Lögmaður Kolbeins spyr: Á hann skilið að missa æruna og lífsviðurværið? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 11:49 „Er það rétt og eðlilegt að einstaklingar séu fordæmdir og útskúfaðir með þessum hætti, án dóms og laga?“ Kolbeinn Sigþórsson stendur frammi fyrir því að missa lífsviðurværi sitt og vera útskúfaður úr samfélaginu vegna atviks sem átti sér stað fyrir fjórum árum og hann hefur gert upp og beðist afsökunar á. Þetta segir Hörður Felix Halldórsson, lögmaður Kolbeins, í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú fyrir stundu. Hörður harðneitar að hafa beðið þolendurna í málinu að undirrita þagnarskyldusamning gegn greiðslu og segir Kolbein muna atvik öðruvísi en þær. Í grein sinni rekur Hörður hvernig stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein úr landsliðshópnum eftir að upp komst að hann hefði greitt konum bætur fyrir atvik sem áttu sér stað á skemmtistað fyrir fjórum árum, án samráðs við þjálfara. Umræðan hér heima hefði þó ekki aðeins haft áhrif innanlands, heldur sé víða erlendis fjallað um að Kolbeinn hafi verið ásakaður um „alvarleg ofbeldis- eða kynferðisbrot“, og að kallað hafi verið eftir því að atvinnurekandi Kolbeins, IFK Gautaborg, rifti samningnum við hann. Þá hefði Hörður sjálfur verið sakaður um að boða konurnar á fund til að skrifa undir þagnarskyldusamning en það sé allsendis ósatt. „Átti Kolbeinn að bregðast öðruvísi við á sínum tíma?“ Hörður segir rétt að tvær konur hefðu lagt fram kæru til lögreglu vegna „ætlaðrar“ háttsemi Kolbeins á skemmtistað. Knattspyrnumaðurinn hefði tekið kæruna alvarlega og leitað aðstoðar Harðar. „Minni hans og upplifun af atvikum þetta kvöld var talsvert önnur en kvennanna tveggja. Hann sýndi hins vegar ábyrgð og átti fund með konunum þar sem þær lýstu sinni upplifun. Hann sýndi því skilning og baðst innilegrar afsökunar á sínum þætti í málinu. Þá varð hann við öllum kröfum kvennanna um greiðslur og málinu var lokað í sátt og samlyndi,“ segir Hörður. Lögregla hafi fellt málin niður í kjölfarið. Nú standi Kolbeinn hins vegar frammi fyrir því að vera útskúfaður. „Stjórn KSÍ hefur gripið til þeirrar fordæmalausu ákvörðunar að taka fram fyrir hendur þjálfara liðsins og banna þeim að velja Kolbein til landsliðsverkefna. Á sama tíma er Kolbeinn í sínu besta formi, eftir margra ára erfið meiðsli, og var kominn hingað til lands til að leggja sitt af mörkum. Ákvörðunin hefur sem fyrr segir vakið athygli víða um heim og Kolbeinn, sem er atvinnumaður í knattspyrnu, stendur frammi fyrir því að missa hugsanlega lífsviðurværi sitt,“ segir Hörður. „Er þetta raunverulega það þjóðfélag sem við viljum lifa í?“ spyr hann. „Er það rétt og eðlilegt að einstaklingar séu fordæmdir og útskúfaðir með þessum hætti, án dóms og laga? Átti Kolbeinn að bregðast öðruvísi við á sínum tíma eða er það einfaldlega svo að ferill knattspyrnumanna sé á enda við hvers kyns hugsanlegar misfellur eða ásakanir? Það er mat undirritaðs að þessi ákvörðun stjórnar KSÍ hafi verið einstaklega misráðin en eflaust hefur sú geðshræring sem einkennt hefur alla umræðu í þjóðfélaginu undanfarna daga haft þar mikil áhrif.“ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43 „Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. 2. september 2021 12:25 Harðkjarna stuðningmenn Gautaborgar krefjast þess að félagið losi sig við Kolbein Hörðustu stuðningsmenn Gautaborgar, Ultras, krefjast þess að félagið rifti samningi sínum við Kolbein Sigþórsson. 2. september 2021 11:19 Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin. 2. september 2021 08:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Þetta segir Hörður Felix Halldórsson, lögmaður Kolbeins, í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú fyrir stundu. Hörður harðneitar að hafa beðið þolendurna í málinu að undirrita þagnarskyldusamning gegn greiðslu og segir Kolbein muna atvik öðruvísi en þær. Í grein sinni rekur Hörður hvernig stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein úr landsliðshópnum eftir að upp komst að hann hefði greitt konum bætur fyrir atvik sem áttu sér stað á skemmtistað fyrir fjórum árum, án samráðs við þjálfara. Umræðan hér heima hefði þó ekki aðeins haft áhrif innanlands, heldur sé víða erlendis fjallað um að Kolbeinn hafi verið ásakaður um „alvarleg ofbeldis- eða kynferðisbrot“, og að kallað hafi verið eftir því að atvinnurekandi Kolbeins, IFK Gautaborg, rifti samningnum við hann. Þá hefði Hörður sjálfur verið sakaður um að boða konurnar á fund til að skrifa undir þagnarskyldusamning en það sé allsendis ósatt. „Átti Kolbeinn að bregðast öðruvísi við á sínum tíma?“ Hörður segir rétt að tvær konur hefðu lagt fram kæru til lögreglu vegna „ætlaðrar“ háttsemi Kolbeins á skemmtistað. Knattspyrnumaðurinn hefði tekið kæruna alvarlega og leitað aðstoðar Harðar. „Minni hans og upplifun af atvikum þetta kvöld var talsvert önnur en kvennanna tveggja. Hann sýndi hins vegar ábyrgð og átti fund með konunum þar sem þær lýstu sinni upplifun. Hann sýndi því skilning og baðst innilegrar afsökunar á sínum þætti í málinu. Þá varð hann við öllum kröfum kvennanna um greiðslur og málinu var lokað í sátt og samlyndi,“ segir Hörður. Lögregla hafi fellt málin niður í kjölfarið. Nú standi Kolbeinn hins vegar frammi fyrir því að vera útskúfaður. „Stjórn KSÍ hefur gripið til þeirrar fordæmalausu ákvörðunar að taka fram fyrir hendur þjálfara liðsins og banna þeim að velja Kolbein til landsliðsverkefna. Á sama tíma er Kolbeinn í sínu besta formi, eftir margra ára erfið meiðsli, og var kominn hingað til lands til að leggja sitt af mörkum. Ákvörðunin hefur sem fyrr segir vakið athygli víða um heim og Kolbeinn, sem er atvinnumaður í knattspyrnu, stendur frammi fyrir því að missa hugsanlega lífsviðurværi sitt,“ segir Hörður. „Er þetta raunverulega það þjóðfélag sem við viljum lifa í?“ spyr hann. „Er það rétt og eðlilegt að einstaklingar séu fordæmdir og útskúfaðir með þessum hætti, án dóms og laga? Átti Kolbeinn að bregðast öðruvísi við á sínum tíma eða er það einfaldlega svo að ferill knattspyrnumanna sé á enda við hvers kyns hugsanlegar misfellur eða ásakanir? Það er mat undirritaðs að þessi ákvörðun stjórnar KSÍ hafi verið einstaklega misráðin en eflaust hefur sú geðshræring sem einkennt hefur alla umræðu í þjóðfélaginu undanfarna daga haft þar mikil áhrif.“
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43 „Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. 2. september 2021 12:25 Harðkjarna stuðningmenn Gautaborgar krefjast þess að félagið losi sig við Kolbein Hörðustu stuðningsmenn Gautaborgar, Ultras, krefjast þess að félagið rifti samningi sínum við Kolbein Sigþórsson. 2. september 2021 11:19 Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin. 2. september 2021 08:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43
„Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. 2. september 2021 12:25
Harðkjarna stuðningmenn Gautaborgar krefjast þess að félagið losi sig við Kolbein Hörðustu stuðningsmenn Gautaborgar, Ultras, krefjast þess að félagið rifti samningi sínum við Kolbein Sigþórsson. 2. september 2021 11:19
Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin. 2. september 2021 08:00