Parið átti einhver samskipti fyrir nokkrum árum en kynntust og byrjuðu að hittast fyrr á þessu ári. Samkvæmt frétt People fór Mulaney í meðferð í mánuð í september í fyrra. Eftir það flutti hann út frá þáverandi eiginkonu sinni og byrjaði svo í sambandi með Munn í vor.
Í viðtalinu hjá Seth Meyers sagði hann að sambandið og barnið hafi bjargað sér á erfiðum tíma í bataferlinu.

Mulaney hefur hlotið Emmy verðlaun fyrir skrif sín og er þekktur meðal annars fyrir vinnu sína fyrir þættina Saturday Night Live. Munn er meðal annars þekkt fyrir að leika í The Newsroom, X-Men og Love Wedding Repeat.
Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.