Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 22:31 Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst á vormánuðum 2018 bréf frá föður þolanda landsliðsmanns í knattspyrnu, sem hann svaraði um hæl. Vísir/Vilhelm Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í kvöldfréttum RÚV í kvöld að hún hafi haustið 2017 orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu. Málið var tilkynnt til lögreglu um leið en þegar ekkert hafði komið út úr því sex mánuðum síðar gafst faðir Þórhildar upp og hafði samband við KSÍ þar sem hann greindi formanni og starfsmönnum félagsins frá kærunni sem væri til rannsóknar hjá lögreglu. Í bréfinu gagnrýndi faðir Þórhildar það að leikmaðurinn skyldi enn vera í liðinu og á leið að spila á vináttulandsleik Íslands og Perú vorið 2018, sem hann sjálfur ætti miða á. Þar sem hann vildi ekki horfa á „manninn sem réðist“ á dóttur hans „leika sér með bolta“ hygðist hann ekki mæta á leikinn. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, svaraði bréfi föðurins og sagðist ekki hafa vitað af málinu en tæki það alvarlega. Faðirinn hafði þá sent sama bréfið á Guðna Th. Jóhannesson, forseta, sem svaraði um hæl. „Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm,“ segir í svari forsetans, sem birt var í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þar segir hann jafnframt að hann hafi haft samband við Guðna Bergsson. „Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er,“ segir í svari Guðna. Þá tók forsetinn fram að föðurnum væri sjálfsagt að hafa samband við sig aftur teldi hann það heillavænlegt „þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum við nafna minn Bergsson.“ Hér að neðan má lesa bréf Guðna í heild sinni. Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands KSÍ Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 „Ég er bara þjálfarinn þeirra og þeir eru leikmenn undir okkar stjórn“ Eiður Smári Guðjohnsen segir snúið að taka þátt í að velja og þjálfa syni sína. Hann segir þó að þegar komi að þeim hafi aðalþjálfari landsliðsins, Arnar Þór Viðarsson, úrslitavald. 26. ágúst 2021 11:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í kvöldfréttum RÚV í kvöld að hún hafi haustið 2017 orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu. Málið var tilkynnt til lögreglu um leið en þegar ekkert hafði komið út úr því sex mánuðum síðar gafst faðir Þórhildar upp og hafði samband við KSÍ þar sem hann greindi formanni og starfsmönnum félagsins frá kærunni sem væri til rannsóknar hjá lögreglu. Í bréfinu gagnrýndi faðir Þórhildar það að leikmaðurinn skyldi enn vera í liðinu og á leið að spila á vináttulandsleik Íslands og Perú vorið 2018, sem hann sjálfur ætti miða á. Þar sem hann vildi ekki horfa á „manninn sem réðist“ á dóttur hans „leika sér með bolta“ hygðist hann ekki mæta á leikinn. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, svaraði bréfi föðurins og sagðist ekki hafa vitað af málinu en tæki það alvarlega. Faðirinn hafði þá sent sama bréfið á Guðna Th. Jóhannesson, forseta, sem svaraði um hæl. „Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm,“ segir í svari forsetans, sem birt var í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þar segir hann jafnframt að hann hafi haft samband við Guðna Bergsson. „Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er,“ segir í svari Guðna. Þá tók forsetinn fram að föðurnum væri sjálfsagt að hafa samband við sig aftur teldi hann það heillavænlegt „þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum við nafna minn Bergsson.“ Hér að neðan má lesa bréf Guðna í heild sinni. Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands
Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands
KSÍ Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 „Ég er bara þjálfarinn þeirra og þeir eru leikmenn undir okkar stjórn“ Eiður Smári Guðjohnsen segir snúið að taka þátt í að velja og þjálfa syni sína. Hann segir þó að þegar komi að þeim hafi aðalþjálfari landsliðsins, Arnar Þór Viðarsson, úrslitavald. 26. ágúst 2021 11:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31
„Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04
„Ég er bara þjálfarinn þeirra og þeir eru leikmenn undir okkar stjórn“ Eiður Smári Guðjohnsen segir snúið að taka þátt í að velja og þjálfa syni sína. Hann segir þó að þegar komi að þeim hafi aðalþjálfari landsliðsins, Arnar Þór Viðarsson, úrslitavald. 26. ágúst 2021 11:01