Framlengja Brexit-aðlögun Norður-Írlands Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 22:23 Áróðursskilti gegn Brexit á Norður-Írlandi árið 2018. Ótti margra var að gömul átök sambands- og þjóðernissinna tækju sig upp aftur ef komið yrði upp hörðum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að aðlögunartími fyrir innflutning til Norður-Írlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu verði enn framlengt. Frestinum er ætlað að veita Bretum og Evrópusambandinu meiri tíma til að komast að niðurstöðu um varanlega lausn. Eitt helsta vandræðamálið sem þurfti að leysa áður en Bretland gat gengið úr Evrópusambandinu í upphafi árs var hvernig viðskipti á milli sambandsins og Bretlands yrði háttað á Norður-Írlandi. Írland er enn í Evrópusambandinu en enginn vilji var til þess að setja upp landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands þar sem það var talið geta ógnað brothættum friði sem hefur ríkt undanfarna áratugi. Hins vegar var heldur ekki áhugi á að takmarka viðskipti á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands. Niðurstaðan var sú að ákveðnar vörur sæta tollaeftirliti sem fara á milli Norður-Írlands og Bretlands austan Írlandshafs tímabundið eftir útgönguna. Það fyrirkomulag hefur valdið töluverðri spennu á Norður-Írlandi og átti meðal annars þátt í óeirðum sambandssinna fyrr á þessu ári. Bresk stjórnvöld vilja semja um breytingar á fyrirkomulaginu á Norður-Írlandi en Evrópusambandið hefur fram að þessu ekki ljáð máls á því. Sambandið telur bresk stjórnvöld hafa brotið samkomulag með því að breyta reglum um viðskipti um Norður-Írland en ákvað að bíða með málaferli vegna þess í sumar. David Frost, Brexit-ráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að þetta aðlögunartímabil Norður-Írlands haldi áfram um sinn. „Til þess að skapa svigrúm fyrir mögulegar frekari viðræður og til að veita fyrirtækjum vissu og stöðugleika á meðan slíkar viðræður færu fram ætlar ríkisstjórnin að halda áfram reglunum eins og þær eru,“ sagði Frost í yfirlýsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Brexit Bretland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28. apríl 2021 19:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Eitt helsta vandræðamálið sem þurfti að leysa áður en Bretland gat gengið úr Evrópusambandinu í upphafi árs var hvernig viðskipti á milli sambandsins og Bretlands yrði háttað á Norður-Írlandi. Írland er enn í Evrópusambandinu en enginn vilji var til þess að setja upp landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands þar sem það var talið geta ógnað brothættum friði sem hefur ríkt undanfarna áratugi. Hins vegar var heldur ekki áhugi á að takmarka viðskipti á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands. Niðurstaðan var sú að ákveðnar vörur sæta tollaeftirliti sem fara á milli Norður-Írlands og Bretlands austan Írlandshafs tímabundið eftir útgönguna. Það fyrirkomulag hefur valdið töluverðri spennu á Norður-Írlandi og átti meðal annars þátt í óeirðum sambandssinna fyrr á þessu ári. Bresk stjórnvöld vilja semja um breytingar á fyrirkomulaginu á Norður-Írlandi en Evrópusambandið hefur fram að þessu ekki ljáð máls á því. Sambandið telur bresk stjórnvöld hafa brotið samkomulag með því að breyta reglum um viðskipti um Norður-Írland en ákvað að bíða með málaferli vegna þess í sumar. David Frost, Brexit-ráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að þetta aðlögunartímabil Norður-Írlands haldi áfram um sinn. „Til þess að skapa svigrúm fyrir mögulegar frekari viðræður og til að veita fyrirtækjum vissu og stöðugleika á meðan slíkar viðræður færu fram ætlar ríkisstjórnin að halda áfram reglunum eins og þær eru,“ sagði Frost í yfirlýsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Brexit Bretland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28. apríl 2021 19:37 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28. apríl 2021 19:37