„Algjör kúvending“ Vinstri grænna kom á óvart Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 11:36 Katrín Oddsdóttir er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Algjör kúvending hefur orðið á stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálum, að mati formanns Stjórnarskrárfélagsins. Flokkurinn hafi nú viðurkennt að hann standi ekki með nýrri stjórnarskrá heldur styðji „bútasaumsaðferð“ sem hafi ekki - og muni ekki - virka. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins birti pistil á Facebook í gær þar sem hún bar saman stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálinu fyrir Alþingiskosningarnar 2017 og stefnuna fyrir kosningarnar nú. Hún segir nýju stefnuna hafa komið sér á óvart. „Í raun hefur bara orðið algjör U-beygja eða kúvending á stefnu VG í stjórnarskrármálinu, við sjáum að árið 2017 var yfirlýsingin í þeirra stefnuskjali þessi: „Ný stjórnarskrá, ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs.“ Mjög skýrt að flokkurinn stóð með tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en núna er kominn allt annar tónn í þeirra stefnu, sem kom okkur sem berjumst fyrir nýju stjórnarskránni talsvert á óvart,“ segir Katrín. Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs. #stjórnarskrá— Vinstri græn (@Vinstrigraen) October 8, 2017 Katrín vísar í ályktun landsfundar VG sem birt var eftir fundinn á laugardag. Þar segir að halda þurfi áfram „endurskoðun stjórnarskrárinnar", ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis - og ráðast þurfi í breytingar á öðrum köflum. „Þarna er loksins búið að viðurkenna það að flokkurinn stendur ekki með nýju stjórnarskránni né niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Katrín. „Það er að mínu viti ágætt að þau komi bara hreint fram og segi það vegna þess að það hefur verið holur hljómur í þessu hjá flokknum undanfarið, enda hafa þau ekki barist fyrir málinu á Alþingi.“ En hver er þá staðan á málinu hjá flokkunum fyrir komandi kosningar? „Þeir flokkar sem hafa komið fram undanfarið, og skýrt tekið fram að þau munu berjast fyrir því að nýja stjórnarskráin taki gildi, eru Píratar, Samfylking og Sósíalistar. Ég veit að það er mikill vilji innan Viðreisnar um að fá þetta þar á stefnuskrána,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir „Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28 Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36 „Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. 7. júlí 2021 09:20 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins birti pistil á Facebook í gær þar sem hún bar saman stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálinu fyrir Alþingiskosningarnar 2017 og stefnuna fyrir kosningarnar nú. Hún segir nýju stefnuna hafa komið sér á óvart. „Í raun hefur bara orðið algjör U-beygja eða kúvending á stefnu VG í stjórnarskrármálinu, við sjáum að árið 2017 var yfirlýsingin í þeirra stefnuskjali þessi: „Ný stjórnarskrá, ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs.“ Mjög skýrt að flokkurinn stóð með tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en núna er kominn allt annar tónn í þeirra stefnu, sem kom okkur sem berjumst fyrir nýju stjórnarskránni talsvert á óvart,“ segir Katrín. Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs. #stjórnarskrá— Vinstri græn (@Vinstrigraen) October 8, 2017 Katrín vísar í ályktun landsfundar VG sem birt var eftir fundinn á laugardag. Þar segir að halda þurfi áfram „endurskoðun stjórnarskrárinnar", ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis - og ráðast þurfi í breytingar á öðrum köflum. „Þarna er loksins búið að viðurkenna það að flokkurinn stendur ekki með nýju stjórnarskránni né niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Katrín. „Það er að mínu viti ágætt að þau komi bara hreint fram og segi það vegna þess að það hefur verið holur hljómur í þessu hjá flokknum undanfarið, enda hafa þau ekki barist fyrir málinu á Alþingi.“ En hver er þá staðan á málinu hjá flokkunum fyrir komandi kosningar? „Þeir flokkar sem hafa komið fram undanfarið, og skýrt tekið fram að þau munu berjast fyrir því að nýja stjórnarskráin taki gildi, eru Píratar, Samfylking og Sósíalistar. Ég veit að það er mikill vilji innan Viðreisnar um að fá þetta þar á stefnuskrána,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir „Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28 Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36 „Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. 7. júlí 2021 09:20 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
„Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28
Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36
„Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. 7. júlí 2021 09:20