Gosið hafi mannast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2021 09:00 Hraun rennur aftur niður í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli, líkt og þegar þessi mynd var tekin fyrr í sumar. Vísir/Vihelm Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sástfrá Suðurstrandavegi. Vísir fjallaði í gær um fossinn sem líkt var við Dettifoss, svo mikill var krafturinn í þunnfljótandi hraunánni. Á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands kemur fram að hraunáin sem myndaði fossinn hafi runnið yfir Syðri-Meradali og yfir stíflu sem þar var reist til að hefta hraunflæði. Þaðan fossaðist hraunáin niður í Nátthaga. Duglegt gos Yfirborðsflæði frá gígnum í gær rann ekki lengur niður í Meradali, heldur stefndi niður í Syðri-Meradali og að hluta til í Geldingadali, þar sem gosið hófst upprunalega fyrir fimm mánuðum síðan. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, ræddi stöðu gossins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Hraunið flæddi í gær niður í Nátthaga. Það náði svona hálfa leið niður í dalinn í gær g ég reikna nú með að það haldi áfram að flæða í þá áttina þegar það tekur við sér aftur í næstu hrynu,“ sagði Þorvaldur. Sagði hann ljóst að gosið væri kaflaskipt, það tæki sér um fimmtán tíma pásu á milli þess sem að töluverð virkni væri sjáanleg í um tuttugu tíma. Spurður að því hvort að þetta þýddi að gosið væri prakkari stóð ekki á svörum hjá Þorvaldi. „Jájá, þetta gos hefur mannast. Það er ekki hægt að segja annað. Það er bæði duglegt og heldur vel við. Það bara heldur áfram og hefur sinn eigin takt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingurVísir/Vilhelm Töluvert hefur verið rætt um að hraunið muni á endanum renna yfir Suðurstrandaveg. Þorvaldur segir það fara eftir því hversu lengi gosið standi yfir. „Eftir því sem það stendur lengur því meira landsvæði þekur hraunið. Á endanum fer það þá yfir Suðurstrandaveg ef það heldur áfram í þessum gír sem það er núna,“ sagði Þorvaldur. Hefurðu miklar áhyggjur af því? „Í sjálfu sér ekki. Það er alltaf vont að missa veg og þetta er mikilvæg samgönguleið og öryggisleið fyrir bæjarfélögin úti á Reykjanesi. Ef hann fer þá þurfum við bara að bíða eftir að hraunið hætti að flæða og þá getum við sett hann inn aftur, það fer náttúrulega ekki nema smá hluti af honum.“ Bítið Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sástfrá Suðurstrandavegi. Vísir fjallaði í gær um fossinn sem líkt var við Dettifoss, svo mikill var krafturinn í þunnfljótandi hraunánni. Á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands kemur fram að hraunáin sem myndaði fossinn hafi runnið yfir Syðri-Meradali og yfir stíflu sem þar var reist til að hefta hraunflæði. Þaðan fossaðist hraunáin niður í Nátthaga. Duglegt gos Yfirborðsflæði frá gígnum í gær rann ekki lengur niður í Meradali, heldur stefndi niður í Syðri-Meradali og að hluta til í Geldingadali, þar sem gosið hófst upprunalega fyrir fimm mánuðum síðan. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, ræddi stöðu gossins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Hraunið flæddi í gær niður í Nátthaga. Það náði svona hálfa leið niður í dalinn í gær g ég reikna nú með að það haldi áfram að flæða í þá áttina þegar það tekur við sér aftur í næstu hrynu,“ sagði Þorvaldur. Sagði hann ljóst að gosið væri kaflaskipt, það tæki sér um fimmtán tíma pásu á milli þess sem að töluverð virkni væri sjáanleg í um tuttugu tíma. Spurður að því hvort að þetta þýddi að gosið væri prakkari stóð ekki á svörum hjá Þorvaldi. „Jájá, þetta gos hefur mannast. Það er ekki hægt að segja annað. Það er bæði duglegt og heldur vel við. Það bara heldur áfram og hefur sinn eigin takt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingurVísir/Vilhelm Töluvert hefur verið rætt um að hraunið muni á endanum renna yfir Suðurstrandaveg. Þorvaldur segir það fara eftir því hversu lengi gosið standi yfir. „Eftir því sem það stendur lengur því meira landsvæði þekur hraunið. Á endanum fer það þá yfir Suðurstrandaveg ef það heldur áfram í þessum gír sem það er núna,“ sagði Þorvaldur. Hefurðu miklar áhyggjur af því? „Í sjálfu sér ekki. Það er alltaf vont að missa veg og þetta er mikilvæg samgönguleið og öryggisleið fyrir bæjarfélögin úti á Reykjanesi. Ef hann fer þá þurfum við bara að bíða eftir að hraunið hætti að flæða og þá getum við sett hann inn aftur, það fer náttúrulega ekki nema smá hluti af honum.“
Bítið Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38
Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14
Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03