Ronaldo um endurkomuna á Old Trafford: „Sir Alex, þessi er fyrir þig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson á góðri stundu. Zak Hussein/Getty Images Manchester United staðfesti endanlega í dag að Cristiano Ronaldo hefði staðist læknisskoðun og skrifað undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu. Það var svo sem allt klappað og klárt varðandi vistaskipti þann 27. ágúst er það var tilkynnt að hinn 36 ára gamli Ronaldo væri að ganga í raðir Manchester United á nýjan leik. Það átti hins vegar eftir að krota undir pappíra og standast læknisskoðun. @Cristiano is back!#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) August 31, 2021 Ronaldo flaug eðlilega í gegnum hana og var ekki lengi að skrifa undir samning sem gerir hann að best launaða leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann gaf svo út yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann fór yfir hversu heitt hann elskar Manchester United og að vistaskiptin séu fyrir Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfara hans hjá félaginu. „Allir sem þekkja mig vita hversu mikið ég elska Manchester United. Ár mín hjá félaginu voru hreint út sagt stórkostleg og það sem við áorkuðum saman er skrifað með gullstöfum í sögu þessa frábæra félags.“ „Ég get ekki útskýrt þær tilfinningar sem búa mér í brjósti núna er endurkoma mín á Old Trafford er tilkynnt um allan heim. Það er líkt og draumur sé að rætast. Í öll þau skipti sem ég hef snúið aftur á Old Trafford sem mótherji félagsins hef ég samt sem áður fundið mikla ást og virðingu frá fólkinu í stúkunni. Þetta er 100 prósent það efni sem draumar eru gerðir úr.“ „Fyrsti deildarbikarinn minn, fyrsti FA bikarinn, fyrsta skiptið sem ég var valinn í portúgalska landsliðið, fyrsti Meistaradeildartitillinn, fyrsti gullskórinn og fyrstu Ballon d´Or verðlaunin komu öll þökk sé sérstakri tengingu minnar við Rauðu Djöflana. Sagan hefur verið skrifuð í gegnum árin og sagan verður nú skrifuð á nýjan leik, ég lofa ykkur því!“ „Ég er hér! Ég er kominn aftur þangað sem ég á heima! Gerum þetta allt einu sinni enn!“ „PS. Sir Alex, þessi er fyrir þig …“ sagði Ronaldo að endingu í Instagram-færslu sinni. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Títtnefndur Sir Alex hringdi í Ronaldo þegar hann heyrði að Manchester City væru að íhuga að bjóða Portúgalanum samning. Eftir það símtal var aldrei spurning hvað væri að fara gerast og nú er ljóst að Ronaldo mun klæðast rauðu treyjunni á ný. Fótbolti Tengdar fréttir Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00 Ekki viss um að hann hefði sótt Ronaldo ef það hefði staðið til boða Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, er ekki viss um að hann hefði sótt Cristiano Ronaldo hefði portúgalski framherjinn ekki samið við sitt fyrrum félag Manchester United. 30. ágúst 2021 17:45 Fullyrða að Ronaldo sé launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Það er meira an aðeins nostalgía eða sú þrá að koma Manchester United aftur í hóp bestu liða Evrópu sem dró Cristiano Ronaldo „heim“ til Manchester, heim á Old Trafford. Portúgalinn fær einnig ágætlega borgað fyrir að spila með félaginu. 30. ágúst 2021 16:02 Leikmenn United himinlifandi með tíðindin Leikmenn Manchester United hafa tekið vel á móti nýjum liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo. Einhverjir gleðjast yfir endurkynnum á meðan aðrir trúa vart tíðindunum. 27. ágúst 2021 18:01 Mest lesið Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Það var svo sem allt klappað og klárt varðandi vistaskipti þann 27. ágúst er það var tilkynnt að hinn 36 ára gamli Ronaldo væri að ganga í raðir Manchester United á nýjan leik. Það átti hins vegar eftir að krota undir pappíra og standast læknisskoðun. @Cristiano is back!#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) August 31, 2021 Ronaldo flaug eðlilega í gegnum hana og var ekki lengi að skrifa undir samning sem gerir hann að best launaða leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann gaf svo út yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann fór yfir hversu heitt hann elskar Manchester United og að vistaskiptin séu fyrir Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfara hans hjá félaginu. „Allir sem þekkja mig vita hversu mikið ég elska Manchester United. Ár mín hjá félaginu voru hreint út sagt stórkostleg og það sem við áorkuðum saman er skrifað með gullstöfum í sögu þessa frábæra félags.“ „Ég get ekki útskýrt þær tilfinningar sem búa mér í brjósti núna er endurkoma mín á Old Trafford er tilkynnt um allan heim. Það er líkt og draumur sé að rætast. Í öll þau skipti sem ég hef snúið aftur á Old Trafford sem mótherji félagsins hef ég samt sem áður fundið mikla ást og virðingu frá fólkinu í stúkunni. Þetta er 100 prósent það efni sem draumar eru gerðir úr.“ „Fyrsti deildarbikarinn minn, fyrsti FA bikarinn, fyrsta skiptið sem ég var valinn í portúgalska landsliðið, fyrsti Meistaradeildartitillinn, fyrsti gullskórinn og fyrstu Ballon d´Or verðlaunin komu öll þökk sé sérstakri tengingu minnar við Rauðu Djöflana. Sagan hefur verið skrifuð í gegnum árin og sagan verður nú skrifuð á nýjan leik, ég lofa ykkur því!“ „Ég er hér! Ég er kominn aftur þangað sem ég á heima! Gerum þetta allt einu sinni enn!“ „PS. Sir Alex, þessi er fyrir þig …“ sagði Ronaldo að endingu í Instagram-færslu sinni. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Títtnefndur Sir Alex hringdi í Ronaldo þegar hann heyrði að Manchester City væru að íhuga að bjóða Portúgalanum samning. Eftir það símtal var aldrei spurning hvað væri að fara gerast og nú er ljóst að Ronaldo mun klæðast rauðu treyjunni á ný.
Fótbolti Tengdar fréttir Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00 Ekki viss um að hann hefði sótt Ronaldo ef það hefði staðið til boða Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, er ekki viss um að hann hefði sótt Cristiano Ronaldo hefði portúgalski framherjinn ekki samið við sitt fyrrum félag Manchester United. 30. ágúst 2021 17:45 Fullyrða að Ronaldo sé launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Það er meira an aðeins nostalgía eða sú þrá að koma Manchester United aftur í hóp bestu liða Evrópu sem dró Cristiano Ronaldo „heim“ til Manchester, heim á Old Trafford. Portúgalinn fær einnig ágætlega borgað fyrir að spila með félaginu. 30. ágúst 2021 16:02 Leikmenn United himinlifandi með tíðindin Leikmenn Manchester United hafa tekið vel á móti nýjum liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo. Einhverjir gleðjast yfir endurkynnum á meðan aðrir trúa vart tíðindunum. 27. ágúst 2021 18:01 Mest lesið Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Vonast til að Ronaldo hafi sömu áhrif og Tom Brady Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers. 31. ágúst 2021 08:00
Ekki viss um að hann hefði sótt Ronaldo ef það hefði staðið til boða Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, er ekki viss um að hann hefði sótt Cristiano Ronaldo hefði portúgalski framherjinn ekki samið við sitt fyrrum félag Manchester United. 30. ágúst 2021 17:45
Fullyrða að Ronaldo sé launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Það er meira an aðeins nostalgía eða sú þrá að koma Manchester United aftur í hóp bestu liða Evrópu sem dró Cristiano Ronaldo „heim“ til Manchester, heim á Old Trafford. Portúgalinn fær einnig ágætlega borgað fyrir að spila með félaginu. 30. ágúst 2021 16:02
Leikmenn United himinlifandi með tíðindin Leikmenn Manchester United hafa tekið vel á móti nýjum liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo. Einhverjir gleðjast yfir endurkynnum á meðan aðrir trúa vart tíðindunum. 27. ágúst 2021 18:01