Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2021 20:00 Diego var á vaktinni í A4 í Skeifunni þegar fréttastofa leit við í vikunni. Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. Nokkur ár eru síðan kötturinn Diego hóf að vekja athygli fyrir tíðar Skeifuheimsóknir. Hann dúkkaði nær daglega upp í Facebook-færslum kattavina sem viðruðu áhyggjur af ólarlausu kisunni fyrir utan Hagkaup og veltu því fyrir sér hvort hún væri nokkuð týnd. En nei, það er hinn víðförli Diego svo sannarlega ekki. Hann er af góðu heimili í 108 Reykjavík. Foto: Dieogo Aðdáendahópur Diegos hefur svo farið ört stækkandi og loks var stofnaður utan um hann sérstakur Facebook-vettvangur, hópurinn Spottaði Diego, þar sem á fimmta þúsund manns sameinast í hrifningu sinni á dýrinu. Og Diego hefur verið spottaður víða í Skeifunni. Til dæmis fyrir utan Hagkaup, að bíða eftir pítsu á Dominos og í strætóskýli með Guðbergi Bergssyni, svo eitthvað sé nefnt. En það er í verslun A4 sem hann hefur verið fastagestur undanfarna mánuði. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Skeifuna til Diegos má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Ganga leið út þegar þau missa af Diego Og viti menn - Diego var nýmættur á vaktina þegar fréttastofu bar að garði. Starfsfólk A fjögurra segir Diego einmitt alveg lausan við stjörnustæla, þrátt fyrir greinilegar vinsældir. „Við höfum alveg fengið spurningar: Er Diego nokkuð á svæðinu? Og það eru sumir sem fara leiðir út af því þeir fengu ekki að sjá hann og eru kannski að koma einmitt sérferðir bara til að heilsa upp á hann því þeir hafa séð Facebook-grúppuna með myndum af honum og vilja sjá hann í allri sinni fegurð,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. „Hann gleður okkur á hverjum degi með því að leyfa okkur að klappa sér og yljar um hjartarætur.“ En það má alveg segja að hann sé einn frægasti köttur landsins? „Algjörlega, jú. Hundrað prósent,“ segir Kristín. Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Nokkur ár eru síðan kötturinn Diego hóf að vekja athygli fyrir tíðar Skeifuheimsóknir. Hann dúkkaði nær daglega upp í Facebook-færslum kattavina sem viðruðu áhyggjur af ólarlausu kisunni fyrir utan Hagkaup og veltu því fyrir sér hvort hún væri nokkuð týnd. En nei, það er hinn víðförli Diego svo sannarlega ekki. Hann er af góðu heimili í 108 Reykjavík. Foto: Dieogo Aðdáendahópur Diegos hefur svo farið ört stækkandi og loks var stofnaður utan um hann sérstakur Facebook-vettvangur, hópurinn Spottaði Diego, þar sem á fimmta þúsund manns sameinast í hrifningu sinni á dýrinu. Og Diego hefur verið spottaður víða í Skeifunni. Til dæmis fyrir utan Hagkaup, að bíða eftir pítsu á Dominos og í strætóskýli með Guðbergi Bergssyni, svo eitthvað sé nefnt. En það er í verslun A4 sem hann hefur verið fastagestur undanfarna mánuði. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Skeifuna til Diegos má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Ganga leið út þegar þau missa af Diego Og viti menn - Diego var nýmættur á vaktina þegar fréttastofu bar að garði. Starfsfólk A fjögurra segir Diego einmitt alveg lausan við stjörnustæla, þrátt fyrir greinilegar vinsældir. „Við höfum alveg fengið spurningar: Er Diego nokkuð á svæðinu? Og það eru sumir sem fara leiðir út af því þeir fengu ekki að sjá hann og eru kannski að koma einmitt sérferðir bara til að heilsa upp á hann því þeir hafa séð Facebook-grúppuna með myndum af honum og vilja sjá hann í allri sinni fegurð,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. „Hann gleður okkur á hverjum degi með því að leyfa okkur að klappa sér og yljar um hjartarætur.“ En það má alveg segja að hann sé einn frægasti köttur landsins? „Algjörlega, jú. Hundrað prósent,“ segir Kristín.
Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira