Lífið

Lögmaður Spears sakar föður hennar um fjárkúgun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Britney Spears var svipt forræði árið 2008 og hefur nú barist fyrir því í meira en ár að losna undan stjórn föður síns.
Britney Spears var svipt forræði árið 2008 og hefur nú barist fyrir því í meira en ár að losna undan stjórn föður síns. Getty/Frazer Harrison

Lögmaður Britney Spears segir að faðir hennar ætti að stíga umsvifalaust til hliðar sem forráðamaður söngkonunnar og sakar hann um fjárkúgun.

Mathew Rosengart segir Jamie Spears freista þess að skilyrða afsögn sína því að bú Britney greiði þann kostnað sem fallið hefur til við rekstur málsins fyrir dómstólum, það er fyrir vinnu lögmanna og ráðgjafa Jamie.

Kostnaðurinn er sagður nema 2 milljónum dala.

Samkvæmt ákvæðum forræðissamkomulagsins ber búinu að greiða allan kostnað sem fellur til vegna umsjá þess. Rosengart segir hins vegar enga ástæðu til að fresta því að Jamie verði settur af sem forráðamaður.

Bú söngkonunnar er metið á um 60 milljónir dala en faðir hennar hefur farið með forræði yfir fjárráðum hennar frá árinu 2008. Britney hefur sakað föður sinn um grófa valdníðslu.


Tengdar fréttir

Britney Spears er þakklát fyrir kærastann

Sönkonan Britney Spears hefur síðustu ár staðið í erfiðri sjálfstæðisbaráttu. Fyrr í þessum mánuði náði hún stórum áfanga, þegar Jamie Spears faðir hennar ákvað að láta loksins af forræði yfir fjármálum hennar.

„Ég var orðin of með­vituð um líkama minn“

Tónlistarkonan Britney Spears opnaði sig um líkamsímynd sína á Instagram á dögunum. Brjóstamyndir sem hún hefur birt af sjálfri sér hafa vakið athygli aðdáenda, en hún segir myndirnar tengjast ákveðinni frelsun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.