Skelfingar landsleikjahlé Tottenham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 10:00 Steven Bergwijn haltraði af velli í sigri Hollands á Tyrklandi. Hann er einn af sex leikmönnum sem gætu verið fjarverandi er Tottenham Hotspur mætir Crystal Palace um helgina. ANP Sport/Getty Images Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fullmanna leikmannahóp Tottenham Hotspur gegn Crystal Palace er enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik eftir landsleikjahlé um næstu helgi. Tottenham hefur farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum. Allir leikirnir hafa unnist 1-0 og á liðið enn eftir að fá á sig mark. Það er spurning hvort það breytist nú um helgina en liðið verður að öllum líkindum án sex leikmanna í leiknum gegn Palace. Alls hafa fjórir leikmenn liðsins orðið fyrir meiðslum í landsleikjahléinu og þá voru tveir leikmenn liðsins hluti af ævintýri Argentínumanna í Brasilíu eins og Vísir hefur nú þegar greint frá. Giovani Lo Celso og Cristian Romero voru báðir í byrjunarliði Argentínu er liðið mætti Brasilíu í Brasilíu. Tottenham Hotspur hafði beðið þá sérstaklega um að halda kyrru fyrir á Englandi þar sem ljóst var að þeir þyrftu að fara í sóttkví við heimkomuna. Það gerður þeir ekki og ætlar enska félagið sér að sekta leikmennina. Ryan Sessegnon og Oliver Skipp voru báðir valdir í U-21 árs landslið Englands. Sessegnon tókst að meiðast á æfingu á meðan Skipp meiddist í 2-1 sigri liðsins á Kósovó. Suður-Kóreumaðurinn Heng-Min Son meiddist á æfingu á mánudaginn og þá fór Steven Bergwijn haltrandi af velli í 6-1 sigri Hollands á Tyrklandi. Stuðningsfólk Tottenham krossar nú eflaust fingur í þeirri von um að enginn slasist í þeim landsleikjum sem eftir eru í þessum glugga. Harry Kane verður eflaust í byrjunarliði Englands gegn Póllands og miðað við meiðslasögu hans er líklegt að annar ökklinn verði bólginn að leik loknum. Leikur Póllands og Englands er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en útsending tíu mínútum fyrr eða klukkan 18.35. Enski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Tottenham hefur farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum. Allir leikirnir hafa unnist 1-0 og á liðið enn eftir að fá á sig mark. Það er spurning hvort það breytist nú um helgina en liðið verður að öllum líkindum án sex leikmanna í leiknum gegn Palace. Alls hafa fjórir leikmenn liðsins orðið fyrir meiðslum í landsleikjahléinu og þá voru tveir leikmenn liðsins hluti af ævintýri Argentínumanna í Brasilíu eins og Vísir hefur nú þegar greint frá. Giovani Lo Celso og Cristian Romero voru báðir í byrjunarliði Argentínu er liðið mætti Brasilíu í Brasilíu. Tottenham Hotspur hafði beðið þá sérstaklega um að halda kyrru fyrir á Englandi þar sem ljóst var að þeir þyrftu að fara í sóttkví við heimkomuna. Það gerður þeir ekki og ætlar enska félagið sér að sekta leikmennina. Ryan Sessegnon og Oliver Skipp voru báðir valdir í U-21 árs landslið Englands. Sessegnon tókst að meiðast á æfingu á meðan Skipp meiddist í 2-1 sigri liðsins á Kósovó. Suður-Kóreumaðurinn Heng-Min Son meiddist á æfingu á mánudaginn og þá fór Steven Bergwijn haltrandi af velli í 6-1 sigri Hollands á Tyrklandi. Stuðningsfólk Tottenham krossar nú eflaust fingur í þeirri von um að enginn slasist í þeim landsleikjum sem eftir eru í þessum glugga. Harry Kane verður eflaust í byrjunarliði Englands gegn Póllands og miðað við meiðslasögu hans er líklegt að annar ökklinn verði bólginn að leik loknum. Leikur Póllands og Englands er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en útsending tíu mínútum fyrr eða klukkan 18.35.
Enski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira