Ef KSÍ hefði haft aðgang að Ofbeldiseftirlitinu? María Pétursdóttir og Margrét Pétursdóttir skrifa 31. ágúst 2021 08:31 Sú alvarleg staða sem nú er uppi og hefur verið til langs tíma í ofbeldismálum kallar á að farið verði úr teymis og nefndarvinnu í að setja á laggirnar stofnun með eftirlits og rannsóknarheimildum sem festar verði í lög svo fljótt sem verða má. Þann 13.maí lagði Sósíalistaflokkurinn fram tilboð til kjósenda um Ofbeldiseftirlit. Þörfin er svo sannarlega til staðar og má í því samhengi velta fyrir sér hver staðan innan KSÍ í dag hefði verið ef slík stofnun hefði verið til. Þá hefði formaður sambandsins hugsanlega staðið sig betur gagnvart þolendum og í þeim málum sem hafa ratað inná hans borð undanfarið. Við getum ekki látið hjá líða að bregðast við þeim byltingarkenndu áhrifum og viðhorfsbreytingum sem Metoo 1 og 2 hafa haft á samfélagið, né staðið hjá og gert ekki neitt. Núverandi stjórnvöld eru föst í greiningarvinnu og plástra aðferð þegar kemur að þessum málaflokki. Aðferðum sem ekki gagnast gegn þeim faraldri sem ofbeldið er. Við þurfum mun viðameira átak og mun hærri fjárveitingar í þennan málaflokk. Hlutverk ofbeldiseftirlitsins sem Sósíalistaflokkurinn leggur til að verði stofnað yrði tvíþætt:A) Að vinna að fræðslu og inngripum þar sem þörf er á í opinberum stofnunum og með því uppræta kerfisbundið og tilfallandi ofbeldi þar sem það viðgengst, vegna valdamismunar af einhverju tagi. Auk þess að nefna mál KSÍ má benda á önnur dæmi svo sem mál Orkuveitu Reykjavíkur, mál stuðningsfulltrúa hjá Barnavernd Reykjavíkur sem var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum ungum börnum eða mál mannsins sem fékk starf sem bílstjóri skólabíls þrátt fyrir að vera dæmdur barnaníðingur. Einnig er ofbeldi gegn öldruðum og fólki með fatlanir sem býr inn á stofnunum viðvarandi og meðferð mála hjá lögreglu, sýslumönnum og ,millidómstigi óásættanlegt með öllu. Uppræta þarf úr sér gengin og stór varasöm vinnubrögð eins og að nota foreldrafirringarheilkenni eða PAS í meðferð fjölskylduréttar mála. Þannig verði heilbrigðum samksiptum haldið á lofti í samfélaginu og fræðsla aðlöguð mismunandi stofnunum svo sem leikskólum, skólum, hjúkrunarstofnunum og skrifstofum, en fræðsla um ofbeldi og kynjafræði ekki bundin við ákveðin skólastig eingöngu. Á sama hátt og fólk er krafið um að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp áður en það gegnir ákveðnum störfum skulu allir yfirmenn opinberra stofnana hafa lokið námskeiði um ofbeldi og kynjafræði. Þá er mikilvægt að huga að innra starfi stofnana sér í lagi vinnustaði með vissan fjölda starfsmanna og skipa þar jafnvel sérstakan starfsmann sem ynni einungis að ofbeldis og eineltismálum innan stofnunarinnar og gæti séð um fræðslu fyrir aðra starfsmenn. Þá yrðu sömu kröfur gerðar til allra einkafyrirtækja og félagasamtaka í viðskiptum við ríki og sveitarfélög. B) Að koma á laggirnar stoðdeild skipaða sjálfstæðu lögreglu- og ákæruvaldi, sem fylgir þolendum ofbeldis í gegnum réttarkerfið og sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Slík dæmi geta varðað einstök heimilisofbeldismál, nauðgunar og áreitnismál, sifjaspell og önnur kynbundin ofbeldismál hvar sem þau kunna að koma upp. Í slíkum tilfellum kallar löregla til ofbeldiseftirlit sem varðar leið þolanda í gegnum ferlið sem hann kýs að fara. þá þrói stofnunin rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og alvarleika málanna, styrki málarekstur fyrir dómstólum og veiti stuðning við brotaþola fyrir og eftir málflutning og á meðan á honum stendur. Einnig tryggi stofnunin úrræði fyrir ofbeldismenn svo þolendur hafi svigrúm til að vinna sig frá ofbeldinu. Þá fái brotaþolar gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum ef þeir kjósa að fara með mál sín þá leið. Dæmi um þetta væri t.d. heimilisofbeldismál. Ef lögregla fær tilkynningu um heimilisofbeldi er kallaður til tengiliður úr stoðdeild ofbeldiseftirlits (á sama hátt og barnaverndarnefnd er kölluð til ef börn eiga hlut að máli). Slíkur starfsmaður hefði sérhæfingu í að lesa í aðstæður og greina ofbeldi, byggja upp traust og hlúa að þolendum. Hann tæki þó aldrei völdin af þolanda en héldi utan um viðkomandi og beindi honum réttan veg innan kerfis hvort sem hann kýs að kæra ofbeldið eða ekki. Ef brotaþoli kærir þá sjái ofbeldiseftilitið um að styðja við brotaþola í gegnum um allan málarekstur og tryggði að brotaþoli fengi viðurkenningu og hlustun og að velferð og sanngirni yrði í gegnum allt ferlið. Brotaþoli fengi auk þess sálfræðiþjónustu, áfallahjálp og slíkan stuðning hvort sem hann ákveður að kæra eða ekki. Þá fengi hann aðstoð við að sækja miskabætur með minni kröfu um sönnunarbyrði. Að ofantöldu má augljóslega sjá að breyta þurfi lögum í þessum málaflokki enn meir en nú hefur verið gert. Hefur verið gefin út skýrsla um hvað sé ábótavant en ekki hefur verið farið í að breyta því sem róttækast er eins og að gera brotaþola aðila að eigin máli ofl. Við teljum það brýnt að setja á stofn sérstaka stofnun sem heldur utanum þessi mál í stað þess að læða stöku plástrum inn í kerfið hér og þar í von um að það verði upplýstara og mannúðlegra. Þannig getum við byggt upp alveg nýja menningu í kringum slíkan málarekstur í stað þess að berjast við úr sér vaxin gildi innan lögreglu og dómskerfis í veikri von um að þau uppfærist smám saman. Við undirritaðar trúum þolendum og viljum gera okkar besta til að bæta stöðu þeirra í dag en einnig að koma í veg fyrir að þeirra staða verði til í framtíðinni. Við endum á orðum Hildar Fjólu Antonsdóttur úr grein í Stundinni 19. júlí síðastliðinn. „Þolendur kynferðisbrota hljóta því sjaldnast formlega viðurkenningu á því ofbeldi sem þeir voru beittir og þeir sem ofbeldinu beita þurfa sjaldnast að bera ábyrgð á gjörðum sínum. En þessu er hægt að breyta bæði með því að bæta réttarvörslukerfið og með því að þróa aðrar leiðir að réttlæti.“ Höfundar eru félagar í Sósíalistaflokki Íslandss og er María Pétursdóttir oddviti flokksins í SV kjördæmi og Margrét Pétursdóttir skipar 2.sæti NA en báðar eru þær einnig sósíalískir femínistar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Kynferðisofbeldi Sósíalistaflokkurinn Heimilisofbeldi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sú alvarleg staða sem nú er uppi og hefur verið til langs tíma í ofbeldismálum kallar á að farið verði úr teymis og nefndarvinnu í að setja á laggirnar stofnun með eftirlits og rannsóknarheimildum sem festar verði í lög svo fljótt sem verða má. Þann 13.maí lagði Sósíalistaflokkurinn fram tilboð til kjósenda um Ofbeldiseftirlit. Þörfin er svo sannarlega til staðar og má í því samhengi velta fyrir sér hver staðan innan KSÍ í dag hefði verið ef slík stofnun hefði verið til. Þá hefði formaður sambandsins hugsanlega staðið sig betur gagnvart þolendum og í þeim málum sem hafa ratað inná hans borð undanfarið. Við getum ekki látið hjá líða að bregðast við þeim byltingarkenndu áhrifum og viðhorfsbreytingum sem Metoo 1 og 2 hafa haft á samfélagið, né staðið hjá og gert ekki neitt. Núverandi stjórnvöld eru föst í greiningarvinnu og plástra aðferð þegar kemur að þessum málaflokki. Aðferðum sem ekki gagnast gegn þeim faraldri sem ofbeldið er. Við þurfum mun viðameira átak og mun hærri fjárveitingar í þennan málaflokk. Hlutverk ofbeldiseftirlitsins sem Sósíalistaflokkurinn leggur til að verði stofnað yrði tvíþætt:A) Að vinna að fræðslu og inngripum þar sem þörf er á í opinberum stofnunum og með því uppræta kerfisbundið og tilfallandi ofbeldi þar sem það viðgengst, vegna valdamismunar af einhverju tagi. Auk þess að nefna mál KSÍ má benda á önnur dæmi svo sem mál Orkuveitu Reykjavíkur, mál stuðningsfulltrúa hjá Barnavernd Reykjavíkur sem var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum ungum börnum eða mál mannsins sem fékk starf sem bílstjóri skólabíls þrátt fyrir að vera dæmdur barnaníðingur. Einnig er ofbeldi gegn öldruðum og fólki með fatlanir sem býr inn á stofnunum viðvarandi og meðferð mála hjá lögreglu, sýslumönnum og ,millidómstigi óásættanlegt með öllu. Uppræta þarf úr sér gengin og stór varasöm vinnubrögð eins og að nota foreldrafirringarheilkenni eða PAS í meðferð fjölskylduréttar mála. Þannig verði heilbrigðum samksiptum haldið á lofti í samfélaginu og fræðsla aðlöguð mismunandi stofnunum svo sem leikskólum, skólum, hjúkrunarstofnunum og skrifstofum, en fræðsla um ofbeldi og kynjafræði ekki bundin við ákveðin skólastig eingöngu. Á sama hátt og fólk er krafið um að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp áður en það gegnir ákveðnum störfum skulu allir yfirmenn opinberra stofnana hafa lokið námskeiði um ofbeldi og kynjafræði. Þá er mikilvægt að huga að innra starfi stofnana sér í lagi vinnustaði með vissan fjölda starfsmanna og skipa þar jafnvel sérstakan starfsmann sem ynni einungis að ofbeldis og eineltismálum innan stofnunarinnar og gæti séð um fræðslu fyrir aðra starfsmenn. Þá yrðu sömu kröfur gerðar til allra einkafyrirtækja og félagasamtaka í viðskiptum við ríki og sveitarfélög. B) Að koma á laggirnar stoðdeild skipaða sjálfstæðu lögreglu- og ákæruvaldi, sem fylgir þolendum ofbeldis í gegnum réttarkerfið og sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Slík dæmi geta varðað einstök heimilisofbeldismál, nauðgunar og áreitnismál, sifjaspell og önnur kynbundin ofbeldismál hvar sem þau kunna að koma upp. Í slíkum tilfellum kallar löregla til ofbeldiseftirlit sem varðar leið þolanda í gegnum ferlið sem hann kýs að fara. þá þrói stofnunin rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og alvarleika málanna, styrki málarekstur fyrir dómstólum og veiti stuðning við brotaþola fyrir og eftir málflutning og á meðan á honum stendur. Einnig tryggi stofnunin úrræði fyrir ofbeldismenn svo þolendur hafi svigrúm til að vinna sig frá ofbeldinu. Þá fái brotaþolar gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum ef þeir kjósa að fara með mál sín þá leið. Dæmi um þetta væri t.d. heimilisofbeldismál. Ef lögregla fær tilkynningu um heimilisofbeldi er kallaður til tengiliður úr stoðdeild ofbeldiseftirlits (á sama hátt og barnaverndarnefnd er kölluð til ef börn eiga hlut að máli). Slíkur starfsmaður hefði sérhæfingu í að lesa í aðstæður og greina ofbeldi, byggja upp traust og hlúa að þolendum. Hann tæki þó aldrei völdin af þolanda en héldi utan um viðkomandi og beindi honum réttan veg innan kerfis hvort sem hann kýs að kæra ofbeldið eða ekki. Ef brotaþoli kærir þá sjái ofbeldiseftilitið um að styðja við brotaþola í gegnum um allan málarekstur og tryggði að brotaþoli fengi viðurkenningu og hlustun og að velferð og sanngirni yrði í gegnum allt ferlið. Brotaþoli fengi auk þess sálfræðiþjónustu, áfallahjálp og slíkan stuðning hvort sem hann ákveður að kæra eða ekki. Þá fengi hann aðstoð við að sækja miskabætur með minni kröfu um sönnunarbyrði. Að ofantöldu má augljóslega sjá að breyta þurfi lögum í þessum málaflokki enn meir en nú hefur verið gert. Hefur verið gefin út skýrsla um hvað sé ábótavant en ekki hefur verið farið í að breyta því sem róttækast er eins og að gera brotaþola aðila að eigin máli ofl. Við teljum það brýnt að setja á stofn sérstaka stofnun sem heldur utanum þessi mál í stað þess að læða stöku plástrum inn í kerfið hér og þar í von um að það verði upplýstara og mannúðlegra. Þannig getum við byggt upp alveg nýja menningu í kringum slíkan málarekstur í stað þess að berjast við úr sér vaxin gildi innan lögreglu og dómskerfis í veikri von um að þau uppfærist smám saman. Við undirritaðar trúum þolendum og viljum gera okkar besta til að bæta stöðu þeirra í dag en einnig að koma í veg fyrir að þeirra staða verði til í framtíðinni. Við endum á orðum Hildar Fjólu Antonsdóttur úr grein í Stundinni 19. júlí síðastliðinn. „Þolendur kynferðisbrota hljóta því sjaldnast formlega viðurkenningu á því ofbeldi sem þeir voru beittir og þeir sem ofbeldinu beita þurfa sjaldnast að bera ábyrgð á gjörðum sínum. En þessu er hægt að breyta bæði með því að bæta réttarvörslukerfið og með því að þróa aðrar leiðir að réttlæti.“ Höfundar eru félagar í Sósíalistaflokki Íslandss og er María Pétursdóttir oddviti flokksins í SV kjördæmi og Margrét Pétursdóttir skipar 2.sæti NA en báðar eru þær einnig sósíalískir femínistar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun