Norrköping tryggði sér væna sneið af Ísakskökunni Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2021 12:30 Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði A-landsliðsins í mótsleik þegar Ísland mætti Norður-Makedóníu á sunnudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT FC Kaupmannahöfn gæti þegar allt verður talið á endanum greitt 750 milljónir íslenskra króna fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson og klásúla í samningi tryggir IFK Norrköping hlut í næstu sölu á knattspyrnumanninum unga. FCK nældi í Ísak rétt áður en félagaskiptaglugganum var lokað á dögunum. Sænski miðillinn Expressen hefur nú rýnt í samninginn sem ætla má að færi ÍA á annað hundrað milljónir íslenskra króna. Samkvæmt Expressen þarf FCK að greiða á bilinu 670 til 750 milljónir íslenskra króna fyrir Ísak. Upphæðin er háð ákveðnum skilyrðum, sem til að mynda gætu snúið að fjölda spilaðra leikja, sem Expressen segir að ekki verði erfitt að ná. Norrköping setti svo inn klásúlu um að sænska félagið fengi í sinn vasa 30% af þeim mun sem verður á söluverði Ísaks nú og verðinu sem FCK selur hann á, verði hann seldur frá danska félaginu. ÍA var einmitt með svipaða klásúlu í samningnum þegar Ísak fór frá félaginu til Norrköping. Samkvæmt 433.is mun sú klásúla hafa tryggt ÍA 20% af þeirri upphæð sem FCK greiðir Norrköping. ÍA mun hins vegar ekki fá stóran skerf af næstu sölu en þó á bilinu 1-1,5% í samstöðubætur. Pabbi Ísaks einn af átta sem fóru fyrir hærri upphæð Samkvæmt Transfermarkt, síðu sem heldur utan um kaup, sölur og samningsmál í fótboltanum, er Ísak nú níundi dýrasti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu. Transfermarkt segir Ísak hafa farið til FCK fyrir 4,5 milljónir evra, sem rímar ágætlega við fréttir sænskra og danskra miðla. Aðeins Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason, Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Grétar Rafn Steinsson og Ragnar Sigurðsson hafa verið seldir fyrir hærri upphæðir. Jóhannes Karl er einmitt faðir Ísaks. HM 2022 í Katar Danski boltinn ÍA Sænski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
FCK nældi í Ísak rétt áður en félagaskiptaglugganum var lokað á dögunum. Sænski miðillinn Expressen hefur nú rýnt í samninginn sem ætla má að færi ÍA á annað hundrað milljónir íslenskra króna. Samkvæmt Expressen þarf FCK að greiða á bilinu 670 til 750 milljónir íslenskra króna fyrir Ísak. Upphæðin er háð ákveðnum skilyrðum, sem til að mynda gætu snúið að fjölda spilaðra leikja, sem Expressen segir að ekki verði erfitt að ná. Norrköping setti svo inn klásúlu um að sænska félagið fengi í sinn vasa 30% af þeim mun sem verður á söluverði Ísaks nú og verðinu sem FCK selur hann á, verði hann seldur frá danska félaginu. ÍA var einmitt með svipaða klásúlu í samningnum þegar Ísak fór frá félaginu til Norrköping. Samkvæmt 433.is mun sú klásúla hafa tryggt ÍA 20% af þeirri upphæð sem FCK greiðir Norrköping. ÍA mun hins vegar ekki fá stóran skerf af næstu sölu en þó á bilinu 1-1,5% í samstöðubætur. Pabbi Ísaks einn af átta sem fóru fyrir hærri upphæð Samkvæmt Transfermarkt, síðu sem heldur utan um kaup, sölur og samningsmál í fótboltanum, er Ísak nú níundi dýrasti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu. Transfermarkt segir Ísak hafa farið til FCK fyrir 4,5 milljónir evra, sem rímar ágætlega við fréttir sænskra og danskra miðla. Aðeins Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason, Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Grétar Rafn Steinsson og Ragnar Sigurðsson hafa verið seldir fyrir hærri upphæðir. Jóhannes Karl er einmitt faðir Ísaks.
HM 2022 í Katar Danski boltinn ÍA Sænski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira