Fjarlægðu einn stærsta minnisvarðann um Suðurríkjaleiðtoga sem eftir var Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 21:17 Iðnaðarmenn söguðu efri hluta styttunnar af Lee af til að hægt væri að flytja hana í burtu. AP/Steve Helber Verkamenn fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja gömlu Suðurríkjanna, í höfuðborg Virginíuríkis í Bandaríkjunum í dag. Fögnuður braust út þegar styttunni var lyft af stalli sínum. Styttan af Lee í Richmond í Virginíu var einn stærsti minnisvarðinn um leiðtoga Suðurríkjanna sem eftir var í Bandaríkjunum. Hún var sex metra há en stallurinn sem hún sat á var tvöfalt hærri. Lee hafði trónað á hesti sínum þar frá 1890. Hann leiddi her Norður-Virginíu og Suðurríkjanna í borgarastríðinu. Ralph Northam, ríkisstjóri, skipaði fyrir um að styttan skyldi hverfa skömmu eftir að lögreglumenn drápu George Floyd í fyrra. Málsóknir töfðu að tilskipun ríkisstjórans væri framfylgt en Hæstiréttur Virginíu komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ríkisyfirvöld mættu fjarlægja hana. Richmond varð höfuðborg Suðurríkjanna sem sögðu sig úr lögum við Bandaríkin árið 1861. Þau vildu ekki samþykkja að þrælahald yrði aflagt. Háðu þau blóðugt borgarastríð gegn Bandaríkjunum sem lauk árið 1865. Ýmis konar minnisvarðar um leiðtoga Suðurríkjanna skutu upp kollinum langt fram á 20. öldina. Fyrir mörgum voru þeir þó aðeins áminning um sársaukafullan tíma í sögu Bandaríkjanna. „Allar leifar eins og þessar sem varpa dýrðarljóma á glataðan málstað borgarastríðsins verður að taka niður,“ sagði Northam ríkisstjóri sem taldi styttuna tákna meira en 400 ára sögu sem Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af. Devon Henry, eigandi verkatakafyrirtækisins sem fjarlægði styttuna af Lee, faðmar Fredu Thornton, móður sína. Hópur fólks fylgdist með og fagnaði þegar styttan af manninum sem leiddi her Suðurríkjanna hvarf af stalli sínum.AP/Steve Helber Drápið á Floyd í fyrra hleypti auknum krafti í baráttu fyrir því að minnisvarðar til heiðurs Suðurríkjunum og leiðtogum þeirra yrðu fjarlægðir víðsvegar um Bandaríkin. Víða voru styttur teknar niður og í Mississippi var ríkisfánunum breytt en í honum hafði verið innfelldur fáni Suðurríkjanna. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20 Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Styttan af Lee í Richmond í Virginíu var einn stærsti minnisvarðinn um leiðtoga Suðurríkjanna sem eftir var í Bandaríkjunum. Hún var sex metra há en stallurinn sem hún sat á var tvöfalt hærri. Lee hafði trónað á hesti sínum þar frá 1890. Hann leiddi her Norður-Virginíu og Suðurríkjanna í borgarastríðinu. Ralph Northam, ríkisstjóri, skipaði fyrir um að styttan skyldi hverfa skömmu eftir að lögreglumenn drápu George Floyd í fyrra. Málsóknir töfðu að tilskipun ríkisstjórans væri framfylgt en Hæstiréttur Virginíu komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ríkisyfirvöld mættu fjarlægja hana. Richmond varð höfuðborg Suðurríkjanna sem sögðu sig úr lögum við Bandaríkin árið 1861. Þau vildu ekki samþykkja að þrælahald yrði aflagt. Háðu þau blóðugt borgarastríð gegn Bandaríkjunum sem lauk árið 1865. Ýmis konar minnisvarðar um leiðtoga Suðurríkjanna skutu upp kollinum langt fram á 20. öldina. Fyrir mörgum voru þeir þó aðeins áminning um sársaukafullan tíma í sögu Bandaríkjanna. „Allar leifar eins og þessar sem varpa dýrðarljóma á glataðan málstað borgarastríðsins verður að taka niður,“ sagði Northam ríkisstjóri sem taldi styttuna tákna meira en 400 ára sögu sem Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af. Devon Henry, eigandi verkatakafyrirtækisins sem fjarlægði styttuna af Lee, faðmar Fredu Thornton, móður sína. Hópur fólks fylgdist með og fagnaði þegar styttan af manninum sem leiddi her Suðurríkjanna hvarf af stalli sínum.AP/Steve Helber Drápið á Floyd í fyrra hleypti auknum krafti í baráttu fyrir því að minnisvarðar til heiðurs Suðurríkjunum og leiðtogum þeirra yrðu fjarlægðir víðsvegar um Bandaríkin. Víða voru styttur teknar niður og í Mississippi var ríkisfánunum breytt en í honum hafði verið innfelldur fáni Suðurríkjanna.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20 Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20
Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43
Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58
Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14