Heimsmyndin mín Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. ágúst 2021 09:00 Þrítugur. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar maður á afmæli – maður fer yfir farinn veg og þar kennir ýmissa grasa. Sigrar og töp, góðar ákvarðanir og slæmar, þroski og óþroski. En það sem kannski stendur hvað mest upp úr er að sáttin við þennan farna veg er alltaf að verða meiri, og það hvað þeir sem standa mér nærri tóku ferðalaginu mínu opnum örmum. Ég hef oft sagt í gegnum tíðina að ég sé ekkert afmælisbarn – mér finnist mikið skemmtilegra þegar aðrir í kringum mig eiga afmæli. En það var eitthvað öðruvísi við þennan afmælisdag. Við erum öll að díla við eitthvað – einhver vandamál – og þau eru alls konar. Þannig er lífið. Toppunum fylgja stundum djúpir dalir og það er óhjákvæmilegt – en það er líka það sem er svo fallegt, það er það sem gerir lífið að þessu stórkostlega fyrirbæri sem það er. Til þess að komast á ystu brún hamingjunnar verðum við líka að vera tilbúin að fara út á hinn anga tilfinningarófsins. Vandamálin okkar eru mismunandi, sumir lenda í miklum hremmingum á meðan aðrir virðast sleppa að miklu leyti við erfiðar raunir. Það er hins vegar þannig að öll höfum við okkar heimsmynd – það hvernig við sjáum heiminn – og það er út frá þessari heimsmynd okkar sem við bregðumst við því sem kemur upp. Samanburður á vandamálum er því til einskis. Einhver sem hefur gengið í gegnum mikla öldudali hefur allt aðra heimsmynd en sá sem hefur siglt nokkuð lygnan sjó. Okkur getur öllum – sama hvernig ferðalagið okkar hefur verið – liðið illa og við getum öll strögglað, fundið fyrir erfiðum tilfinningum og fundist lífið ósanngjarnt. Það eru ákvarðanir okkar, eða skortur á þeim, sem ákvarða raunveruleikann og hvernig lífið okkar er og verður. Ef við tökum ekki ábyrgð á því hvernig lífi við lifum og hvaða ákvarðanir við tökum eða tökum ekki að þá verður lífið ósanngjarnt. Mér fannst lífið ótrúlega ósanngjarnt – og sá það í hverju horni. Það var heimsmyndin mín, að það sem gerðist fyrir mig væri ósanngjarnt og þar með væri líf mitt dæmt til þess að vera ósanngjarnt. Aðrir sem ekki hefðu upplifað jafn slæma hluti ættu engan rétt á því að vera að væla yfir sínum litlu og ómerkilegu vandamálum. Ég þurfti þess vegna að taka ákvörðun um það að gera allt sem í mínu valdi stæði til að sættast við það sem hafði gerst. Ég þurfti að taka ábyrgð á því hvernig heimsmyndin mín var og ákveða hvernig ég vildi að hún væri. Síðustu ár hef ég unnið markvisst í því að sjá heiminn minn með öðrum augum. Að geta sett mig í spor annarra, að hlusta, að gefa, að skilja, að finna til samkenndar með öðrum – en fyrst og fremst að læra að þykja vænt um mig og leyfa mér að líða, hvernig sem er. Heimsmynd sem felur í sér að vera umburðarlyndur við sjálfan sig, gefa sjálfum sér klapp á bakið, leyfa sjálfum sér að líða og vera mun alltaf koma margfalt til baka. Þannig býrðu til dýpri tengingar við fólkið þitt, þannig gefur þú meira gott af þér, þannig vex kærleikurinn og þakklætið – og í grunninn þurfum við lítið annað. Og það var það sem var öðruvísi við þennan afmælisdag. Ég svamlaði allan gærdaginn í ást, væntumþykju og þakklæti. Að eiga svona marga góða að sem hafa staðið með mér í gegnum allt – og að raunverulega finna það var magnað. Ég veit að mamma er stolt af mér. Ég er stoltur af mér og ég hlakka til að halda áfram að byggja upp þessa heimsmynd – fulla af ást, kærleika og þakklæti. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Þrítugur. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar maður á afmæli – maður fer yfir farinn veg og þar kennir ýmissa grasa. Sigrar og töp, góðar ákvarðanir og slæmar, þroski og óþroski. En það sem kannski stendur hvað mest upp úr er að sáttin við þennan farna veg er alltaf að verða meiri, og það hvað þeir sem standa mér nærri tóku ferðalaginu mínu opnum örmum. Ég hef oft sagt í gegnum tíðina að ég sé ekkert afmælisbarn – mér finnist mikið skemmtilegra þegar aðrir í kringum mig eiga afmæli. En það var eitthvað öðruvísi við þennan afmælisdag. Við erum öll að díla við eitthvað – einhver vandamál – og þau eru alls konar. Þannig er lífið. Toppunum fylgja stundum djúpir dalir og það er óhjákvæmilegt – en það er líka það sem er svo fallegt, það er það sem gerir lífið að þessu stórkostlega fyrirbæri sem það er. Til þess að komast á ystu brún hamingjunnar verðum við líka að vera tilbúin að fara út á hinn anga tilfinningarófsins. Vandamálin okkar eru mismunandi, sumir lenda í miklum hremmingum á meðan aðrir virðast sleppa að miklu leyti við erfiðar raunir. Það er hins vegar þannig að öll höfum við okkar heimsmynd – það hvernig við sjáum heiminn – og það er út frá þessari heimsmynd okkar sem við bregðumst við því sem kemur upp. Samanburður á vandamálum er því til einskis. Einhver sem hefur gengið í gegnum mikla öldudali hefur allt aðra heimsmynd en sá sem hefur siglt nokkuð lygnan sjó. Okkur getur öllum – sama hvernig ferðalagið okkar hefur verið – liðið illa og við getum öll strögglað, fundið fyrir erfiðum tilfinningum og fundist lífið ósanngjarnt. Það eru ákvarðanir okkar, eða skortur á þeim, sem ákvarða raunveruleikann og hvernig lífið okkar er og verður. Ef við tökum ekki ábyrgð á því hvernig lífi við lifum og hvaða ákvarðanir við tökum eða tökum ekki að þá verður lífið ósanngjarnt. Mér fannst lífið ótrúlega ósanngjarnt – og sá það í hverju horni. Það var heimsmyndin mín, að það sem gerðist fyrir mig væri ósanngjarnt og þar með væri líf mitt dæmt til þess að vera ósanngjarnt. Aðrir sem ekki hefðu upplifað jafn slæma hluti ættu engan rétt á því að vera að væla yfir sínum litlu og ómerkilegu vandamálum. Ég þurfti þess vegna að taka ákvörðun um það að gera allt sem í mínu valdi stæði til að sættast við það sem hafði gerst. Ég þurfti að taka ábyrgð á því hvernig heimsmyndin mín var og ákveða hvernig ég vildi að hún væri. Síðustu ár hef ég unnið markvisst í því að sjá heiminn minn með öðrum augum. Að geta sett mig í spor annarra, að hlusta, að gefa, að skilja, að finna til samkenndar með öðrum – en fyrst og fremst að læra að þykja vænt um mig og leyfa mér að líða, hvernig sem er. Heimsmynd sem felur í sér að vera umburðarlyndur við sjálfan sig, gefa sjálfum sér klapp á bakið, leyfa sjálfum sér að líða og vera mun alltaf koma margfalt til baka. Þannig býrðu til dýpri tengingar við fólkið þitt, þannig gefur þú meira gott af þér, þannig vex kærleikurinn og þakklætið – og í grunninn þurfum við lítið annað. Og það var það sem var öðruvísi við þennan afmælisdag. Ég svamlaði allan gærdaginn í ást, væntumþykju og þakklæti. Að eiga svona marga góða að sem hafa staðið með mér í gegnum allt – og að raunverulega finna það var magnað. Ég veit að mamma er stolt af mér. Ég er stoltur af mér og ég hlakka til að halda áfram að byggja upp þessa heimsmynd – fulla af ást, kærleika og þakklæti. Höfundur er fyrirlesari.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun