Gætu spilað um helgina þrátt fyrir að hafa verið settir í bann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2021 23:31 Roberto Firmino og Gabriel Jesus eru tveir af þeim ellefu leikmönnum sem hafa verið settir í bann. Nelson Almeida-Pool/Getty Images Þeir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem ferðuðust ekki í landsliðsverkefni til landa á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir að hafa verið kallaðir inn í landsliðshópinn, hafa verið settir í fimm daga bann af FIFA. Þrátt fyrir það gætu þeir spilað um helgina. Þeir leikmenn sem voru kallaðir inn í hóp Brasilíu, Mexíkó, Paragvæ og Síle voru settir í fimm daga bann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Alls hefur þetta áhrif á ellefu leikmenn úr átta liðum, þar á meðal bæði Manchester liðin, sem og Liverpool. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vinna nú að lausn á þessu máli, og Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir að þessi máli gætu verið leyst fyrir helgina. Ásamt því að missa af leikjum helgarinnar gætu Thiago Silva, varnarmaður Chelsea, og Fred, miðjumaður Manchester United, misst af opnunarleikjum liðanna í Meistaradeild Evrópu ef banninu verður ekki aflétt. Framherji Everton, Richarlison, hefur þó fengið undanþágu frá banninu, en hann kom ekki til móts við brasilíska liðið í þessum landsleikjaglugga. Ástæða þess að knattspyrnusamband Brasilíu bað ekki um að Richarlison yrði settur í bann er sú að hann lék með liðinu á Ólympíuleikunum, þrátt fyrir það að engar reglur segðu til þess að hann væri skyldugur til þess. Eins og áður segir gæti bannið haft áhrif á fjölda leikmanna, en liðin geta þó huggað sig við það að ef þessir leikmenn hefðu farið í landsliðsverkefni til landa á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar, þá hefðu þeir þurft að fara í tíu daga sóttkví við komuna aftur til landsins. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01 Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30 Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Þeir leikmenn sem voru kallaðir inn í hóp Brasilíu, Mexíkó, Paragvæ og Síle voru settir í fimm daga bann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Alls hefur þetta áhrif á ellefu leikmenn úr átta liðum, þar á meðal bæði Manchester liðin, sem og Liverpool. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vinna nú að lausn á þessu máli, og Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir að þessi máli gætu verið leyst fyrir helgina. Ásamt því að missa af leikjum helgarinnar gætu Thiago Silva, varnarmaður Chelsea, og Fred, miðjumaður Manchester United, misst af opnunarleikjum liðanna í Meistaradeild Evrópu ef banninu verður ekki aflétt. Framherji Everton, Richarlison, hefur þó fengið undanþágu frá banninu, en hann kom ekki til móts við brasilíska liðið í þessum landsleikjaglugga. Ástæða þess að knattspyrnusamband Brasilíu bað ekki um að Richarlison yrði settur í bann er sú að hann lék með liðinu á Ólympíuleikunum, þrátt fyrir það að engar reglur segðu til þess að hann væri skyldugur til þess. Eins og áður segir gæti bannið haft áhrif á fjölda leikmanna, en liðin geta þó huggað sig við það að ef þessir leikmenn hefðu farið í landsliðsverkefni til landa á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar, þá hefðu þeir þurft að fara í tíu daga sóttkví við komuna aftur til landsins.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01 Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30 Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01
Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30
Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15