Einbeita sér að áfangastöðum þar sem eftirspurn er sterk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2021 08:55 Icelandair áætlar 160 ferðir í viku frá Íslandi í vetur. Vísir/Vilhelm Icelandair mun fljúga til 25 áfangastaða í vetraráætlun flugfélagsins sem nær frá 1. október til 31. mars. Félagið gerir hlé á flugi áfangastaða á borð við Helsinki og Glasgow þar sem eftirspurn hefur ekki náð sér á strik. Með þessu hyggst félagið einbeita sér að því að fljúga til áfangastaða þar sem eftirspurn er sterk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Icelandair um vetraráætlunina. Eftirspurn eftir flugi aðeins minni en reiknað var með Alls flýgur Icelandair til 23 áfangastaða frá Keflavíkuflugvelli, fimmtán í Evrópu og átta í Norður-Ameríku. Við þetta bætast tveir áfangastaðir í Grænlandi en flogið er frá Reykjavíkurflugvelli þangað. Alls er stefnt á um 160 ferðir í viku frá Íslandi í vetur. „Staða heimsfaraldursins gerir það að verkum að eftirspurn eftir flugi er lítið eitt minni en gert var ráð fyrir þegar uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair Group var kynnt. Þá gerði félagið ráð fyrir að flugframboð í vetraráætlun 2021-2022 gæti náð um það bil 70-80% af framboði sama tímabils árið 2019, síðasta heila rekstrarárs fyrir heimsfaraldur,“ að því er segir í fréttatilkynningunni. Nú reiknar félagið með að framboðið frá október til desember verði 65 prósent af framboði sömu mánaða árið 2019 og í janúar til mars á næsta ári verði hlutfallið 75 prósent. Framboðið í ágúst var fimmtíu prósent af framboðinu í ágúst 2019. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill „Með þessum breytingum vill Icelandair einbeita sér að því að halda uppi öflugri áætlun á áfangastaði með sterka eftirspurn. Vetrarhlé verður gert á flugi til áfangastaða þar sem eftirspurnin hefur ekki náð sér jafn vel á strik, til að mynda Helsinki, Glasgow, London Gatwick, Minneapolis og Portland. Haft verður samband við þá farþega sem eiga bókað flug á þessa staði og þeim boðnar aðrar leiðir til að komast á áfangastað.“ Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að félagið muni nýta sér sveigjanleika félagsins til þess að aðlaga vetraráætlunina að þörfum hverju sinni. „Við höfum verið í stöðugri uppbyggingu og aukið flugið jafnt og þétt undanfarnar vikur og höldum ótrauð áfram á þeirri vegferð, þó við þurfum nú að draga örlítið úr í takt við breytingar á eftirspurn,„ er haft eftir Boga Nils í tilkynningunni. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. 29. ágúst 2021 06:45 Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. 18. ágúst 2021 18:06 Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Með þessu hyggst félagið einbeita sér að því að fljúga til áfangastaða þar sem eftirspurn er sterk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Icelandair um vetraráætlunina. Eftirspurn eftir flugi aðeins minni en reiknað var með Alls flýgur Icelandair til 23 áfangastaða frá Keflavíkuflugvelli, fimmtán í Evrópu og átta í Norður-Ameríku. Við þetta bætast tveir áfangastaðir í Grænlandi en flogið er frá Reykjavíkurflugvelli þangað. Alls er stefnt á um 160 ferðir í viku frá Íslandi í vetur. „Staða heimsfaraldursins gerir það að verkum að eftirspurn eftir flugi er lítið eitt minni en gert var ráð fyrir þegar uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair Group var kynnt. Þá gerði félagið ráð fyrir að flugframboð í vetraráætlun 2021-2022 gæti náð um það bil 70-80% af framboði sama tímabils árið 2019, síðasta heila rekstrarárs fyrir heimsfaraldur,“ að því er segir í fréttatilkynningunni. Nú reiknar félagið með að framboðið frá október til desember verði 65 prósent af framboði sömu mánaða árið 2019 og í janúar til mars á næsta ári verði hlutfallið 75 prósent. Framboðið í ágúst var fimmtíu prósent af framboðinu í ágúst 2019. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill „Með þessum breytingum vill Icelandair einbeita sér að því að halda uppi öflugri áætlun á áfangastaði með sterka eftirspurn. Vetrarhlé verður gert á flugi til áfangastaða þar sem eftirspurnin hefur ekki náð sér jafn vel á strik, til að mynda Helsinki, Glasgow, London Gatwick, Minneapolis og Portland. Haft verður samband við þá farþega sem eiga bókað flug á þessa staði og þeim boðnar aðrar leiðir til að komast á áfangastað.“ Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að félagið muni nýta sér sveigjanleika félagsins til þess að aðlaga vetraráætlunina að þörfum hverju sinni. „Við höfum verið í stöðugri uppbyggingu og aukið flugið jafnt og þétt undanfarnar vikur og höldum ótrauð áfram á þeirri vegferð, þó við þurfum nú að draga örlítið úr í takt við breytingar á eftirspurn,„ er haft eftir Boga Nils í tilkynningunni.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. 29. ágúst 2021 06:45 Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. 18. ágúst 2021 18:06 Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. 29. ágúst 2021 06:45
Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. 18. ágúst 2021 18:06
Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52