Håland enn í áformum Man United þrátt fyrir komu Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 14:01 Manchester United vill fá Erling Braut Håland í sínar raðir næsta sumar. Alex Gottschalk/Getty Images Endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United hefur ekki breytt áformum félagsins varðandi kaup á Erling Braut Håland sumarið 2022. Þrátt fyrir að Man United hafi nokkuð óvænt sótt Cristiano Ronaldo undir lok félagaskiptagluggans frá Juventus breytir því ekki að Erling Braut Håland er enn aðalskotmark liðsins næsta sumar samkvæmt heimildum íþróttamiðilsins ESPN. Næsta sumar verður Håland fyrir „litlar“ 75 milljónir evra vegna klásúlu í samningi hans við Borussia Dortmund. Talið er að Manchester-liðin, Real Madríd, Bayern München og París Saint-Germain muni öll bjóða í leikmanninn. Heimildir ESPN herma einnig að kaupin á Ronaldo breyti áformum félagsins ekki þó svo að Ronaldo hafi ekki verið í sumaráætlunum Man Utd. Portúgalinn kostar félagið 15 milljónir evra og svo átta til viðbótar á næstu fimm árum. Þó ekki sé að ræða um háa fjárhæð miðað við hvað leikmenn kosta í dag þá verður Ronaldo launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar jafnvel þó að hann hafi tekið á sig launalækkun ef miðað er við launin sem hann var með hjá Juventus. Þó svo að Ronaldo verði að öllum líkindum nær eingöngu notaður sem fremsti maður þá stefnir Solskjær enn á að fá landa sinn Håland á Old Trafford. Hann var nálægt því þegar hann fór til Dortmund frá FC Salzburg. Samband þeirra tveggja ku enn vera nokkuð gott. Solskjær þjálfaði Håland hjá Molde á sínum tíma og er talið að það skipti sköpum í viðræðum Man Utd við leikmanninn og umboðsmann hans, Mino Raiola. Signing Cristiano Ronaldo hasn't altered Man Utd's determination, or ability, to win the race for Erling Haaland next summer https://t.co/eMCnj7urw2— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 1, 2021 Eins undarlegt og sumarið hefur verið er varðar félagaskipti gæti vel við að sumarið 2022 verði engu síðra. Þá má reikna með að Kylian Mbappé fari frítt til Real Madríd, Paul Pogba rennur út á samningi hjá Man Utd og öll stórlið Evrópu munu reyna sannfæra Håland um að ganga í sínar raðir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00 Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. 31. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Þrátt fyrir að Man United hafi nokkuð óvænt sótt Cristiano Ronaldo undir lok félagaskiptagluggans frá Juventus breytir því ekki að Erling Braut Håland er enn aðalskotmark liðsins næsta sumar samkvæmt heimildum íþróttamiðilsins ESPN. Næsta sumar verður Håland fyrir „litlar“ 75 milljónir evra vegna klásúlu í samningi hans við Borussia Dortmund. Talið er að Manchester-liðin, Real Madríd, Bayern München og París Saint-Germain muni öll bjóða í leikmanninn. Heimildir ESPN herma einnig að kaupin á Ronaldo breyti áformum félagsins ekki þó svo að Ronaldo hafi ekki verið í sumaráætlunum Man Utd. Portúgalinn kostar félagið 15 milljónir evra og svo átta til viðbótar á næstu fimm árum. Þó ekki sé að ræða um háa fjárhæð miðað við hvað leikmenn kosta í dag þá verður Ronaldo launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar jafnvel þó að hann hafi tekið á sig launalækkun ef miðað er við launin sem hann var með hjá Juventus. Þó svo að Ronaldo verði að öllum líkindum nær eingöngu notaður sem fremsti maður þá stefnir Solskjær enn á að fá landa sinn Håland á Old Trafford. Hann var nálægt því þegar hann fór til Dortmund frá FC Salzburg. Samband þeirra tveggja ku enn vera nokkuð gott. Solskjær þjálfaði Håland hjá Molde á sínum tíma og er talið að það skipti sköpum í viðræðum Man Utd við leikmanninn og umboðsmann hans, Mino Raiola. Signing Cristiano Ronaldo hasn't altered Man Utd's determination, or ability, to win the race for Erling Haaland next summer https://t.co/eMCnj7urw2— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 1, 2021 Eins undarlegt og sumarið hefur verið er varðar félagaskipti gæti vel við að sumarið 2022 verði engu síðra. Þá má reikna með að Kylian Mbappé fari frítt til Real Madríd, Paul Pogba rennur út á samningi hjá Man Utd og öll stórlið Evrópu munu reyna sannfæra Håland um að ganga í sínar raðir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00 Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. 31. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00
Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. 31. ágúst 2021 12:02