Segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn hafi verið sakaðir um ofbeldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2021 20:00 Þórhildur Gyða segir að aldrei hafi komið til greina að samþykkja að þegja gegn greiðslu. Hún hefur áður lýst reynslu af líkamlegu ofbeldi og tók þátt í herferð Stígamóta, Sjúk ást, árið 2018. Kona, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Hún kallar eftir afsögn stjórnarmanna KSÍ. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að hafa greint frá ofbeldisbroti leikmanns karlalandsliðsins og meintum þöggunartilburðum KSÍ. KSÍ hefur verið harðlega gagnrýnt og krafið um afsögn vega málsins. Þórhildur tekur undir kröfur um afsögn og segir málið ekki einsdæmi innan sambandsins. „Ég veit að það eru önnur dæmi því miður. Það eru fleiri þolendur og að mínu mati erum við allt of margar þar sem það ætti ekki að vera neinn þolandi þessara manna. En þær eru fleiri já,“ sagði Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Hún segist vita af að minnsta kosti sex leikmönnum sem sakaðir hafi verið um ofbeldi. „Sex eða sjö, þá er ég bæði að tala um fyrrverandi og núverandi landsliðsmenn.“ Forsvarsmenn KSÍ þvertaka fyrir að sambandið hafi boðið Þórhildi þagnarskyldusamning gegn greiðslu. Fréttastofa náði tali af Almari Möller, lögmanni leikmannsins, sem neitar að hafa komið fram sem lögmaður KSÍ í málinu. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Stjórn sambandsins hefur fundað stíft vegna málsins í dag en formaðurinn, Guðni Bergsson, neitaði fréttastofu um viðtal og sagði að yfirlýsingar væri að vænta. Þórhildur krefst þess að leikmenn sem kærðir hafa verið fyrir ofbeldisbrot verði fjarlægðir úr landsliðinu. „Og að KSÍ velji ekki vísvitandi ofbeldismenn í liðið sitt. Þessi stjórn virðist vera óhæf um það. Þannig að til þess að fá það í gegn væri best að fá nýja stjórn í heildina.“ KSÍ Kynferðisofbeldi MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. 28. ágúst 2021 12:46 Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. 17. ágúst 2021 13:55 Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að hafa greint frá ofbeldisbroti leikmanns karlalandsliðsins og meintum þöggunartilburðum KSÍ. KSÍ hefur verið harðlega gagnrýnt og krafið um afsögn vega málsins. Þórhildur tekur undir kröfur um afsögn og segir málið ekki einsdæmi innan sambandsins. „Ég veit að það eru önnur dæmi því miður. Það eru fleiri þolendur og að mínu mati erum við allt of margar þar sem það ætti ekki að vera neinn þolandi þessara manna. En þær eru fleiri já,“ sagði Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Hún segist vita af að minnsta kosti sex leikmönnum sem sakaðir hafi verið um ofbeldi. „Sex eða sjö, þá er ég bæði að tala um fyrrverandi og núverandi landsliðsmenn.“ Forsvarsmenn KSÍ þvertaka fyrir að sambandið hafi boðið Þórhildi þagnarskyldusamning gegn greiðslu. Fréttastofa náði tali af Almari Möller, lögmanni leikmannsins, sem neitar að hafa komið fram sem lögmaður KSÍ í málinu. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Stjórn sambandsins hefur fundað stíft vegna málsins í dag en formaðurinn, Guðni Bergsson, neitaði fréttastofu um viðtal og sagði að yfirlýsingar væri að vænta. Þórhildur krefst þess að leikmenn sem kærðir hafa verið fyrir ofbeldisbrot verði fjarlægðir úr landsliðinu. „Og að KSÍ velji ekki vísvitandi ofbeldismenn í liðið sitt. Þessi stjórn virðist vera óhæf um það. Þannig að til þess að fá það í gegn væri best að fá nýja stjórn í heildina.“
KSÍ Kynferðisofbeldi MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. 28. ágúst 2021 12:46 Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. 17. ágúst 2021 13:55 Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. 28. ágúst 2021 12:46
Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31
KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. 17. ágúst 2021 13:55
Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51