Byggðasamlög og svarthol upplýsinganna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 1. september 2021 11:30 Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem þau reka, þar á meðal Sorpu. Ég hef allt þetta kjörtímabil lagt mig fram um að setja mig inn í það svarthol sem t.d. byggðasamlagið Sorpa virðist vera. Um Sorpu hefur mikið verið fjallað þar sem milljarða framkvæmd GAJA rauk upp í enn fleiri milljarða. Nú blasir við að enn og aftur þarf að sækja a.m.k.milljarð til sveitarfélaganna í formi stofnfjár og til íbúa með hækkaðri gjaldskrá. Hvar liggur ákvörðunartakan? Nú liggur fyrir ákvörðun um útflutning á brennanlegu sorpi. Þessi ákvörðun er reyndar alls ekki ný. Kjörnir fulltrúar hafa hins vegar nýverið frétt af henni, enda ógagnsæi í upplýsingagjöf regla hjá þeim sem um taumana halda. Bæjarstjóri Garðabæjar virðist raunar ekki viss um að þessi ákvörðun hafi yfir höfuð verið tekin. Það er satt best að segja skiljanlegt, því hvergi í fundargerðum stjórnar Sorpu né eigenda vettvangsins finnst staðfesting á henni. Stýrir þó þessi sami bæjarstjóri þar för. En eitthvað hefur samt orðið til þess að fylgja á þessari óskráðu, jafnvel óteknu, ákvörðun eftir með útboði sem lítur dagsins ljós nú í vikunni. Þetta hef ég gagnrýnt sem bæjarfulltrúi og fengið harða gagnrýni bæjarstjóra fyrir. Því allt liggur þetta víst ljóst fyrir, þótt enginn viti nákvæmlega hvar. Ábyrgð kjörinna fulltrúa Vinnubrögð sem þessi ganga gegn þeim rétti kjörinna fulltrúa að vera upplýstir um einstök mál. Allar ákvarðanir byggðasamlaga sveitarfélaganna eru að lokum bornar undir samþykki í bæjarstjórnum. Hvernig eiga kjörnir fulltrúar að taka upplýsta afstöðu um þær ákvarðanir, þegar allt ferlið er hulið þoku? Slík pólitík er vond pólitík og kominn tími á breytingar. Viðreisn lagði á sínum tíma fram tillögu á ársfundi Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um að aðkoma bæjarfulltrúa væri tryggð við stefnumótun byggðasamlaganna. Nú er það loks að verða að veruleika. Ég hlakka til að taka þátt í að varða leiðir samlaganna til aukins gagnsæis og lýðræðislegri vinnubragða. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Garðabær Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem þau reka, þar á meðal Sorpu. Ég hef allt þetta kjörtímabil lagt mig fram um að setja mig inn í það svarthol sem t.d. byggðasamlagið Sorpa virðist vera. Um Sorpu hefur mikið verið fjallað þar sem milljarða framkvæmd GAJA rauk upp í enn fleiri milljarða. Nú blasir við að enn og aftur þarf að sækja a.m.k.milljarð til sveitarfélaganna í formi stofnfjár og til íbúa með hækkaðri gjaldskrá. Hvar liggur ákvörðunartakan? Nú liggur fyrir ákvörðun um útflutning á brennanlegu sorpi. Þessi ákvörðun er reyndar alls ekki ný. Kjörnir fulltrúar hafa hins vegar nýverið frétt af henni, enda ógagnsæi í upplýsingagjöf regla hjá þeim sem um taumana halda. Bæjarstjóri Garðabæjar virðist raunar ekki viss um að þessi ákvörðun hafi yfir höfuð verið tekin. Það er satt best að segja skiljanlegt, því hvergi í fundargerðum stjórnar Sorpu né eigenda vettvangsins finnst staðfesting á henni. Stýrir þó þessi sami bæjarstjóri þar för. En eitthvað hefur samt orðið til þess að fylgja á þessari óskráðu, jafnvel óteknu, ákvörðun eftir með útboði sem lítur dagsins ljós nú í vikunni. Þetta hef ég gagnrýnt sem bæjarfulltrúi og fengið harða gagnrýni bæjarstjóra fyrir. Því allt liggur þetta víst ljóst fyrir, þótt enginn viti nákvæmlega hvar. Ábyrgð kjörinna fulltrúa Vinnubrögð sem þessi ganga gegn þeim rétti kjörinna fulltrúa að vera upplýstir um einstök mál. Allar ákvarðanir byggðasamlaga sveitarfélaganna eru að lokum bornar undir samþykki í bæjarstjórnum. Hvernig eiga kjörnir fulltrúar að taka upplýsta afstöðu um þær ákvarðanir, þegar allt ferlið er hulið þoku? Slík pólitík er vond pólitík og kominn tími á breytingar. Viðreisn lagði á sínum tíma fram tillögu á ársfundi Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um að aðkoma bæjarfulltrúa væri tryggð við stefnumótun byggðasamlaganna. Nú er það loks að verða að veruleika. Ég hlakka til að taka þátt í að varða leiðir samlaganna til aukins gagnsæis og lýðræðislegri vinnubragða. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun