Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 07:55 Bandarískir hermenn gæta flugvallarins í Kabúl. Aukin hætta er talin á hryðjuverkum þar síðustu daga brottflutnings alþjóðlegs herliðs. AP/bandaríska varnarmálaráðuneytið Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. Einn skipuleggjandi Ríkis íslams er sagður hafa fallið í drónaárásinni að því er sagði í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher. Honum sé ekki kunnugt um að óbreyttir borgarar hafi fallið, hefur Reuters-fréttastofan upp úr yfirlýsingunni. Árásin var gerð í Nangarhar-héraði austur af Kabúl sem á landamæri að nágrannaríkinu Pakistan. Herinn hefur ekki greint frá því hvort að skotmörk árásarinnar tengist hryðjuverkaárásinni við Kabúlflugvöll. Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði heitið því að hafa hendur í hári liðsmanna samtakanna eftir hryðjuverkin. AP-fréttastofan segir að Biden hafi heimilað árásina og að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, hafi gefið skipun um hana. Svæðissamtök Ríkis íslams í Afganistan, svonefnd ISIS-K, lýstu yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni á fimmtudag. Talið er að allt að 170 manns hafi látið lífið þegar liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sprengdi sjálfan sig í loft upp í miðri mannþröng Afgana sem biðu þess að reyna komast inn á flugvöllinn til að flýja yfirvofandi stjórn talibana. Langflestir þeirra látnu voru Afganar en þrettán bandarískir hermenn féllu einnig í árásinni. Hættulegstu dagarnir til þessa Bandarískir embættismenn telja líklegt að frekari hryðjuverkaárásir verði gerðar í Kabúl á lokadögum brottflutnings bandarísks og alþjóðlegs herliðs, að sögn New York Times. Bandaríkjastjórn ætlar að ljúka endanlegu brotthvarfi sínu frá Afganistan á þriðjudag, 31. ágúst. „Við erum sannarlega undir það búin og reiknum með frekari tilræðum,“ segi John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins um hættuna á frekari árásum. Fram að þessu hefur Bandaríkjastjórn flutt um 111.000 manns frá Afganistan á undanförnum tveimur vikum. Enn bíða margir erlendir ríkisborgarar og Afganar þess að komast frá landinu. Þúsundir manna hafa safnast saman við flugvöllinn í Kabúl á hverjum degi og það ástand nýtti ISIS sér til þess að fremja voðaverkin á fimmtudag. Bandaríska sendiráðið í Kabúl varar Bandaríkjamenn við því að nálgast flugvöllinn vegna öryggishættu. Óttast er að þeir dagar sem eftir eru af brottflutningnum séu þeir hættulegustu til þessa, að sögn Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins. Bandaríkin Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. 27. ágúst 2021 12:01 Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. 27. ágúst 2021 09:02 Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Rúmlega 90 Afganir og 13 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í tveimur sprengjuárásum við flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. 27. ágúst 2021 06:27 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Einn skipuleggjandi Ríkis íslams er sagður hafa fallið í drónaárásinni að því er sagði í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher. Honum sé ekki kunnugt um að óbreyttir borgarar hafi fallið, hefur Reuters-fréttastofan upp úr yfirlýsingunni. Árásin var gerð í Nangarhar-héraði austur af Kabúl sem á landamæri að nágrannaríkinu Pakistan. Herinn hefur ekki greint frá því hvort að skotmörk árásarinnar tengist hryðjuverkaárásinni við Kabúlflugvöll. Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði heitið því að hafa hendur í hári liðsmanna samtakanna eftir hryðjuverkin. AP-fréttastofan segir að Biden hafi heimilað árásina og að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, hafi gefið skipun um hana. Svæðissamtök Ríkis íslams í Afganistan, svonefnd ISIS-K, lýstu yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni á fimmtudag. Talið er að allt að 170 manns hafi látið lífið þegar liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sprengdi sjálfan sig í loft upp í miðri mannþröng Afgana sem biðu þess að reyna komast inn á flugvöllinn til að flýja yfirvofandi stjórn talibana. Langflestir þeirra látnu voru Afganar en þrettán bandarískir hermenn féllu einnig í árásinni. Hættulegstu dagarnir til þessa Bandarískir embættismenn telja líklegt að frekari hryðjuverkaárásir verði gerðar í Kabúl á lokadögum brottflutnings bandarísks og alþjóðlegs herliðs, að sögn New York Times. Bandaríkjastjórn ætlar að ljúka endanlegu brotthvarfi sínu frá Afganistan á þriðjudag, 31. ágúst. „Við erum sannarlega undir það búin og reiknum með frekari tilræðum,“ segi John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins um hættuna á frekari árásum. Fram að þessu hefur Bandaríkjastjórn flutt um 111.000 manns frá Afganistan á undanförnum tveimur vikum. Enn bíða margir erlendir ríkisborgarar og Afganar þess að komast frá landinu. Þúsundir manna hafa safnast saman við flugvöllinn í Kabúl á hverjum degi og það ástand nýtti ISIS sér til þess að fremja voðaverkin á fimmtudag. Bandaríska sendiráðið í Kabúl varar Bandaríkjamenn við því að nálgast flugvöllinn vegna öryggishættu. Óttast er að þeir dagar sem eftir eru af brottflutningnum séu þeir hættulegustu til þessa, að sögn Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins.
Bandaríkin Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. 27. ágúst 2021 12:01 Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. 27. ágúst 2021 09:02 Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Rúmlega 90 Afganir og 13 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í tveimur sprengjuárásum við flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. 27. ágúst 2021 06:27 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. 27. ágúst 2021 12:01
Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. 27. ágúst 2021 09:02
Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Rúmlega 90 Afganir og 13 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í tveimur sprengjuárásum við flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. 27. ágúst 2021 06:27