Sjálfstæðismenn séu að reyna að forðast umræðu um skatta Snorri Másson skrifar 6. september 2021 13:31 Kristrún Frostadóttir er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir sjálfstæðismenn vera að forðast efnislega umræðu um aukið framlag ríkasta fólksins til samfélagsins með málflutningi sínum um meint ólögmæti stóreignaskatts. Hún telur að legið hafi fyrir frá upphafi að áformin standist stjórnarskrá. Stóreignaskattur er eitt af kosningaloforðum Samfylkingarinnar og felur í sér 1,5% skatt á hverja milljón umfram 200ustu milljónina í hreina eign. Maður sem ætti milljarð í hreina eign myndi því borga 1,5% af 800 milljónum í skatt árlega, sem sé 12 milljónir. Teitur Björn Einarsson í Morgunblaðinu: „Skattar á Íslandi eru mjög háir og markmið okkar á að vera að lækka skatta. Þessi áform fara bæði gegn jafnræðisreglunni og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, og það á mjög óljósum og veikum grunni.“Aðsend Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, lýsti í viðtali í vikunni sem leið miklum efasemdum um lögmæti svona skatts gagnvart stjórnarskrá, enda kalli aðstæður í samfélaginu ekki á hann. Sindri Stephensen lektor við lagadeild HR og Víðir Smári Petersen dósent við HÍ birtu grein á Vísi í dag þar sem þeir draga ályktanir af dómum Hæstaréttar í stóreignaskattsmálum og komast þar að þeirri niðurstöðu að stóreignaskattur sé að meginreglu stjórnskipulega gildur. Útfærslan skipti þar þó sannarlega máli og að gætt sé jafnræðis og meðalhófs. „Þarna kemur fram í þessari grein í dag það sem við í Samfylkingunni höfum margbent á, að löggjafanum hefur verið játað mjög ríkt svigrúm til að ákvarða hvernig skattheimtu er háttað. Þetta er einfaldlega margstaðfest í dómafordæmum og ekkert ber að óttast,“ sagði Kristrún Frostadóttir, sem er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vilji ekki að efnaðasta fólkið styðji við samfélagið Kristrún telur að sjálfstæðismenn séu að reyna að færa umræðuna frá málefninu og yfir í lagatæknileg atriði. „Ég held að sjálfstæðismenn séu einfaldlega að reyna að koma sér undan efnislegri umræðu um þá staðreynd að þeir vilji ekki að ríkasta og efnaðasta fólkið í landinu styðji í auknum mæli við samfélagið og geri okkur kleift að dreifa hér aðeins byrðunum, sem er í rauninni til hagsældar fyrir okkur öll." Kristrún hefur áhyggjur af auknum eignaójöfnuði og segir skattatillögur Samfylkingarinnar ábyrga leið til að stemma stigu við honum. „Þessir þrír liðir, eignaskatturinn, hækkun veiðigjalda á stærstu útgerðirnar og aukið skattaeftirlit teljum við að muni skila okkur þeim tekjum sem við ætlum einfaldlega að eyrnamerkja beint barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Tengdar fréttir Ólögmætur stóreignaskattur Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. 3. september 2021 16:01 Stóreignaskattar og stjórnarskráin Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár. 6. september 2021 08:01 Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. 3. september 2021 12:30 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Stóreignaskattur er eitt af kosningaloforðum Samfylkingarinnar og felur í sér 1,5% skatt á hverja milljón umfram 200ustu milljónina í hreina eign. Maður sem ætti milljarð í hreina eign myndi því borga 1,5% af 800 milljónum í skatt árlega, sem sé 12 milljónir. Teitur Björn Einarsson í Morgunblaðinu: „Skattar á Íslandi eru mjög háir og markmið okkar á að vera að lækka skatta. Þessi áform fara bæði gegn jafnræðisreglunni og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, og það á mjög óljósum og veikum grunni.“Aðsend Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, lýsti í viðtali í vikunni sem leið miklum efasemdum um lögmæti svona skatts gagnvart stjórnarskrá, enda kalli aðstæður í samfélaginu ekki á hann. Sindri Stephensen lektor við lagadeild HR og Víðir Smári Petersen dósent við HÍ birtu grein á Vísi í dag þar sem þeir draga ályktanir af dómum Hæstaréttar í stóreignaskattsmálum og komast þar að þeirri niðurstöðu að stóreignaskattur sé að meginreglu stjórnskipulega gildur. Útfærslan skipti þar þó sannarlega máli og að gætt sé jafnræðis og meðalhófs. „Þarna kemur fram í þessari grein í dag það sem við í Samfylkingunni höfum margbent á, að löggjafanum hefur verið játað mjög ríkt svigrúm til að ákvarða hvernig skattheimtu er háttað. Þetta er einfaldlega margstaðfest í dómafordæmum og ekkert ber að óttast,“ sagði Kristrún Frostadóttir, sem er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vilji ekki að efnaðasta fólkið styðji við samfélagið Kristrún telur að sjálfstæðismenn séu að reyna að færa umræðuna frá málefninu og yfir í lagatæknileg atriði. „Ég held að sjálfstæðismenn séu einfaldlega að reyna að koma sér undan efnislegri umræðu um þá staðreynd að þeir vilji ekki að ríkasta og efnaðasta fólkið í landinu styðji í auknum mæli við samfélagið og geri okkur kleift að dreifa hér aðeins byrðunum, sem er í rauninni til hagsældar fyrir okkur öll." Kristrún hefur áhyggjur af auknum eignaójöfnuði og segir skattatillögur Samfylkingarinnar ábyrga leið til að stemma stigu við honum. „Þessir þrír liðir, eignaskatturinn, hækkun veiðigjalda á stærstu útgerðirnar og aukið skattaeftirlit teljum við að muni skila okkur þeim tekjum sem við ætlum einfaldlega að eyrnamerkja beint barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Tengdar fréttir Ólögmætur stóreignaskattur Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. 3. september 2021 16:01 Stóreignaskattar og stjórnarskráin Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár. 6. september 2021 08:01 Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. 3. september 2021 12:30 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Ólögmætur stóreignaskattur Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. 3. september 2021 16:01
Stóreignaskattar og stjórnarskráin Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár. 6. september 2021 08:01
Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. 3. september 2021 12:30