Úr 80 þúsund í ríflega 264 þúsund Eiður Þór Árnason skrifar 6. september 2021 16:29 Boeing 737 MAX þotur Icelandair. Vilhelm Gunnarsson Ríflega 264 þúsund farþegar flugu með Icelandair í ágúst, samanborið við tæplega 80 þúsund á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi rúmlega 241 þúsund samanborið við um 67 þúsund í ágúst 2020 og 195 þúsund í júlí 2021. Farþegar til Íslands voru 145 þúsund í ágúst, samanborið við tæplega 53 þúsund fyrir ári. Tengifarþegum heldur áfram að fjölga en þeir voru 72 þúsund samanborið við um 1.300 í fyrra og um 51 þúsund í júlí í ár. Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir ágústmánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Að sögn félagsins var sætanýting í millilandaflugi 72% samanborið við 68% í ágúst í fyrra. Hækkaði hún úr rúmum 70% í júlí 2021 þrátt fyrir áhrif útbreiðslu delta afbrigðisins á Íslandi og á lykilmörkuðum félagsins erlendis. Farþegar í innanlandsflugi voru 22.600 samanborið við 12.400 á sama tíma í fyrra. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 55% það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Ætla að ná 75 prósent af flugáætlun ársins 2019 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að flugfélagið hafi farið úr 30 brottförum á viku frá Keflavík í maí í um 200 brottfarir á viku í ágúst. Stundvísi í millilandaflugi var 87%. „Sem það flugfélag sem flytur flesta ferðamenn til landsins þá hefur þessi hraða uppbygging skipt sköpum fyrir íslenska ferðaþjónustu á undanförnum mánuðum en við fluttum yfir 150 þúsund ferðamenn til landsins í sumar. Þá hefur góður árangur náðst í fraktflutningum til og frá landinu að undanförnu en mesta aukningin er á Norður-Atlantshafinu þar sem við höldum áfram að styrkja stöðu okkar,“ segir Bogi í tilkynningu. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi jókst um 61% á milli ára í ágúst, að sögn félagsins. Fraktflutningar jukust um 39% á milli ára í ágúst og hafa aukist um 21% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt nýrri vetraráætlun Icelandair er stefnt að 160 brottförum á viku til 25 áfangastaða sem jafngildir um 65 til 75% af áætlun ársins 2019. „Uppbyggingin heldur því áfram með það að markmiði að ná stöðugleika í fluginu á ný og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem félagið býr yfir til að aðlaga flugáætlun okkar að aðstæðum hverju sinni og grípa þau tækifæri sem gefast á hverjum tíma hér eftir sem hingað til,“ er haft eftir Boga í tilkynningu. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fjöldi farþega þrefaldaðist milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga. 6. júlí 2021 17:50 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Farþegar til Íslands voru 145 þúsund í ágúst, samanborið við tæplega 53 þúsund fyrir ári. Tengifarþegum heldur áfram að fjölga en þeir voru 72 þúsund samanborið við um 1.300 í fyrra og um 51 þúsund í júlí í ár. Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir ágústmánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Að sögn félagsins var sætanýting í millilandaflugi 72% samanborið við 68% í ágúst í fyrra. Hækkaði hún úr rúmum 70% í júlí 2021 þrátt fyrir áhrif útbreiðslu delta afbrigðisins á Íslandi og á lykilmörkuðum félagsins erlendis. Farþegar í innanlandsflugi voru 22.600 samanborið við 12.400 á sama tíma í fyrra. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 55% það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Ætla að ná 75 prósent af flugáætlun ársins 2019 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að flugfélagið hafi farið úr 30 brottförum á viku frá Keflavík í maí í um 200 brottfarir á viku í ágúst. Stundvísi í millilandaflugi var 87%. „Sem það flugfélag sem flytur flesta ferðamenn til landsins þá hefur þessi hraða uppbygging skipt sköpum fyrir íslenska ferðaþjónustu á undanförnum mánuðum en við fluttum yfir 150 þúsund ferðamenn til landsins í sumar. Þá hefur góður árangur náðst í fraktflutningum til og frá landinu að undanförnu en mesta aukningin er á Norður-Atlantshafinu þar sem við höldum áfram að styrkja stöðu okkar,“ segir Bogi í tilkynningu. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi jókst um 61% á milli ára í ágúst, að sögn félagsins. Fraktflutningar jukust um 39% á milli ára í ágúst og hafa aukist um 21% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt nýrri vetraráætlun Icelandair er stefnt að 160 brottförum á viku til 25 áfangastaða sem jafngildir um 65 til 75% af áætlun ársins 2019. „Uppbyggingin heldur því áfram með það að markmiði að ná stöðugleika í fluginu á ný og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem félagið býr yfir til að aðlaga flugáætlun okkar að aðstæðum hverju sinni og grípa þau tækifæri sem gefast á hverjum tíma hér eftir sem hingað til,“ er haft eftir Boga í tilkynningu.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fjöldi farþega þrefaldaðist milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga. 6. júlí 2021 17:50 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fjöldi farþega þrefaldaðist milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga. 6. júlí 2021 17:50