Saklaus uns sekt er sönnuð? Þórdís Valsdóttir skrifar 8. september 2021 07:32 Ég var 19 ára og ég kærði ekki. Ég gerði allt „samkvæmt bókinni”, í upphafi í það minnsta. Leitaði beint til Neyðarmóttöku LSH í Fossvogi og var skoðuð af lækni og gaf skýrslu. Svo var mér greint frá því hvernig svona mál fara í réttarkerfinu. Um 70% nauðgunarmála komast aldrei í dómsal. Sönnun í slíkum málum er erfið - orð gegn orði, þið vitið. Opinberunin líka erfið. Ég treysti mér ekki í þann slag og reyndi mitt besta að sópa öllu undir teppið. Er maðurinn sem braut á mér saklaus fyrst sekt hans var ekki sönnuð? Já, hann er saklaus fyrir dómi. En ég veit að hann er hvergi nærri saklaus. Umræðan undanfarna mánuði hefur verið erfið fyrir alla þolendur ofbeldis, ég þori að fullyrða það. Okkur er einfaldlega ekki trúað. Er fjarstæðukennt að trúa þeim örfáu þolendum sem greina opinberlega frá þeim brotum sem þær hafa orðið fyrir? Það hljóta allir að sjá að enginn leikur sér að því að opinbera sig með slíkum hætti. Ætlum við virkilega að samþykkja það að háttvirtir karlmenn innan samfélagsins, innan réttarkerfisins, brýni raustina og smáni opinberlega konur sem segja frá, til þess eins að rýra trúverðugleika þeirra? Það er mikilvægt að við áttum okkur öll á því að við erum ekki einungis að tala um eitt ákveðið atvik, eina ákveðna konu og eitt brot. Við erum svo margfalt fleiri. Þetta snýst um rótgróin viðhorf í samfélaginu, í menningu okkar. Við erum í miðri byltingu, byltingu fyrir breyttum viðhorfum og betra réttarkerfi sem vinnur ekki bókstaflega gegn þolendum. Baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ósk mín er ekki sú að konur verði ekki fyrir ofbeldi, heldur sú að karlar hætti að beita konur ofbeldi. Til þess að sú „útópía” geti orðið að veruleika þurfum við öll að leggjast á eitt. Strax í dag. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var 19 ára og ég kærði ekki. Ég gerði allt „samkvæmt bókinni”, í upphafi í það minnsta. Leitaði beint til Neyðarmóttöku LSH í Fossvogi og var skoðuð af lækni og gaf skýrslu. Svo var mér greint frá því hvernig svona mál fara í réttarkerfinu. Um 70% nauðgunarmála komast aldrei í dómsal. Sönnun í slíkum málum er erfið - orð gegn orði, þið vitið. Opinberunin líka erfið. Ég treysti mér ekki í þann slag og reyndi mitt besta að sópa öllu undir teppið. Er maðurinn sem braut á mér saklaus fyrst sekt hans var ekki sönnuð? Já, hann er saklaus fyrir dómi. En ég veit að hann er hvergi nærri saklaus. Umræðan undanfarna mánuði hefur verið erfið fyrir alla þolendur ofbeldis, ég þori að fullyrða það. Okkur er einfaldlega ekki trúað. Er fjarstæðukennt að trúa þeim örfáu þolendum sem greina opinberlega frá þeim brotum sem þær hafa orðið fyrir? Það hljóta allir að sjá að enginn leikur sér að því að opinbera sig með slíkum hætti. Ætlum við virkilega að samþykkja það að háttvirtir karlmenn innan samfélagsins, innan réttarkerfisins, brýni raustina og smáni opinberlega konur sem segja frá, til þess eins að rýra trúverðugleika þeirra? Það er mikilvægt að við áttum okkur öll á því að við erum ekki einungis að tala um eitt ákveðið atvik, eina ákveðna konu og eitt brot. Við erum svo margfalt fleiri. Þetta snýst um rótgróin viðhorf í samfélaginu, í menningu okkar. Við erum í miðri byltingu, byltingu fyrir breyttum viðhorfum og betra réttarkerfi sem vinnur ekki bókstaflega gegn þolendum. Baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ósk mín er ekki sú að konur verði ekki fyrir ofbeldi, heldur sú að karlar hætti að beita konur ofbeldi. Til þess að sú „útópía” geti orðið að veruleika þurfum við öll að leggjast á eitt. Strax í dag. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun