Íslenskur keppandi í ævilangt bann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2021 21:21 Keppandinn tók þátt í stórmótinu Almenna í Overwatch. Chesnot/Getty Images Íslenskur keppandi í tölvuleiknum Overwatch hefur verið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands, RÍSÍ. Umræddur keppandi dreifði nektarmyndum öðrum keppanda, en myndirnar voru teknar áður en sá varð lögráða, sem gerir málið enn alvarlegra. Greint var frá þessu á mbl.is, en atvikið átti sér stað í byrjun stórmótsins Almenna í Overwatch. Mótið er eitt stærsta mót Íslands í leiknum. Gæðastjóri Almenna, Björgvin Gunnar Björgvinsson, segir að það hafi verið í höndum RÍSÍ að ákveða hversu langt bannið ætti að vera, enda heyrir Almenni beint undir samtökin og fylgir lögum og reglum þeirra. RÍSÍ tók þá ákvörðun að setja gerandann í ævilangt keppnisbann, sem samsvarar tíu árum í heildina. Bannið gildir um alla þáttöku í mótum og keppnum á vegum RÍSÍ. „Innan Rafíþróttasamtaka Íslands munum við alltaf taka stöðu með þolendum og við skömmumst okkar ekkert fyrir það að grípa til harðra viðurlaga þegar svona er brotið á fólki. Auðvitað er alltaf leitt þegar það koma upp svona mál en hugur okkar og stuðningur er fyrst og fremst á bak við þann einstakling sem brotið var á,“ sagði Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, í samtali við mbl.is. „Við viljum byggja upp öruggt umhverfi í rafíþróttum og partur af því að skapa umhverfi þar sem þolendur þora að stíga fram er að taka ákveðið á þeim brotum sem eru tilkynnt. Við störfum eftir skýrum ferlum, sem kalla strax á aðgerðir.“ Rafíþróttir Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti
Greint var frá þessu á mbl.is, en atvikið átti sér stað í byrjun stórmótsins Almenna í Overwatch. Mótið er eitt stærsta mót Íslands í leiknum. Gæðastjóri Almenna, Björgvin Gunnar Björgvinsson, segir að það hafi verið í höndum RÍSÍ að ákveða hversu langt bannið ætti að vera, enda heyrir Almenni beint undir samtökin og fylgir lögum og reglum þeirra. RÍSÍ tók þá ákvörðun að setja gerandann í ævilangt keppnisbann, sem samsvarar tíu árum í heildina. Bannið gildir um alla þáttöku í mótum og keppnum á vegum RÍSÍ. „Innan Rafíþróttasamtaka Íslands munum við alltaf taka stöðu með þolendum og við skömmumst okkar ekkert fyrir það að grípa til harðra viðurlaga þegar svona er brotið á fólki. Auðvitað er alltaf leitt þegar það koma upp svona mál en hugur okkar og stuðningur er fyrst og fremst á bak við þann einstakling sem brotið var á,“ sagði Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, í samtali við mbl.is. „Við viljum byggja upp öruggt umhverfi í rafíþróttum og partur af því að skapa umhverfi þar sem þolendur þora að stíga fram er að taka ákveðið á þeim brotum sem eru tilkynnt. Við störfum eftir skýrum ferlum, sem kalla strax á aðgerðir.“
Rafíþróttir Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti