KSÍ verður af tugum milljóna en vonast eftir betri stöðu þegar stelpurnar mæta Evrópumeisturunum Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2021 13:00 Stuðningsmannasveitin Tólfan fékk að fagna tveimur mörkum á Laugardalsvelli í gær, í 2-2 jafnteflinu við Norður-Makedóníu. vísir/hulda margrét Knattspyrnusamband Íslands verður af milljónum, og sennilega tugum milljóna, króna vegna samkomutakmarkana sem enn gilda hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins voru 2.200 miðar í boði á leiki karlalandsliðsins við Rúmeníu síðasta fimmtudag og Norður-Makedóníu í gær. Miðað við takmarkaðan áhuga á leikjunum er þó ekki víst að hægt hefði verið að selja mikið fleiri miða. Sóttvarnahólfum var hins vegar fjölgað fyrir leik karlalandsliðsins við stórlið Þýskalands á miðvikudaginn og því geta 3.000 manns séð leikinn, í fimmtán 200 manna hólfum, og ljóst er að áhuginn er mun meiri á þeim leik. Heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað að 500 manns séu saman í hólfi á stórum viðburðum að undangengnum hraðprófum. KSÍ bíður enn skýrari svara um hvernig sé hægt að nýta þá heimild. Ljóst er að ef hægt hefði verið að selja 500 miða í stað 200 í hvert hólf fengi landsliðið ekki bara mun meiri stuðning á miðvikudaginn heldur fengi KSÍ yfir 20 milljónum króna meira í tekjur af miðasölu, bara af leiknum við Þýskaland. Enn of mikil óvissa varðandi hraðprófin Eftir rúmar tvær vikur tekur íslenska kvennalandsliðið svo á móti ríkjandi Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM. Um lykilleik er að ræða upp á möguleika Íslands á að komast á HM að gera, og Óskar Örn Guðbrandsson hjá samskiptadeild KSÍ segir óskandi að þá geti fleiri en 3.000 manns mætt á völlinn, sem og þegar karlalandsliðið heldur sinni undankeppni áfram í október. „Eins og reglurnar eru í dag þá þarf að nota hraðpróf til að 500 manns geti verið saman í hólfi en það er enn svo margt óljóst varðandi framkvæmd hraðprófanna, og til að mynda hvernig viðburðahaldari á að fylgjast með því að allir séu búnir að fara í próf,“ segir Óskar. „Við vonum klárlega að þetta komist á hreint. Við erum að byrja að undirbúa leik kvennalandsliðsins við eitt besta landslið heims og vonumst auðvitað til að geta verið með fleiri áhorfendur þar. Það vilja auðvitað allir hafa fullan völl og góðan stuðning við landsliðin okkar,“ segir Óskar. Vildu hafa möguleika á að bæta við hólfum Það hefur komið einhverjum spánskt fyrir sjónir hvernig áhorfendum var skipt niður á Laugardalsvelli á leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þar sátu 200 manns þétt saman með stór áhorfendasvæði á bakvið sig og til beggja hliða. 7 m/s og samkomutakmarkanir í stúkunni í nafni sóttvarna. Og þá er auðvitað öllum þjappað saman - af því þetta er löngu komið út í það að gera bara eitthvað. Leikrit. pic.twitter.com/eAjctY5kZK— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) September 5, 2021 „Við hugsuðum þetta bara út frá þeim reglum sem okkur voru settar varðandi sóttvarnir. Okkur er ekki lengur skylt að halda bili á milli einstaklinga en við megum bara vera með takmarkað marga í hverju hólfi,“ segir Óskar. „Þetta réðist af inngöngum og aðstæðum fyrir utan stúkurnar sjálfar. Við teiknuðum völlinn upp með mikið fleiri sóttvarnahólfum en við settum í notkun í fyrstu tveimur leikjunum, því við vissum ekki hvernig þetta yrði við innganga, salerni og veitingasölu. Við höfum lært heilmikið síðustu daga, þetta gekk vel, og við sjáum að við getum bætt við hólfum fyrir leikinn við Þýskaland, sem annars hefði verið mun erfiðara ef við hefðum dreift fólki meira,“ segir Óskar. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Aðeins voru 2.200 miðar í boði á leiki karlalandsliðsins við Rúmeníu síðasta fimmtudag og Norður-Makedóníu í gær. Miðað við takmarkaðan áhuga á leikjunum er þó ekki víst að hægt hefði verið að selja mikið fleiri miða. Sóttvarnahólfum var hins vegar fjölgað fyrir leik karlalandsliðsins við stórlið Þýskalands á miðvikudaginn og því geta 3.000 manns séð leikinn, í fimmtán 200 manna hólfum, og ljóst er að áhuginn er mun meiri á þeim leik. Heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað að 500 manns séu saman í hólfi á stórum viðburðum að undangengnum hraðprófum. KSÍ bíður enn skýrari svara um hvernig sé hægt að nýta þá heimild. Ljóst er að ef hægt hefði verið að selja 500 miða í stað 200 í hvert hólf fengi landsliðið ekki bara mun meiri stuðning á miðvikudaginn heldur fengi KSÍ yfir 20 milljónum króna meira í tekjur af miðasölu, bara af leiknum við Þýskaland. Enn of mikil óvissa varðandi hraðprófin Eftir rúmar tvær vikur tekur íslenska kvennalandsliðið svo á móti ríkjandi Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM. Um lykilleik er að ræða upp á möguleika Íslands á að komast á HM að gera, og Óskar Örn Guðbrandsson hjá samskiptadeild KSÍ segir óskandi að þá geti fleiri en 3.000 manns mætt á völlinn, sem og þegar karlalandsliðið heldur sinni undankeppni áfram í október. „Eins og reglurnar eru í dag þá þarf að nota hraðpróf til að 500 manns geti verið saman í hólfi en það er enn svo margt óljóst varðandi framkvæmd hraðprófanna, og til að mynda hvernig viðburðahaldari á að fylgjast með því að allir séu búnir að fara í próf,“ segir Óskar. „Við vonum klárlega að þetta komist á hreint. Við erum að byrja að undirbúa leik kvennalandsliðsins við eitt besta landslið heims og vonumst auðvitað til að geta verið með fleiri áhorfendur þar. Það vilja auðvitað allir hafa fullan völl og góðan stuðning við landsliðin okkar,“ segir Óskar. Vildu hafa möguleika á að bæta við hólfum Það hefur komið einhverjum spánskt fyrir sjónir hvernig áhorfendum var skipt niður á Laugardalsvelli á leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þar sátu 200 manns þétt saman með stór áhorfendasvæði á bakvið sig og til beggja hliða. 7 m/s og samkomutakmarkanir í stúkunni í nafni sóttvarna. Og þá er auðvitað öllum þjappað saman - af því þetta er löngu komið út í það að gera bara eitthvað. Leikrit. pic.twitter.com/eAjctY5kZK— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) September 5, 2021 „Við hugsuðum þetta bara út frá þeim reglum sem okkur voru settar varðandi sóttvarnir. Okkur er ekki lengur skylt að halda bili á milli einstaklinga en við megum bara vera með takmarkað marga í hverju hólfi,“ segir Óskar. „Þetta réðist af inngöngum og aðstæðum fyrir utan stúkurnar sjálfar. Við teiknuðum völlinn upp með mikið fleiri sóttvarnahólfum en við settum í notkun í fyrstu tveimur leikjunum, því við vissum ekki hvernig þetta yrði við innganga, salerni og veitingasölu. Við höfum lært heilmikið síðustu daga, þetta gekk vel, og við sjáum að við getum bætt við hólfum fyrir leikinn við Þýskaland, sem annars hefði verið mun erfiðara ef við hefðum dreift fólki meira,“ segir Óskar.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn