Harmar það að Kolbeinn saki hana um lygar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 16:55 Þórhildur segist harma yfirlýsingu Kolbeins Sigþórssonar. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist harma það að Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, saki hana um lygar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu. Þórhildur Gyða kom fram í viðtali hjá RÚV í síðustu viku þar sem hún greindi frá því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af landsliðsmanni í fótbolta haustið 2017. Þórhildur greindi þar frá að hún hafi náð sátt við fótboltamanninn, sem hafi greitt henni miskabætur. Hún steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði í Kastljósi að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð KSÍ, sem henni hafi misboðið, þar sem Guðni hafði verið í samskiptum við foreldra hennar vegna ofbeldismálsins sem hún hafði kært til lögreglu. Þórhildur nafngreindi Kolbein ekki en hann var nafngreindur í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, sem hafði áreiðanlegar heimildir fyrir að um hann væri að ræða. Í kjölfar alls þessa var það tilkynnt að Kolbeinn yrði ekki í liðinu sem mætti Rúmeníu í landsleik á morgun. „Ég hef aldrei nafngreint manninn og steig ekki fram til að ráðast á hann persónulega. Þess vegna harma ég að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga. Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Segir greiðsluna til Stígamóta ekki hugmynd Kolbeins Kolbeinn sagði í yfirlýsingu sinni að hann hafi ekki kannast við að hafa beitt Þórhildi, og vinkonu hennar, ofbeldi eða áreitt þær umrætt kvöld í september 2017. Hann hafi hins vegar gengist við því að hegðun hans hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Ég vil líka taka það fram að þessi greiðsla til Stígamóta var ekki hans hugmynd,“ segir Þórhildur en í yfirlýsingunni tekur Kolbeinn það fram að hann hafi greitt þrjár milljónir króna til Stígamóta eftir að hann komst að samkomulagi við Þórhildi og vinkonu hennar. „Það var okkar hugmynd, þar sem ég sjálf hef verið mjög lengi á Stígamótum og kann að meta þeirra starf. Okkur fannst að hann þyrfti að borga til baka til samfélagsins vegna þess hvernig hann hegðaði sér og út af þessari árás á okkur,“ segir Þórhildur. „Það pirrar mig að hann ætli að eigna sér þá greiðslu, þegar það var ekki hans hugmynd.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Þórhildur Gyða kom fram í viðtali hjá RÚV í síðustu viku þar sem hún greindi frá því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af landsliðsmanni í fótbolta haustið 2017. Þórhildur greindi þar frá að hún hafi náð sátt við fótboltamanninn, sem hafi greitt henni miskabætur. Hún steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði í Kastljósi að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð KSÍ, sem henni hafi misboðið, þar sem Guðni hafði verið í samskiptum við foreldra hennar vegna ofbeldismálsins sem hún hafði kært til lögreglu. Þórhildur nafngreindi Kolbein ekki en hann var nafngreindur í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, sem hafði áreiðanlegar heimildir fyrir að um hann væri að ræða. Í kjölfar alls þessa var það tilkynnt að Kolbeinn yrði ekki í liðinu sem mætti Rúmeníu í landsleik á morgun. „Ég hef aldrei nafngreint manninn og steig ekki fram til að ráðast á hann persónulega. Þess vegna harma ég að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga. Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Segir greiðsluna til Stígamóta ekki hugmynd Kolbeins Kolbeinn sagði í yfirlýsingu sinni að hann hafi ekki kannast við að hafa beitt Þórhildi, og vinkonu hennar, ofbeldi eða áreitt þær umrætt kvöld í september 2017. Hann hafi hins vegar gengist við því að hegðun hans hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Ég vil líka taka það fram að þessi greiðsla til Stígamóta var ekki hans hugmynd,“ segir Þórhildur en í yfirlýsingunni tekur Kolbeinn það fram að hann hafi greitt þrjár milljónir króna til Stígamóta eftir að hann komst að samkomulagi við Þórhildi og vinkonu hennar. „Það var okkar hugmynd, þar sem ég sjálf hef verið mjög lengi á Stígamótum og kann að meta þeirra starf. Okkur fannst að hann þyrfti að borga til baka til samfélagsins vegna þess hvernig hann hegðaði sér og út af þessari árás á okkur,“ segir Þórhildur. „Það pirrar mig að hann ætli að eigna sér þá greiðslu, þegar það var ekki hans hugmynd.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira