Skoðun

Ís­lands­metið í að skíta upp á bak!

Björn Steinbekk skrifar

Að eiga Íslandsmet er eftirsóknarvert og krefst þess að fólk leggi á sig mikla vinnu og fórnir til að ná markmiði sínu. Að vera afrekskona eða maður er að taka ábyrgð á eigin lífi og sýna aga, að skara fram úr.

Síðan er það Íslandsmetið sem engin sækist eftir að eiga og það er Íslandsmetið í að skíta upp á bak. Til að ná því meti þarf ekki neina sérstaka æfingu né hæfileika og getur í raun hver sem er reynt við þetta Íslandsmet og þá algjörlega á eigin forsendum.

Hafandi krækt mér í Íslandsmetið í að skíta upp á bak árið 2016, skömmu eftir að Sigmundur Davíð kannaðist ekki við Wintris hef ég iðulega verið boðinn og búinn til að ráðleggja þeim sem hirtu þetta met af mér og fleirum, um hvað eigi að gera þegar allt er komið í brókina og upp á bak en merkilegt nokkuð er aldrei hringt og þegar ég hef boðið fram aðstoð svarar engin. Þess vegna langar mig að deila mínum lærdóm sem var dýru verði keyptur.

Fyrir það fyrsta, ekki ljúga. Út með skítinn strax því ef það er byrjað að gramsa í þínum (einka)málum þá mun eitthvað koma upp sem þú hefðir vilja koma frá þér, svona eftir á að hyggja.

Taktu ábyrgð og ekki kenna öðrum um. Ef þetta var á þinni vakt þá er það þín ábyrgð. Gott dæmi er um framkvæmdastjóra Perlunnar sem kom í fjölmiðla korteri eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í sumar og sagði að engin nema hann bæri ábyrgð. Slæm dæmi er Miðflokkurinn og Sigmundur Davíð á barnum. Brúnegg og Sigríður Andersen. Ingó og Villi Vill.

Þú ert ekki ómissandi. Sýndu auðmýkt. Vertu hluti af lausninni, ekki vandanum því í raun er öllum sama um vandan á þessum tímapunkti. Fólk vill bara lausnir, niðurstöðu og meðan þú ert ekki hluti af lausninni ertu, út á við, bara að hugsa um sjálfan þig og vandamálið stækkar hratt samanber stjórn KSÍ og Klara.

Ekki væla. Það vill engin heyra hvað þú eða þitt fólk á bágt út af því þú tókst ranga ákvörðun. Samúð er munaðarvara í miðjum storminum og þú ert síðastur á biðlistanum.

Ekki lesa kommentakerfin því þau eru oftast yfirfull af fólki sem hefur aldrei þurft eða viljað bera af, bera ábyrgð né haft til þess hæfileika því flest okkar sem höfum átt Íslandsmet í að gera upp á bak fórum oftast af stað í góðum tilgangi og oft með göfug markmið en shit happens.

Höfundur flýgur stundum drónum og vinnur við markaðsmál.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×