Krefjast að kynferðisafbrotamálum verði ekki pakkað ofan í skúffu Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 2. september 2021 18:29 Meðlimir Bleika fílsins söfnuðust saman í Laugardalnum. Vísir/Vilhelm Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn og samtökin Öfgar efndu til samstöðufundar við Laugardalsvöll til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis í dag. Forsvarsmenn hópanna sendu skýr skilaboð í aðdraganda landsleiks Íslands gegn því rúmenska um að nú yrði KSÍ að setja skýra stefnu í viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi. Ekki væri nóg að stofna nefndir eða skapa ferla heldur væri aðgerða þörf. „Við viljum sýna samstöðu með þolendum og minna á að við ætlum að fylgjast með hvað gerist næst,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins.Vísir/Egill Nú er formaður og stjórn stigin til hliðar og framkvæmdastjóri farinn í leyfi. Er þetta nóg? „Þetta er náttúrulega ekkert nóg. Það hlakkar ekkert í okkur, alls ekki, en það þarf að breyta til og það er skref í rétta átt að byrja með alveg hreinan skjöld. Mér fannst rosalega sterkt að sjá frétt um rafíþróttir og Overwatch-leikinn, það var ekkert flókið að honum var bara vísað út.“ Þar vísar Jóhanna til þess að íslenskur keppandi var nýverið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands. Keppandinn hafði dreift nektarmyndum af öðrum keppanda sem voru teknar áður en sá varð lögráða. „Þetta þarf ekki að vera flókið. Það þarf bara að senda skýr skilaboð,“ bætir hún við. Hópurinn kallaði eftir breytingum.Vísir/Vilhelm „Við viljum bara skýra stefnu gegn kynferðisofbeldi innan KSÍ og hvernig þau ætla að framfylgja henni,“ segir Helga Benediktsdóttir, meðlimur í hópnum Öfgar. Klara Rakel Gretarsdóttir í Öfgum kallar sömuleiðis eftir skýru ferli varðandi það hvernig tekið er á slíkum tilkynningum. „Að því sé ekki pakkað niður í skúffu. Ef það koma upp brot að þau verði líka tilkynnt til lögreglu og það sé ekki bara lokað mál innan KSÍ. Þetta eru alvarleg mál og þeim ber að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir, liðsmaður Öfga. Farið er fram á afsögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Laugardalsvöllur Kynferðisofbeldi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Forsvarsmenn hópanna sendu skýr skilaboð í aðdraganda landsleiks Íslands gegn því rúmenska um að nú yrði KSÍ að setja skýra stefnu í viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi. Ekki væri nóg að stofna nefndir eða skapa ferla heldur væri aðgerða þörf. „Við viljum sýna samstöðu með þolendum og minna á að við ætlum að fylgjast með hvað gerist næst,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins.Vísir/Egill Nú er formaður og stjórn stigin til hliðar og framkvæmdastjóri farinn í leyfi. Er þetta nóg? „Þetta er náttúrulega ekkert nóg. Það hlakkar ekkert í okkur, alls ekki, en það þarf að breyta til og það er skref í rétta átt að byrja með alveg hreinan skjöld. Mér fannst rosalega sterkt að sjá frétt um rafíþróttir og Overwatch-leikinn, það var ekkert flókið að honum var bara vísað út.“ Þar vísar Jóhanna til þess að íslenskur keppandi var nýverið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands. Keppandinn hafði dreift nektarmyndum af öðrum keppanda sem voru teknar áður en sá varð lögráða. „Þetta þarf ekki að vera flókið. Það þarf bara að senda skýr skilaboð,“ bætir hún við. Hópurinn kallaði eftir breytingum.Vísir/Vilhelm „Við viljum bara skýra stefnu gegn kynferðisofbeldi innan KSÍ og hvernig þau ætla að framfylgja henni,“ segir Helga Benediktsdóttir, meðlimur í hópnum Öfgar. Klara Rakel Gretarsdóttir í Öfgum kallar sömuleiðis eftir skýru ferli varðandi það hvernig tekið er á slíkum tilkynningum. „Að því sé ekki pakkað niður í skúffu. Ef það koma upp brot að þau verði líka tilkynnt til lögreglu og það sé ekki bara lokað mál innan KSÍ. Þetta eru alvarleg mál og þeim ber að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir, liðsmaður Öfga. Farið er fram á afsögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Laugardalsvöllur Kynferðisofbeldi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira