Mikael var á mála hjá Midtjylland – sem leikur í sömu deild og AGF – en vildi yfirgefa félagið í leit að fleiri mínútum inn á vellinum. AGF hafði lengi verið mjög áhugasamt en svo virtist sem Midtjylland hafi ekki viljað selja Mikael til liðs í sömu deild.
En god nyhed til natteravnene Vi kan nemlig se frem til at byde Mikael Anderson velkommen tilbage til AGF Mere her Og i morgen #ksdh https://t.co/DmO0AsG5F6
— AGF (@AGFFodbold) August 31, 2021
Samkvæmt frétt Fótbolta.net náðu félögin loks saman seint í gærkvöldi. Talið er að AGF borgi rúmar 15 milljónir danskra króna fyrir leikmanninn eða rúmlega 300 milljónir íslenskra króna.
AGF hefur farið illa af stað í dönsku úrvalsdeildinni og er sem stendur í næstneðsta sæti hennar með þrjú stig að loknum sjö umferðum.
Hinn 23 ára gamli sóknarþenkjandi miðjumaður þekkir vel til hjá AGF eftir að hafa verið þar á sínum yngri árum. Jón Dagur Þorsteinsson, samherji Mikaels hjá íslenska landsliðinu, spilar með AGF í dag en hefur verið orðaður við lið í Frakklandi að undanförnu. Ekkert varð þó úr þeim vistaskiptum.
Okay #ksdh #sldk #velkommen https://t.co/ULolsqBrWZ pic.twitter.com/0fd2MBb1AC
— AGF (@AGFFodbold) August 31, 2021
Mikael er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi á Laugardalsvelli á næstu dögum.