Real Madrid aftur á sigurbraut Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. ágúst 2021 21:58 Dani Carvajal fagnar marki sínu í kvöld. David Bustamante/Soccrates/Getty Images Real Madríd gerði óvænt jafntefli við Levante í síðustu umferð en Daniel Carvajal sá til þess að spænska stórveldið tapaði ekki stigum tvo leiki í röð. Loktölur 1-0 og Madrídingar því me- sjö stig eftir þrjá leiki. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, en sex gul spjöld fóru á loft. Þrátt fyrir að liðin hafi skipt boltanum nokkuð jafnt á milli sín voru það gestirnir frá Madrid sem að voru líklegri aðilinn. Það borgaði sig loksins eftir klukkutíma leik þegar að Daniel Carvajal kom gestunum yfir eftir stoðsendingu frá franska framherjanum Karim Benzema. Það reyndist eina mark leiksins og Real Madrd er því með sjö stig eftir þrjár umferðir. Nafnar þeirra frá Betis eru hinsvegar einungis með tvö stig eftir jafn marga leiki, og eru enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins. Fótbolti Spænski boltinn
Real Madríd gerði óvænt jafntefli við Levante í síðustu umferð en Daniel Carvajal sá til þess að spænska stórveldið tapaði ekki stigum tvo leiki í röð. Loktölur 1-0 og Madrídingar því me- sjö stig eftir þrjá leiki. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, en sex gul spjöld fóru á loft. Þrátt fyrir að liðin hafi skipt boltanum nokkuð jafnt á milli sín voru það gestirnir frá Madrid sem að voru líklegri aðilinn. Það borgaði sig loksins eftir klukkutíma leik þegar að Daniel Carvajal kom gestunum yfir eftir stoðsendingu frá franska framherjanum Karim Benzema. Það reyndist eina mark leiksins og Real Madrd er því með sjö stig eftir þrjár umferðir. Nafnar þeirra frá Betis eru hinsvegar einungis með tvö stig eftir jafn marga leiki, og eru enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti