Byggðasamlög og svarthol upplýsinganna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 1. september 2021 11:30 Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem þau reka, þar á meðal Sorpu. Ég hef allt þetta kjörtímabil lagt mig fram um að setja mig inn í það svarthol sem t.d. byggðasamlagið Sorpa virðist vera. Um Sorpu hefur mikið verið fjallað þar sem milljarða framkvæmd GAJA rauk upp í enn fleiri milljarða. Nú blasir við að enn og aftur þarf að sækja a.m.k.milljarð til sveitarfélaganna í formi stofnfjár og til íbúa með hækkaðri gjaldskrá. Hvar liggur ákvörðunartakan? Nú liggur fyrir ákvörðun um útflutning á brennanlegu sorpi. Þessi ákvörðun er reyndar alls ekki ný. Kjörnir fulltrúar hafa hins vegar nýverið frétt af henni, enda ógagnsæi í upplýsingagjöf regla hjá þeim sem um taumana halda. Bæjarstjóri Garðabæjar virðist raunar ekki viss um að þessi ákvörðun hafi yfir höfuð verið tekin. Það er satt best að segja skiljanlegt, því hvergi í fundargerðum stjórnar Sorpu né eigenda vettvangsins finnst staðfesting á henni. Stýrir þó þessi sami bæjarstjóri þar för. En eitthvað hefur samt orðið til þess að fylgja á þessari óskráðu, jafnvel óteknu, ákvörðun eftir með útboði sem lítur dagsins ljós nú í vikunni. Þetta hef ég gagnrýnt sem bæjarfulltrúi og fengið harða gagnrýni bæjarstjóra fyrir. Því allt liggur þetta víst ljóst fyrir, þótt enginn viti nákvæmlega hvar. Ábyrgð kjörinna fulltrúa Vinnubrögð sem þessi ganga gegn þeim rétti kjörinna fulltrúa að vera upplýstir um einstök mál. Allar ákvarðanir byggðasamlaga sveitarfélaganna eru að lokum bornar undir samþykki í bæjarstjórnum. Hvernig eiga kjörnir fulltrúar að taka upplýsta afstöðu um þær ákvarðanir, þegar allt ferlið er hulið þoku? Slík pólitík er vond pólitík og kominn tími á breytingar. Viðreisn lagði á sínum tíma fram tillögu á ársfundi Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um að aðkoma bæjarfulltrúa væri tryggð við stefnumótun byggðasamlaganna. Nú er það loks að verða að veruleika. Ég hlakka til að taka þátt í að varða leiðir samlaganna til aukins gagnsæis og lýðræðislegri vinnubragða. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Garðabær Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem þau reka, þar á meðal Sorpu. Ég hef allt þetta kjörtímabil lagt mig fram um að setja mig inn í það svarthol sem t.d. byggðasamlagið Sorpa virðist vera. Um Sorpu hefur mikið verið fjallað þar sem milljarða framkvæmd GAJA rauk upp í enn fleiri milljarða. Nú blasir við að enn og aftur þarf að sækja a.m.k.milljarð til sveitarfélaganna í formi stofnfjár og til íbúa með hækkaðri gjaldskrá. Hvar liggur ákvörðunartakan? Nú liggur fyrir ákvörðun um útflutning á brennanlegu sorpi. Þessi ákvörðun er reyndar alls ekki ný. Kjörnir fulltrúar hafa hins vegar nýverið frétt af henni, enda ógagnsæi í upplýsingagjöf regla hjá þeim sem um taumana halda. Bæjarstjóri Garðabæjar virðist raunar ekki viss um að þessi ákvörðun hafi yfir höfuð verið tekin. Það er satt best að segja skiljanlegt, því hvergi í fundargerðum stjórnar Sorpu né eigenda vettvangsins finnst staðfesting á henni. Stýrir þó þessi sami bæjarstjóri þar för. En eitthvað hefur samt orðið til þess að fylgja á þessari óskráðu, jafnvel óteknu, ákvörðun eftir með útboði sem lítur dagsins ljós nú í vikunni. Þetta hef ég gagnrýnt sem bæjarfulltrúi og fengið harða gagnrýni bæjarstjóra fyrir. Því allt liggur þetta víst ljóst fyrir, þótt enginn viti nákvæmlega hvar. Ábyrgð kjörinna fulltrúa Vinnubrögð sem þessi ganga gegn þeim rétti kjörinna fulltrúa að vera upplýstir um einstök mál. Allar ákvarðanir byggðasamlaga sveitarfélaganna eru að lokum bornar undir samþykki í bæjarstjórnum. Hvernig eiga kjörnir fulltrúar að taka upplýsta afstöðu um þær ákvarðanir, þegar allt ferlið er hulið þoku? Slík pólitík er vond pólitík og kominn tími á breytingar. Viðreisn lagði á sínum tíma fram tillögu á ársfundi Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um að aðkoma bæjarfulltrúa væri tryggð við stefnumótun byggðasamlaganna. Nú er það loks að verða að veruleika. Ég hlakka til að taka þátt í að varða leiðir samlaganna til aukins gagnsæis og lýðræðislegri vinnubragða. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar