Kórdrengir halda lífi í baráttunni um sæti í efstu deild Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2021 19:54 Kórdrengir halda enn í vonina um sæti í efstu deild á næsta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Kórdrengir unnu mikilvægan 4-0 heimasigur gegn föllnum Víkingum frá Ólafsvík og halda því enn í vonina um sæti í efstu deild. Á sama tíma gerðu Afturelding og Vestri 2-2 jafntefli. Pétur Bjarnason kom Vestra yfir gegn Aftureldingu eftir hálftíma leik, en Arnór Gauti Ragnarsson var búinn að jafna metin aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks, en á 65. mínútu fóru heimamenn í Aftureldingu í frábæra skyndisókn sem að Kári Steinn Hlífarsson batt endahnútinn á og kom Mosfellingum í 2-1. Pétur Bjarnason var þí ekki hættur, en hann skoraði sitt annað mark og annað mark Vestra tæpum tíu mínútum fyrir leikslok og tryggði sínum mönnum 2-2 jafntefli. Afturelding fer því í sjöunda sæti með 23 stig þegar að þrír leikir eru eftir. Vestri situr í því sjötta með 29 stig, en þeir hafa spilað einum leik minna en andstæðingar dagsins. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir gegn Víkingum frá Ólafsvík strax á sjöundu mínútu, áður en Gunnlaugur Fannar Guðmundsson tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Staðan því 2-0 eftir aðeins 15 mínútna leik, og þannig var hún líka þegar að flautað var til hálfleiks. Það var svo ekki fyrr en þegar um fimm mínútur voru til leiksloka að Kórdrengir hrukku aftur í gang. Magnús Andri Ólafsson breytti stöðunni í 3-0, áður en Axel Freyr Harðarson gulltryggði 4-0 sigur. Kórdrengir eru því með 37 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir ÍBV sem situr í öðru sæti. Kórdrengir hafa þó spilar tveimur leikjum meira en Eyjamenn og þurfa því að treysta á önnur úrslit til að vinna sér inn sæti í Pepsi Max deildinn að ári. Víkingur Ólafsvík er sem áður sagði fallið úr Lengjudeildinni. Þeir seitja í neðsta sæti með fimm stig þegar að þrír leikir eru eftir. Fótbolti Lengjudeild karla Vestri Kórdrengir Afturelding Víkingur Ólafsvík Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Pétur Bjarnason kom Vestra yfir gegn Aftureldingu eftir hálftíma leik, en Arnór Gauti Ragnarsson var búinn að jafna metin aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks, en á 65. mínútu fóru heimamenn í Aftureldingu í frábæra skyndisókn sem að Kári Steinn Hlífarsson batt endahnútinn á og kom Mosfellingum í 2-1. Pétur Bjarnason var þí ekki hættur, en hann skoraði sitt annað mark og annað mark Vestra tæpum tíu mínútum fyrir leikslok og tryggði sínum mönnum 2-2 jafntefli. Afturelding fer því í sjöunda sæti með 23 stig þegar að þrír leikir eru eftir. Vestri situr í því sjötta með 29 stig, en þeir hafa spilað einum leik minna en andstæðingar dagsins. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir gegn Víkingum frá Ólafsvík strax á sjöundu mínútu, áður en Gunnlaugur Fannar Guðmundsson tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Staðan því 2-0 eftir aðeins 15 mínútna leik, og þannig var hún líka þegar að flautað var til hálfleiks. Það var svo ekki fyrr en þegar um fimm mínútur voru til leiksloka að Kórdrengir hrukku aftur í gang. Magnús Andri Ólafsson breytti stöðunni í 3-0, áður en Axel Freyr Harðarson gulltryggði 4-0 sigur. Kórdrengir eru því með 37 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir ÍBV sem situr í öðru sæti. Kórdrengir hafa þó spilar tveimur leikjum meira en Eyjamenn og þurfa því að treysta á önnur úrslit til að vinna sér inn sæti í Pepsi Max deildinn að ári. Víkingur Ólafsvík er sem áður sagði fallið úr Lengjudeildinni. Þeir seitja í neðsta sæti með fimm stig þegar að þrír leikir eru eftir.
Fótbolti Lengjudeild karla Vestri Kórdrengir Afturelding Víkingur Ólafsvík Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira