Vistbóndi: Landbúnaður til framtíðar Axel Sigurðsson og Rafn Helgason skrifa 7. september 2021 07:01 Öll erum við sammála um að blómleg byggð um allt land skapar menningarleg, vistfræðileg, félagsleg og fjölbreytt efnahagsleg verðmæti. Byggðarstefna verður þess vegna að taka mið af öllum þessum fyrrnefndu stoðum sem samfélög byggja á. Þannig byggjum við upp sterkt samfélag til framtíðar. Sauðfjárrækt og landbúnaður almennt hafa mætt mótlæti á undanförnum árum. Tekjur bænda hafa dregist saman á sama tíma og þung áhersla er í umræðunni um að rekstur bænda sé ósjálfbær og valdi neikvæðum loftslagsáhrifum í miklu mæli. Vísað er til þeirra staðreynda að matvælaframleiðslan byggi á framræstu votlendi sem losi mikið magn gróðurhúsalofttegunda en ekki síður að beit á illa förnu landi viðhaldi rofi og eyðimörkum á hálendi landsins. Á sama tíma þá má álykta að afurðaverð sé ekki til þess fallið að verðlauna bændur réttilega fyrir erfiði vinnu sinnar við framleiðslu á til að mynda dilkakjöti. Bændur eru ekki orsök þess að hér á landi séu kerfi sem stuðli að ósjálfbærni í rekstri. Kerfin eru einfaldlega byggð á forsendum fyrri tíma. Hér kemur til skortur á framtíðarsýn og vanþekking á virði vistkerfaþjónustu af hálfu hins opinbera. Allt er breytingum háð og staðan hefur mikið breyst frá því sem áður var. Framræsing á miklu magni votlendis var gerð á þeim tímum er skortur var á beitar- og túnræktarlandi. Þjóðarátak í framræslu var gert og átti eðlilega rétt á sér með tilliti til þáverandi búskaparhátta og neyslumenningar Íslendinga, en með breyttum neysluvenjum og búskaparháttum hefur staðan breyst. Þar að auki hefur vitneskju okkar um endurheimt náttúrulegra vistkerfa fleytt fram. Nokkurt magn er í dag af framræstu landi sem hefur fallið úr notkun vegna breyttra búskaparhátta, jarðir farið í eyði eða af öðrum ástæðum. Nú er tími fyrir kjarkmikil og stór skref til þess að ná sátt um landbúnað sem stuðlar að bindingu kolefnis fremur en losun. Til er fólk sem vill taka þessi skref inn í framtíðina og vill ekki vera bundið við kerfi sem kemur í veg fyrir svigrúm til nýsköpunar, fjölbreyttari búskaparhátta og aukinnar sjálfbærni í greininni. Ein leið til þess að tryggja að svo verði er fjölbreytt styrkjakerfi sem legði áherslu á að gefa bændum tækifæri til þess að fá greitt fyrir endurheimt og uppbyggingu náttúrulegra vistkerfa, þar sem því verður við komið. Að bændur fái greitt fyrir slíka þjónustu er hvorki draumsýn né óhagkvæmt heldur raunveruleiki sem við þurfum að taka hér í umræðuna. Þessar leiðir geta tryggt að eyðijarðir fari í byggð, að strjálbýl svæði gangi í endurnýjun lífdaga, að fólk geti unnið á býlinu sínu en þurfi ekki að sækja af illri nauðsyn lífsviðurværi út fyrir búið. Binding á kolefni og stöðvun á losun eru markmið sem flestum þykja verðug. Þess fyrir utan er það hinn líffræðilegi fjölbreytileiki sem viðheldur frjósemi jarðar til lengri tíma og þar kemur fátt eins sterkt inn og endurheimt náttúrulegra vistkerfa. Hver er fyrirstaðan? Hver græðir á kyrrstöðunni? Dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi - ódýrasti samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda er endurheimt votlendis. Því er markviss kortlagning á losun lands eftir jarðvegsgerðum mikilvæg aðgerð sem við öll ættum að geta verið sammála um. Viðreisn treystir bændum til að rækta, viðhalda og auðga landið sitt og við tölum fyrir því að auka tækifærin með frelsi og sveigjanleika að leiðarljósi. Til þess þarf að endurhugsa styrkjakerfið og gera þar líffræðilegan fjölbreytileika og bindingu kolefnis jafnhá hinum hefðbundnu afurðum. Okkar sýn er að styrkjakerfi landbúnaðar verði umhverfismiðað fremur en framleiðslutengt, t.d. þannig að bændur geti gerst vistbændur og hafi ávinning af því. Því ætti sérstaklega að styðja við rekstur sem stuðlar að bindingu kolefnis og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi, t.d. með skógrækt, endurheimt votlendis og hnignaðs mólendis. Kerfið styðji fjölbreytta og umhverfisvæna framleiðslu með áherslu á aukið frelsi, taki tillit til breyttra neysluvenja, stuðli að bættum hag bænda og neytanda og ýti undir nýliðun í röðum bænda. Við verðum að taka þessa umræðu hérlendis fyrr fremur en seinna. Fjölbreyttur landbúnaður er sterkur landbúnaður. Fjölbreytileiki í sveitum er ekkert nema styrkleiki þar sem byggðarfesta sveita er ekki öll í sömu körfunni. Látum landbúnaðarkerfið styðja við fjölbreytta og umhverfisvæna framleiðslu með áherslu á aukið frelsi. Tökum tillit til breyttra neysluvenja, stuðlum að bættum hag bænda og neytanda og ýtum undir nýliðun í röðum bænda. Gefum framtíðinni tækifæri Höfundar eru frambjóðendur Viðreisnar í Suður- & Suðvesturkjördæmi Axel Sigurðsson í 5. sæti Viðreisnar Suður Rafn Helgason í 6. sæti Viðreisnar í Suðvestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öll erum við sammála um að blómleg byggð um allt land skapar menningarleg, vistfræðileg, félagsleg og fjölbreytt efnahagsleg verðmæti. Byggðarstefna verður þess vegna að taka mið af öllum þessum fyrrnefndu stoðum sem samfélög byggja á. Þannig byggjum við upp sterkt samfélag til framtíðar. Sauðfjárrækt og landbúnaður almennt hafa mætt mótlæti á undanförnum árum. Tekjur bænda hafa dregist saman á sama tíma og þung áhersla er í umræðunni um að rekstur bænda sé ósjálfbær og valdi neikvæðum loftslagsáhrifum í miklu mæli. Vísað er til þeirra staðreynda að matvælaframleiðslan byggi á framræstu votlendi sem losi mikið magn gróðurhúsalofttegunda en ekki síður að beit á illa förnu landi viðhaldi rofi og eyðimörkum á hálendi landsins. Á sama tíma þá má álykta að afurðaverð sé ekki til þess fallið að verðlauna bændur réttilega fyrir erfiði vinnu sinnar við framleiðslu á til að mynda dilkakjöti. Bændur eru ekki orsök þess að hér á landi séu kerfi sem stuðli að ósjálfbærni í rekstri. Kerfin eru einfaldlega byggð á forsendum fyrri tíma. Hér kemur til skortur á framtíðarsýn og vanþekking á virði vistkerfaþjónustu af hálfu hins opinbera. Allt er breytingum háð og staðan hefur mikið breyst frá því sem áður var. Framræsing á miklu magni votlendis var gerð á þeim tímum er skortur var á beitar- og túnræktarlandi. Þjóðarátak í framræslu var gert og átti eðlilega rétt á sér með tilliti til þáverandi búskaparhátta og neyslumenningar Íslendinga, en með breyttum neysluvenjum og búskaparháttum hefur staðan breyst. Þar að auki hefur vitneskju okkar um endurheimt náttúrulegra vistkerfa fleytt fram. Nokkurt magn er í dag af framræstu landi sem hefur fallið úr notkun vegna breyttra búskaparhátta, jarðir farið í eyði eða af öðrum ástæðum. Nú er tími fyrir kjarkmikil og stór skref til þess að ná sátt um landbúnað sem stuðlar að bindingu kolefnis fremur en losun. Til er fólk sem vill taka þessi skref inn í framtíðina og vill ekki vera bundið við kerfi sem kemur í veg fyrir svigrúm til nýsköpunar, fjölbreyttari búskaparhátta og aukinnar sjálfbærni í greininni. Ein leið til þess að tryggja að svo verði er fjölbreytt styrkjakerfi sem legði áherslu á að gefa bændum tækifæri til þess að fá greitt fyrir endurheimt og uppbyggingu náttúrulegra vistkerfa, þar sem því verður við komið. Að bændur fái greitt fyrir slíka þjónustu er hvorki draumsýn né óhagkvæmt heldur raunveruleiki sem við þurfum að taka hér í umræðuna. Þessar leiðir geta tryggt að eyðijarðir fari í byggð, að strjálbýl svæði gangi í endurnýjun lífdaga, að fólk geti unnið á býlinu sínu en þurfi ekki að sækja af illri nauðsyn lífsviðurværi út fyrir búið. Binding á kolefni og stöðvun á losun eru markmið sem flestum þykja verðug. Þess fyrir utan er það hinn líffræðilegi fjölbreytileiki sem viðheldur frjósemi jarðar til lengri tíma og þar kemur fátt eins sterkt inn og endurheimt náttúrulegra vistkerfa. Hver er fyrirstaðan? Hver græðir á kyrrstöðunni? Dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi - ódýrasti samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda er endurheimt votlendis. Því er markviss kortlagning á losun lands eftir jarðvegsgerðum mikilvæg aðgerð sem við öll ættum að geta verið sammála um. Viðreisn treystir bændum til að rækta, viðhalda og auðga landið sitt og við tölum fyrir því að auka tækifærin með frelsi og sveigjanleika að leiðarljósi. Til þess þarf að endurhugsa styrkjakerfið og gera þar líffræðilegan fjölbreytileika og bindingu kolefnis jafnhá hinum hefðbundnu afurðum. Okkar sýn er að styrkjakerfi landbúnaðar verði umhverfismiðað fremur en framleiðslutengt, t.d. þannig að bændur geti gerst vistbændur og hafi ávinning af því. Því ætti sérstaklega að styðja við rekstur sem stuðlar að bindingu kolefnis og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi, t.d. með skógrækt, endurheimt votlendis og hnignaðs mólendis. Kerfið styðji fjölbreytta og umhverfisvæna framleiðslu með áherslu á aukið frelsi, taki tillit til breyttra neysluvenja, stuðli að bættum hag bænda og neytanda og ýti undir nýliðun í röðum bænda. Við verðum að taka þessa umræðu hérlendis fyrr fremur en seinna. Fjölbreyttur landbúnaður er sterkur landbúnaður. Fjölbreytileiki í sveitum er ekkert nema styrkleiki þar sem byggðarfesta sveita er ekki öll í sömu körfunni. Látum landbúnaðarkerfið styðja við fjölbreytta og umhverfisvæna framleiðslu með áherslu á aukið frelsi. Tökum tillit til breyttra neysluvenja, stuðlum að bættum hag bænda og neytanda og ýtum undir nýliðun í röðum bænda. Gefum framtíðinni tækifæri Höfundar eru frambjóðendur Viðreisnar í Suður- & Suðvesturkjördæmi Axel Sigurðsson í 5. sæti Viðreisnar Suður Rafn Helgason í 6. sæti Viðreisnar í Suðvestur
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun