Þórhildur Sunna telur Katrínu skreytta stolnum fjöðrum í baráttu gegn kynferðisbrotum Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2021 16:35 Þórhildi Sunnu þykir það skjóta skökku við, í ljósi verka Katrínar, að henni sé hampað sem hetju í baráttu gegn kynferðisofbeldi. vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, bera sína ábyrgð þegar kynferðisbrot eru annars vegar. Þetta segir hún í harðorðum pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Hún rekur að fyrir fjórum árum hafi verið viðhöfð þöggun um þátt föður Bjarna Benediktssonar nú fjármálaráðherra þá forsætisráðherra í að barnaníðingur hlaut uppreist æru. „Meðvirknin gagnvart orðspori Bjarna var þess valdandi að upplýsingum var haldið frá þolendum níðinganna sem þó áttu rétt á þeim samkvæmt lögum. Þolendur voru sakaðir um að vilja bara „berja á mönnum“ og þeim var sagt að það væru til verri brot gegn börnum en þau sem þær urðu fyrir.“ Þórhildur Sunna rekur það að #MeToo, #Höfumhátt og uppreist æra hafi verið á allra vörum en Bjarni hafi síðar varið milljónum úr ríkissjóði til þess að borga alþjóðlegum spindoktorum olíufyrirtækjanna (Burson Marsteller) til þess að gera lítið úr baráttu kvennanna fyrir réttlæti í heimspressunni, eins og Þórhildur orðar það. „Spáið í þessu! Hann notaði skattpeningana okkar til þess að fara í rándýra auglýsingaherferð gegn réttlætisbaráttu þolenda!“ Að þessu sögðu beinir Þórhildur Sunna spjótum sínum að Katrínu Jakobsdóttur og ábyrgð hennar sem að mati þingmannsins er ærin: „Nokkrum mánuðum síðar var Katrín Jakobsdóttir, konan sem nú er hrósað fyrir að hafa verið sú eina sem minntist á jafnréttismálin í kappræðum rúv í gær, komin í ríkisstjórn með manninum sem bar ábyrgð á þögguninni um uppreist æru barnaníðinga.“ Þetta þykir Þórhildi Sunnu skjóta skökku við því það skipti máli hver stjórnar. „Það skiptir máli að hún leiddi konuna sem leyndi upplýsingum frá þolendum til þess að vernda æru flokksbróður síns aftur til valda í dómsmálaráðuneytið. Það skiptir máli að hún færði Bjarna, manninum sem tók fullan þàtt í þögguninni, fjàrmálaráðuneytið,“ segir Þórhildur Sunna og klikkir út með: „Aðgerðir segja meira en þúsund orð.“ KSÍ Alþingi Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Uppreist æru Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Þetta segir hún í harðorðum pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Hún rekur að fyrir fjórum árum hafi verið viðhöfð þöggun um þátt föður Bjarna Benediktssonar nú fjármálaráðherra þá forsætisráðherra í að barnaníðingur hlaut uppreist æru. „Meðvirknin gagnvart orðspori Bjarna var þess valdandi að upplýsingum var haldið frá þolendum níðinganna sem þó áttu rétt á þeim samkvæmt lögum. Þolendur voru sakaðir um að vilja bara „berja á mönnum“ og þeim var sagt að það væru til verri brot gegn börnum en þau sem þær urðu fyrir.“ Þórhildur Sunna rekur það að #MeToo, #Höfumhátt og uppreist æra hafi verið á allra vörum en Bjarni hafi síðar varið milljónum úr ríkissjóði til þess að borga alþjóðlegum spindoktorum olíufyrirtækjanna (Burson Marsteller) til þess að gera lítið úr baráttu kvennanna fyrir réttlæti í heimspressunni, eins og Þórhildur orðar það. „Spáið í þessu! Hann notaði skattpeningana okkar til þess að fara í rándýra auglýsingaherferð gegn réttlætisbaráttu þolenda!“ Að þessu sögðu beinir Þórhildur Sunna spjótum sínum að Katrínu Jakobsdóttur og ábyrgð hennar sem að mati þingmannsins er ærin: „Nokkrum mánuðum síðar var Katrín Jakobsdóttir, konan sem nú er hrósað fyrir að hafa verið sú eina sem minntist á jafnréttismálin í kappræðum rúv í gær, komin í ríkisstjórn með manninum sem bar ábyrgð á þögguninni um uppreist æru barnaníðinga.“ Þetta þykir Þórhildi Sunnu skjóta skökku við því það skipti máli hver stjórnar. „Það skiptir máli að hún leiddi konuna sem leyndi upplýsingum frá þolendum til þess að vernda æru flokksbróður síns aftur til valda í dómsmálaráðuneytið. Það skiptir máli að hún færði Bjarna, manninum sem tók fullan þàtt í þögguninni, fjàrmálaráðuneytið,“ segir Þórhildur Sunna og klikkir út með: „Aðgerðir segja meira en þúsund orð.“
KSÍ Alþingi Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Uppreist æru Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26