Mikael sagði fangelsismyndina mistök Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2021 15:46 Mikael Anderson hefur æft með landsliðinu á Laugardalsvelli síðustu daga en á þriðjudagskvöld birti hann mynd af fangaklefa á Instagram, sem hann sá svo eftir að hafa gert. Skjáskot/Instagram og KSÍ Mikael Anderson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er feginn að hafa fengið að skipta um félag á síðustu stundu áður en félagaskiptaglugginn lokaðist í vikunni. Hann segist hafa gert mistök með birtingu myndar á Instagram. Mikael skipti um félag í Danmörku en AGF náði loks samkomulagi við Midtjylland, sem hafði áður hafnað tilboði, um kaup á þessum 23 ára landsliðsmanni á elleftu stundu. Fyrr á þriðjudagskvöld birti Mikael mynd á Instagram sem sýndi fangaklefa, væntanlega til að gefa í skyn að honum væri haldið föngnum í Midtjylland. Hann segir það hafa verið mistök. „Eftir tvær leiktíðir þar sem mér tókst ekki að festa mig í sessi í liðinu þráði ég heitt að fá nýja áskorun. En ég gerði mistök á hringrásinni minni [e. Instagram Story] í gær þegar ég leyfði tilfinningunum að taka stjórnina,“ skrifaði Mikael á Instagram. Þar sagði hann einnig í eins konar kveðju til síns gamla félags: „Þá er komið að því að kveðja eftir 9 ár sem leikmaður Midtjylland. Fyrst og fremst vil ég segja að brotthvarf mitt frá félaginu var ekki eins og ég hefði óskað. Ég hef verið mjög ánægður með minn tíma hjá Midtjylland, þar sem mér hefur alltaf verið vel tekið og verið umkringdur af frábæru fólki, innan sem utan vallar. Ég er þakklátur fyrir það sem félagið og stuðningsmennirnir hafa gefið mér og því mun ég ekki gleyma.“ Mikael er í íslenska landsliðshópnum sem leikur í undankeppni HM þessa dagana. Hann kom ekkert við sögu í leiknum við Rúmeníu í gær en gæti spilað gegn Norður-Makedóníu á sunnudag eða Þýskalandi næsta miðvikudag. Fyrsti leikur hans fyrir AGF gæti verið 12. september gegn Vejle. Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Mikael skipti um félag í Danmörku en AGF náði loks samkomulagi við Midtjylland, sem hafði áður hafnað tilboði, um kaup á þessum 23 ára landsliðsmanni á elleftu stundu. Fyrr á þriðjudagskvöld birti Mikael mynd á Instagram sem sýndi fangaklefa, væntanlega til að gefa í skyn að honum væri haldið föngnum í Midtjylland. Hann segir það hafa verið mistök. „Eftir tvær leiktíðir þar sem mér tókst ekki að festa mig í sessi í liðinu þráði ég heitt að fá nýja áskorun. En ég gerði mistök á hringrásinni minni [e. Instagram Story] í gær þegar ég leyfði tilfinningunum að taka stjórnina,“ skrifaði Mikael á Instagram. Þar sagði hann einnig í eins konar kveðju til síns gamla félags: „Þá er komið að því að kveðja eftir 9 ár sem leikmaður Midtjylland. Fyrst og fremst vil ég segja að brotthvarf mitt frá félaginu var ekki eins og ég hefði óskað. Ég hef verið mjög ánægður með minn tíma hjá Midtjylland, þar sem mér hefur alltaf verið vel tekið og verið umkringdur af frábæru fólki, innan sem utan vallar. Ég er þakklátur fyrir það sem félagið og stuðningsmennirnir hafa gefið mér og því mun ég ekki gleyma.“ Mikael er í íslenska landsliðshópnum sem leikur í undankeppni HM þessa dagana. Hann kom ekkert við sögu í leiknum við Rúmeníu í gær en gæti spilað gegn Norður-Makedóníu á sunnudag eða Þýskalandi næsta miðvikudag. Fyrsti leikur hans fyrir AGF gæti verið 12. september gegn Vejle.
Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira