Harmar það að Kolbeinn saki hana um lygar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 16:55 Þórhildur segist harma yfirlýsingu Kolbeins Sigþórssonar. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist harma það að Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, saki hana um lygar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu. Þórhildur Gyða kom fram í viðtali hjá RÚV í síðustu viku þar sem hún greindi frá því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af landsliðsmanni í fótbolta haustið 2017. Þórhildur greindi þar frá að hún hafi náð sátt við fótboltamanninn, sem hafi greitt henni miskabætur. Hún steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði í Kastljósi að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð KSÍ, sem henni hafi misboðið, þar sem Guðni hafði verið í samskiptum við foreldra hennar vegna ofbeldismálsins sem hún hafði kært til lögreglu. Þórhildur nafngreindi Kolbein ekki en hann var nafngreindur í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, sem hafði áreiðanlegar heimildir fyrir að um hann væri að ræða. Í kjölfar alls þessa var það tilkynnt að Kolbeinn yrði ekki í liðinu sem mætti Rúmeníu í landsleik á morgun. „Ég hef aldrei nafngreint manninn og steig ekki fram til að ráðast á hann persónulega. Þess vegna harma ég að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga. Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Segir greiðsluna til Stígamóta ekki hugmynd Kolbeins Kolbeinn sagði í yfirlýsingu sinni að hann hafi ekki kannast við að hafa beitt Þórhildi, og vinkonu hennar, ofbeldi eða áreitt þær umrætt kvöld í september 2017. Hann hafi hins vegar gengist við því að hegðun hans hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Ég vil líka taka það fram að þessi greiðsla til Stígamóta var ekki hans hugmynd,“ segir Þórhildur en í yfirlýsingunni tekur Kolbeinn það fram að hann hafi greitt þrjár milljónir króna til Stígamóta eftir að hann komst að samkomulagi við Þórhildi og vinkonu hennar. „Það var okkar hugmynd, þar sem ég sjálf hef verið mjög lengi á Stígamótum og kann að meta þeirra starf. Okkur fannst að hann þyrfti að borga til baka til samfélagsins vegna þess hvernig hann hegðaði sér og út af þessari árás á okkur,“ segir Þórhildur. „Það pirrar mig að hann ætli að eigna sér þá greiðslu, þegar það var ekki hans hugmynd.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þórhildur Gyða kom fram í viðtali hjá RÚV í síðustu viku þar sem hún greindi frá því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af landsliðsmanni í fótbolta haustið 2017. Þórhildur greindi þar frá að hún hafi náð sátt við fótboltamanninn, sem hafi greitt henni miskabætur. Hún steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði í Kastljósi að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð KSÍ, sem henni hafi misboðið, þar sem Guðni hafði verið í samskiptum við foreldra hennar vegna ofbeldismálsins sem hún hafði kært til lögreglu. Þórhildur nafngreindi Kolbein ekki en hann var nafngreindur í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, sem hafði áreiðanlegar heimildir fyrir að um hann væri að ræða. Í kjölfar alls þessa var það tilkynnt að Kolbeinn yrði ekki í liðinu sem mætti Rúmeníu í landsleik á morgun. „Ég hef aldrei nafngreint manninn og steig ekki fram til að ráðast á hann persónulega. Þess vegna harma ég að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga. Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Segir greiðsluna til Stígamóta ekki hugmynd Kolbeins Kolbeinn sagði í yfirlýsingu sinni að hann hafi ekki kannast við að hafa beitt Þórhildi, og vinkonu hennar, ofbeldi eða áreitt þær umrætt kvöld í september 2017. Hann hafi hins vegar gengist við því að hegðun hans hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Ég vil líka taka það fram að þessi greiðsla til Stígamóta var ekki hans hugmynd,“ segir Þórhildur en í yfirlýsingunni tekur Kolbeinn það fram að hann hafi greitt þrjár milljónir króna til Stígamóta eftir að hann komst að samkomulagi við Þórhildi og vinkonu hennar. „Það var okkar hugmynd, þar sem ég sjálf hef verið mjög lengi á Stígamótum og kann að meta þeirra starf. Okkur fannst að hann þyrfti að borga til baka til samfélagsins vegna þess hvernig hann hegðaði sér og út af þessari árás á okkur,“ segir Þórhildur. „Það pirrar mig að hann ætli að eigna sér þá greiðslu, þegar það var ekki hans hugmynd.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira