Finnur fyrir kláðanum og íhugaði að taka þátt á Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 14:31 Usain Bolt hefur skemmt sér ágætlega síðan hann lagði hlaupaskóna á hilluna. Til að mynda tók hann þátt í fótboltaleik á vegum Unicef. Matt McNulty/Getty Images Usain Bolt, fljótasti maður í heimi, segir það ekki koma til greina að snúa aftur á hlaupabrautina þó hann finni enn fyrir kláðanum. Hinn 35 ára gamli Bolt lagði hlaupaskóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið átta Ólympíugull á ferli sínum sem og að setja heimsmet í 100 og 200 metra spretthlaupi. Bolt íhugaði að taka skóna af hillunni fyrir Ólympíuleikana sem fram fóru í sumar í Tókýó en fyrrum þjálfari hans, Glen Mills, sagði honum að það væri ekki sniðug hugmynd. „Það er of seint. Ef ég hefði ætlað að snúa aftur hefði það þurft að vera á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Bolt í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Þegar ég sagði þjálfaranum mínum að ég ætlaði að hætta á sínum tíma settist hann niður með mér og sagði að þegar maður leggur skóna á hilluna þá er maður hættur. Það þýðir ekkert að skipta um skoðun og snúa aftur, svo vertu viss um að þú sért tilbúinn að hætta.“ Itching for a return!Usain Bolt admits he had been tempted by a possible return for the Tokyo Games but his coach persuaded him not to He's now embarking on a career in music — BBC Sport (@BBCSport) September 9, 2021 „Ég man að ég fór til hans árið 2019 og spurði hvaða skoðun hann hefði á því að reyna taka þátt á Ólympíuleikunum. Ég man hvernig hann horfði á mig og sagði mér að gleyma þessu. Ég mun ekki íhuga endurkomu án þess að hafa þjálfarann minn mér við hlið. Ef hann vill ekki gera það þá mun ég ekki gera það þó ég sé enn með kláðann.“ Hefur trú á að báðar geti slegið heimsmetið Bolt telur að rígurinn milli Shelly-Ann Fraser Pryce og Elaine Thompson-Herah, báðar frá Jamaíka, geti leitt til þess að önnur þeirra slái heimsmetið í 100 og 200 metra spretthlaupi. Núverandi met á Florence Griffith Joyner frá Bandaríkjunum en þau hafa staðið frá árinu 1988. „Þegar ég sá þær stíga upp og hlaupa hélt ég að þær gætu slegið metið. Elaine hefur bætt tækni sína gífurlega, sama má segja um Shelly-Ann. Ég held að þær muni báðar vera nálægt því að slá metið. Fólk hefur verið að tala um þessi met í mörg ár svo ef þær ná að slá annað hvort væri það risastórt fyrir íþróttina í heild,“ sagði Bolt að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Bolt lagði hlaupaskóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið átta Ólympíugull á ferli sínum sem og að setja heimsmet í 100 og 200 metra spretthlaupi. Bolt íhugaði að taka skóna af hillunni fyrir Ólympíuleikana sem fram fóru í sumar í Tókýó en fyrrum þjálfari hans, Glen Mills, sagði honum að það væri ekki sniðug hugmynd. „Það er of seint. Ef ég hefði ætlað að snúa aftur hefði það þurft að vera á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Bolt í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Þegar ég sagði þjálfaranum mínum að ég ætlaði að hætta á sínum tíma settist hann niður með mér og sagði að þegar maður leggur skóna á hilluna þá er maður hættur. Það þýðir ekkert að skipta um skoðun og snúa aftur, svo vertu viss um að þú sért tilbúinn að hætta.“ Itching for a return!Usain Bolt admits he had been tempted by a possible return for the Tokyo Games but his coach persuaded him not to He's now embarking on a career in music — BBC Sport (@BBCSport) September 9, 2021 „Ég man að ég fór til hans árið 2019 og spurði hvaða skoðun hann hefði á því að reyna taka þátt á Ólympíuleikunum. Ég man hvernig hann horfði á mig og sagði mér að gleyma þessu. Ég mun ekki íhuga endurkomu án þess að hafa þjálfarann minn mér við hlið. Ef hann vill ekki gera það þá mun ég ekki gera það þó ég sé enn með kláðann.“ Hefur trú á að báðar geti slegið heimsmetið Bolt telur að rígurinn milli Shelly-Ann Fraser Pryce og Elaine Thompson-Herah, báðar frá Jamaíka, geti leitt til þess að önnur þeirra slái heimsmetið í 100 og 200 metra spretthlaupi. Núverandi met á Florence Griffith Joyner frá Bandaríkjunum en þau hafa staðið frá árinu 1988. „Þegar ég sá þær stíga upp og hlaupa hélt ég að þær gætu slegið metið. Elaine hefur bætt tækni sína gífurlega, sama má segja um Shelly-Ann. Ég held að þær muni báðar vera nálægt því að slá metið. Fólk hefur verið að tala um þessi met í mörg ár svo ef þær ná að slá annað hvort væri það risastórt fyrir íþróttina í heild,“ sagði Bolt að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira