Flokkar hefðu aðeins níu daga til að stilla upp listum eftir þingrof Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. september 2021 19:22 Frá setningu Alþingis síðasta haust. vísir/vilhelm Ný kosningalög sem taka gildi á næsta ári gætu gert nýjum flokkum erfiðara fyrir að bjóða fram til þingkosninga. Ef þing yrði rofið hefðu flokkarnir ekki nema níu daga til að safna meðmælum og skila inn framboðslistum. Lögin voru samþykkt rétt fyrir þinglok en taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. Þau hafa því ekki áhrif á komandi þingkosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir þær hófst þann 13. ágúst síðastliðinn, 43 dögum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur hins vegar ekki út fyrr en næsta föstudag, 15 dögum fyrir kosningar. Þegar fólk kýs utan kjörfundar áður en framboðsfresturinn rennur út getur það því oft ekki verið alveg visst um að það framboð sem það skráir á kjörseðil sinn verði í raun í framboði. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag í gegn um árin, meðal annars Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Með nýju lögunum verður breyting á þessu og framboðsfresturinn styttur þannig að öll framboð verða að hafa skilað inn listum sínum og meðmælum 36 dögum fyrir kosningar og má utankjörfundaratkvæðagreiðsla ekki hefjast fyrr en eftir það. 9 dagar til að setja saman lista Í venjulegu árferði breytir þetta litlu fyrir framboð. Ef ríkisstjórnir sitja út heil kjörtímabil má ganga að því vísu að kosningar séu haldnar á fjögurra ára fresti og þeir sem vilja stofna nýja flokka og bjóða fram lista geta því undirbúið sig vel fyrir fram óháð framboðsfrestinum. En ef ríkisstjórn springur og þing er rofið með litlum fyrirvara kveður stjórnarskráin á um að þingkosningar skuli fara fram innan 45 daga frá þingrofi. Þetta þýðir að flokkarnir hefðu 9 daga til að stilla upp listum sínum og safna þeim 2.500 meðmælum sem þeir þyrftu til að öðlast kjörgengi. Þetta gerðist síðast árið 2017 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartar framtíðar og Viðreisnar sprakk nokkuð fyrirvaralaust. Flokkarnir slepptu þá prófkjörum, enda lítill tími til stefnu, og stilltu flestir upp hér um bil sömu listum og þeir buðu fram í kosningunum árið áður. Bitnar á nýjum framboðum „Ég held það megi alveg gera ráð fyrir því að þeir flokkar sem eru á þingi hafi ágæt tök á að stilla upp framboðslistum með svona skömmum fyrirvara,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.Vísir/skjáskot „En þetta myndi kannski helst skemma fyrir framboðum eða flokkum sem er ekki búið að stofna þegar það er tilkynnt um þingrof.“ „Hún segir þó mikilvægt að taka fram að það sé ólíklegt að þessi staða geti komið upp. Þó hafa þrjár af síðustu fimm ríkisstjórnum sprungið og þing verið rofið í kjölfarið. Í tveimur af þeim skiptum hafi þó verið ljóst með nokkuð góðum fyrirvara að tilkynnt yrði um þingrof. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Lögin voru samþykkt rétt fyrir þinglok en taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. Þau hafa því ekki áhrif á komandi þingkosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir þær hófst þann 13. ágúst síðastliðinn, 43 dögum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur hins vegar ekki út fyrr en næsta föstudag, 15 dögum fyrir kosningar. Þegar fólk kýs utan kjörfundar áður en framboðsfresturinn rennur út getur það því oft ekki verið alveg visst um að það framboð sem það skráir á kjörseðil sinn verði í raun í framboði. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag í gegn um árin, meðal annars Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Með nýju lögunum verður breyting á þessu og framboðsfresturinn styttur þannig að öll framboð verða að hafa skilað inn listum sínum og meðmælum 36 dögum fyrir kosningar og má utankjörfundaratkvæðagreiðsla ekki hefjast fyrr en eftir það. 9 dagar til að setja saman lista Í venjulegu árferði breytir þetta litlu fyrir framboð. Ef ríkisstjórnir sitja út heil kjörtímabil má ganga að því vísu að kosningar séu haldnar á fjögurra ára fresti og þeir sem vilja stofna nýja flokka og bjóða fram lista geta því undirbúið sig vel fyrir fram óháð framboðsfrestinum. En ef ríkisstjórn springur og þing er rofið með litlum fyrirvara kveður stjórnarskráin á um að þingkosningar skuli fara fram innan 45 daga frá þingrofi. Þetta þýðir að flokkarnir hefðu 9 daga til að stilla upp listum sínum og safna þeim 2.500 meðmælum sem þeir þyrftu til að öðlast kjörgengi. Þetta gerðist síðast árið 2017 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartar framtíðar og Viðreisnar sprakk nokkuð fyrirvaralaust. Flokkarnir slepptu þá prófkjörum, enda lítill tími til stefnu, og stilltu flestir upp hér um bil sömu listum og þeir buðu fram í kosningunum árið áður. Bitnar á nýjum framboðum „Ég held það megi alveg gera ráð fyrir því að þeir flokkar sem eru á þingi hafi ágæt tök á að stilla upp framboðslistum með svona skömmum fyrirvara,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.Vísir/skjáskot „En þetta myndi kannski helst skemma fyrir framboðum eða flokkum sem er ekki búið að stofna þegar það er tilkynnt um þingrof.“ „Hún segir þó mikilvægt að taka fram að það sé ólíklegt að þessi staða geti komið upp. Þó hafa þrjár af síðustu fimm ríkisstjórnum sprungið og þing verið rofið í kjölfarið. Í tveimur af þeim skiptum hafi þó verið ljóst með nokkuð góðum fyrirvara að tilkynnt yrði um þingrof.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira