rannsókn sænska knattspyrnufélagsins IFK Gautaborg á máli Kolbeins Sigþórssonar ætti að ljúka í byrjun næstu viku og þá skýrist hvort hann á sér framtíð hjá félaginu. Þetta segir í frétt á vef Fotboll Direkt í Svíþjóð. Kolbeinn var í síðustu viku tekinn út úr liði Gautaborgar og hefur ekki mátt æfa með félaginu, í kjölfar upplýsinga um að tvær konur hefðu sakað um að hafa beitt þær ofbeldi á skemmtistað í Reykjavík haustið 2017. Kolbeinn sagði í yfirlýsingu að hann kannaðist ekki við að hafa áreitt konurnar en að hegðun sín gagnvart þeim hefði þó ekki verið til fyrirmyndar. Hann greiddi konunum miskabætur. Þar til að niðurstaða fæst í rannsókn Gautaborgar getur Kolbeinn hvorki æft né spilað með liðinu og samkvæmt frétt FD verður hann því ekki með gegn Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Magnus Erlingmark, framkvæmdastjóri leikmannasamtakanna í Svíþjóð, hefur sagt að ef Kolbeinn verði rekinn þá geti hann átt heimtingu á háum skaðabótum. Samkvæmt FD eru engar vísbendingar um það hvort að stjórn Gautaborgar ætli sér að halda Kolbeini eða reka hann. Báðir kostir skaði félagið. Miðillinn segir að framherjinn sé miður sín yfir stöðunni. Kolbeinn hefur leikið alla sautján deildarleiki Gautaborgar á leiktíðinni og skorað fjögur mörk. Kolbeinn var, samkvæmt ákvörðun fráfarandi stjórnar KSÍ, tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM á síðustu dögum. Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi HM 2022 í Katar Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Þetta segir í frétt á vef Fotboll Direkt í Svíþjóð. Kolbeinn var í síðustu viku tekinn út úr liði Gautaborgar og hefur ekki mátt æfa með félaginu, í kjölfar upplýsinga um að tvær konur hefðu sakað um að hafa beitt þær ofbeldi á skemmtistað í Reykjavík haustið 2017. Kolbeinn sagði í yfirlýsingu að hann kannaðist ekki við að hafa áreitt konurnar en að hegðun sín gagnvart þeim hefði þó ekki verið til fyrirmyndar. Hann greiddi konunum miskabætur. Þar til að niðurstaða fæst í rannsókn Gautaborgar getur Kolbeinn hvorki æft né spilað með liðinu og samkvæmt frétt FD verður hann því ekki með gegn Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Magnus Erlingmark, framkvæmdastjóri leikmannasamtakanna í Svíþjóð, hefur sagt að ef Kolbeinn verði rekinn þá geti hann átt heimtingu á háum skaðabótum. Samkvæmt FD eru engar vísbendingar um það hvort að stjórn Gautaborgar ætli sér að halda Kolbeini eða reka hann. Báðir kostir skaði félagið. Miðillinn segir að framherjinn sé miður sín yfir stöðunni. Kolbeinn hefur leikið alla sautján deildarleiki Gautaborgar á leiktíðinni og skorað fjögur mörk. Kolbeinn var, samkvæmt ákvörðun fráfarandi stjórnar KSÍ, tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM á síðustu dögum.
Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi HM 2022 í Katar Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira