Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2021 22:22 Jens Garðar Helgason, forstjóri Laxa fiskeldis ehf. Arnar Halldórsson Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. Tvöþúsund metra flugbraut er á Egilsstöðum, nægilega löng fyrir flestar þotur sem notaðar eru í fraktflugi til og frá Íslandi. Þeir sem eru að ala upp lax í sjókvíum Austfjarða sjá möguleika á að nýta flugvöllinn en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tvær þotur Icelandair á Egilsstaðaflugvelli og sú þriðja að lenda. Þetta var 2. apríl 2018 þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegna snjókomu en þann dag lentu fjórar þotur á Egilsstöðum og tvær á Akureyri.Vísir „Í ár verður hátt í 20 þúsund tonnum slátrað af laxi hér á Austurlandi. Við erum að sjá vöxtinn, bara framtíðarvöxtinn eftir nokkur ár, kominn í 40-50 þúsund tonn,“ segir Jens Garðar Helgason, forstjóri Laxa fiskeldis ehf. „Þannig að vera kominn með reglulegt cargo-flug inn á Egilsstaðaflugvöll er kjörið tækifæri til þess í rauninni ennþá meira að halda eftir virðisaukanum hér í fjórðungnum.“ Laxar fiskeldi ehf. eru með bækistöð á Eskifirði.Arnar Halldórsson Í fréttum okkar nýlega fjölluðum við um áhuga Austfirðinga á að fá beint millilandaflug með ferðamenn um Egilsstaðaflugvöll - þeir vilja fleiri gáttir inn í landið. Fiskeldismenn vilja líka fleiri gáttir - til að koma laxi á erlenda markaði. „Stærsti hlutinn er að fara með skipum til Evrópu. En síðan er líka flug til Ameríku. Og möguleikarnir á Asíu og austur- og vesturströnd Ameríku - að fljúga því beint frá Egilsstöðum - það eru gríðarlega miklir möguleikar sem við getum séð þar.“ Eldiskvíar frá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson -Er þetta raunhæft? „Þetta er algerlega raunhæft.“ Jens Garðar segir þó vanta aðstöðu á flugvellinum til að afgreiða fraktflugvélar. „Kannski 800 fermetra skemmu eða vöruhús. Og þar inni þurfa að vera tæki, sem þurfa að vera til staðar; gegnumlýsingartæki og málmleitartæki. Þetta er kannski fjárfesting upp á 300-400 milljónir, sem ég held að myndi bara strax fara að tikka inn.“ Frá Egilsstaðaflugvelli.Arnar Halldórsson Jens Garðar segir málið hafa verið rætt við stjórnmálamenn, bæði heima í héraði og á landsvísu. „Ég held að þetta sé eitthvað sem ég held til dæmis að Isavia ætti að skoða - í rauninni bara til þess að auka þjónustuna og auka umferðina um Egilsstaðaflugvöll,“ segir forstjóri Laxa fiskeldis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Fiskeldi Sjávarútvegur Múlaþing Fjarðabyggð Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Formaður SFS til liðs við Laxar fiskeldi Hefur störf 1. febrúar. 28. janúar 2019 15:11 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Tvöþúsund metra flugbraut er á Egilsstöðum, nægilega löng fyrir flestar þotur sem notaðar eru í fraktflugi til og frá Íslandi. Þeir sem eru að ala upp lax í sjókvíum Austfjarða sjá möguleika á að nýta flugvöllinn en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tvær þotur Icelandair á Egilsstaðaflugvelli og sú þriðja að lenda. Þetta var 2. apríl 2018 þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegna snjókomu en þann dag lentu fjórar þotur á Egilsstöðum og tvær á Akureyri.Vísir „Í ár verður hátt í 20 þúsund tonnum slátrað af laxi hér á Austurlandi. Við erum að sjá vöxtinn, bara framtíðarvöxtinn eftir nokkur ár, kominn í 40-50 þúsund tonn,“ segir Jens Garðar Helgason, forstjóri Laxa fiskeldis ehf. „Þannig að vera kominn með reglulegt cargo-flug inn á Egilsstaðaflugvöll er kjörið tækifæri til þess í rauninni ennþá meira að halda eftir virðisaukanum hér í fjórðungnum.“ Laxar fiskeldi ehf. eru með bækistöð á Eskifirði.Arnar Halldórsson Í fréttum okkar nýlega fjölluðum við um áhuga Austfirðinga á að fá beint millilandaflug með ferðamenn um Egilsstaðaflugvöll - þeir vilja fleiri gáttir inn í landið. Fiskeldismenn vilja líka fleiri gáttir - til að koma laxi á erlenda markaði. „Stærsti hlutinn er að fara með skipum til Evrópu. En síðan er líka flug til Ameríku. Og möguleikarnir á Asíu og austur- og vesturströnd Ameríku - að fljúga því beint frá Egilsstöðum - það eru gríðarlega miklir möguleikar sem við getum séð þar.“ Eldiskvíar frá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson -Er þetta raunhæft? „Þetta er algerlega raunhæft.“ Jens Garðar segir þó vanta aðstöðu á flugvellinum til að afgreiða fraktflugvélar. „Kannski 800 fermetra skemmu eða vöruhús. Og þar inni þurfa að vera tæki, sem þurfa að vera til staðar; gegnumlýsingartæki og málmleitartæki. Þetta er kannski fjárfesting upp á 300-400 milljónir, sem ég held að myndi bara strax fara að tikka inn.“ Frá Egilsstaðaflugvelli.Arnar Halldórsson Jens Garðar segir málið hafa verið rætt við stjórnmálamenn, bæði heima í héraði og á landsvísu. „Ég held að þetta sé eitthvað sem ég held til dæmis að Isavia ætti að skoða - í rauninni bara til þess að auka þjónustuna og auka umferðina um Egilsstaðaflugvöll,“ segir forstjóri Laxa fiskeldis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Fiskeldi Sjávarútvegur Múlaþing Fjarðabyggð Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Formaður SFS til liðs við Laxar fiskeldi Hefur störf 1. febrúar. 28. janúar 2019 15:11 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30