Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2021 16:24 Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli, þakkar guði fyrir að vera sjálfur heill á húfi. Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. Fram kemur í tilkynningu í lögreglu á Austurlandi að tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopninu hafi borist um klukkan tíu í gærkvöldi. Hann hafi þá verið í íbúðarhúsi þaðan sem skothvellir heyrðust. Ekki hafi þá verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út, skotið að lögreglu - sem þá hafi skotið hann. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það lögreglumaður á Austurlandi sem beitti skotvopninu. Í framhaldinu mættu fulltrúar úr sérsveit ríkislögreglustjóra á svæðið. Liggur maður í götunni í blóði sínu Þröstur Jónsson er íbúi í Dalseli á Egilsstöðum og lýsti því í samtali við fréttastofu í dag þegar hann heyrði smelli fyrir utan húsið sitt. „Það stendur einhver maður á bak við bíl og er að bjástra og eins og maður gerir i sveitinni gengur maður að viðkomandi og fer að spjalla við hann. En ég var kominn út á miðja götu og það var eitthvað sem kippti við mér og sagði mér að hunskast inn í hús aftur. Sem ég gerði, sem betur fer.“ „Ég sé árásarmanninn í rauninni aldrei fyrr en hann liggur í götunni en það fer þannig að það er lögreglumaður sem ég kannast ágætlega við. Hann stendur þarna, beinir byssu og biður viðkomandi að leggja niður vopn. Hann ítrekar það þrisvar og setur sig örugglega í mikla hættu þarna. Fer fram á alveg síðasta séns með að viðkomandi leggi niður vopn. Svo ríður bara skot af og ég sé að það liggur maður þarna í götunni í blóði sínu,“ segir Þröstur. Vill ekki hugsa til enda hvað hefði getað gerst Þröstur, sem er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, segir í Facebook-færslu að það sé guði að þakka að hann sé heill á húfi. Hann ítrekar hve mikið lán það hafi verið að hann sneri við þegar hann var kominn út á stéttina. „Þori ekki að hugsa hvað hefði gerst hefði hann verið með hana hlaðna þegar ég kom út á stétt.“ Hann segir um tuttugu högl í glugganum á húsinu sínu og fjöldi hagla í veggjum sömuleiðis. Hann hrósar lögreglu fyrir störf á vettvangi. „Lögregla vann mjög faglega. Og maður prísar sig sælan að eiga slíkt einvala lið lögreglu hér austurfrá sem getur meira að segja tekist á við aðstæður sem þessar.“ Þröstur, sem er afar trúaður, biður guð að blessa lögregluna og sömuleiðis árásarmanninn. Hann var fluttur á Landspítalann í gærkvöldi en fréttastofa hefur ekki fengið tíðindi af líðan hans í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Lögreglan Tengdar fréttir Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Nýnemavígsla í skóginum þegar skotum var hleypt af í Dalseli Á sama tíma og skotum var hleypt af á Egilsstöðum í gær voru nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum staddir á nýnemavígslu í Selskógi skammt frá. Sumir þeirra töldu sig heyra þegar skotum var hleypt af. 27. ágúst 2021 12:10 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu í lögreglu á Austurlandi að tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopninu hafi borist um klukkan tíu í gærkvöldi. Hann hafi þá verið í íbúðarhúsi þaðan sem skothvellir heyrðust. Ekki hafi þá verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út, skotið að lögreglu - sem þá hafi skotið hann. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það lögreglumaður á Austurlandi sem beitti skotvopninu. Í framhaldinu mættu fulltrúar úr sérsveit ríkislögreglustjóra á svæðið. Liggur maður í götunni í blóði sínu Þröstur Jónsson er íbúi í Dalseli á Egilsstöðum og lýsti því í samtali við fréttastofu í dag þegar hann heyrði smelli fyrir utan húsið sitt. „Það stendur einhver maður á bak við bíl og er að bjástra og eins og maður gerir i sveitinni gengur maður að viðkomandi og fer að spjalla við hann. En ég var kominn út á miðja götu og það var eitthvað sem kippti við mér og sagði mér að hunskast inn í hús aftur. Sem ég gerði, sem betur fer.“ „Ég sé árásarmanninn í rauninni aldrei fyrr en hann liggur í götunni en það fer þannig að það er lögreglumaður sem ég kannast ágætlega við. Hann stendur þarna, beinir byssu og biður viðkomandi að leggja niður vopn. Hann ítrekar það þrisvar og setur sig örugglega í mikla hættu þarna. Fer fram á alveg síðasta séns með að viðkomandi leggi niður vopn. Svo ríður bara skot af og ég sé að það liggur maður þarna í götunni í blóði sínu,“ segir Þröstur. Vill ekki hugsa til enda hvað hefði getað gerst Þröstur, sem er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, segir í Facebook-færslu að það sé guði að þakka að hann sé heill á húfi. Hann ítrekar hve mikið lán það hafi verið að hann sneri við þegar hann var kominn út á stéttina. „Þori ekki að hugsa hvað hefði gerst hefði hann verið með hana hlaðna þegar ég kom út á stétt.“ Hann segir um tuttugu högl í glugganum á húsinu sínu og fjöldi hagla í veggjum sömuleiðis. Hann hrósar lögreglu fyrir störf á vettvangi. „Lögregla vann mjög faglega. Og maður prísar sig sælan að eiga slíkt einvala lið lögreglu hér austurfrá sem getur meira að segja tekist á við aðstæður sem þessar.“ Þröstur, sem er afar trúaður, biður guð að blessa lögregluna og sömuleiðis árásarmanninn. Hann var fluttur á Landspítalann í gærkvöldi en fréttastofa hefur ekki fengið tíðindi af líðan hans í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Lögreglan Tengdar fréttir Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Nýnemavígsla í skóginum þegar skotum var hleypt af í Dalseli Á sama tíma og skotum var hleypt af á Egilsstöðum í gær voru nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum staddir á nýnemavígslu í Selskógi skammt frá. Sumir þeirra töldu sig heyra þegar skotum var hleypt af. 27. ágúst 2021 12:10 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Sjá meira
Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51
Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21
Nýnemavígsla í skóginum þegar skotum var hleypt af í Dalseli Á sama tíma og skotum var hleypt af á Egilsstöðum í gær voru nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum staddir á nýnemavígslu í Selskógi skammt frá. Sumir þeirra töldu sig heyra þegar skotum var hleypt af. 27. ágúst 2021 12:10