Minnst níutíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 20:11 Hryðjuverkahópurinn ISIS-K hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásinni. Getty/Sayed Khodaiberdi Sadat Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. Fréttastofa Guardian greinir frá þessu. Fregnir hafa borist síðustu mínútur af frekari sprengingum í Kabúl en fréttastofa Reuters hefur nú fengið það staðfest að um hafi verið að ræða skipulagða sprengingu á vegum bandaríska hersins, sem var að sprengja upp skotvopn. Another big blast in Kabul— Secunder Kermani (@SecKermani) August 26, 2021 Minnst níutíu eru látnir og hátt í 150 særðir eftir árásirnar í dag, auk tólf hermanna Bandaríkjahers. Tíu ár eru liðin síðan svo margir bandarískir hermenn féllu í einni árás í Afganistan. Þá virðist sem skotbardagi hafi brotist út við flugvöllinn í Kabúl fyrir stuttu. Tveir menn sprengdu sig í loft upp í dag með litlu millibili skammt frá einu hliðanna að flugvellinum í Kabúl. Þeir eru sagðir hafa sett sprengjurnar af stað þegar bandarískir hermenn, sem stóðu vörð við flugvöllinn, leituðu á þeim. Undirhópur hryðjuverkahópsins sem kallast ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Hópurinn kallast ISKP, en höfuðstöðvar hans eru í Khorasan héraðinu í Afganistan. Hópurinn var strax grunaður um að bera ábyrgð á árásinni, en bandarísk yfirvöld lýstu því í vikunni að þau hefðu áhyggjur af mögulegum árásum ISIS. Talsmaður Talibana hefur fordæmt árásina. Talibanar eru nú sagðir hafa unnið með vestrænum aðilum undanfarna daga í upplýsingagjöf. Talsmaður Talibana segir að nærvera vestrænna hersveita í Afganistan kalli fram árásir sem þessar, sem þeir fordæma. Bandaríska leyniþjónustan deilir nú upplýsingum með Talibönum og hefur gert undanfarna daga. ISIS hefur undanfarna daga sótt í sig veðrið en Talibanar hafa lofað Afgönum að tryggja frið í landinu. Talibanar lýstu sprengjuárásinni í dag sem illlvirki, sem muni ekki endurtaka sig eftir brottför vestrænna hersveita. Talibanar hafa jafnframt lýst því yfir að Afganistan muni ekki verða öruggt skjól fyrir hryðjuverkahópa, eins og það var á fyrri valdatíð Talibana, þegar al-Qaeda hafði höfuðstöðvar í landinu. Fylgst verður með vendingum í málefnum Afganistan í kvöld og greint frá þeim vendingum í vaktinni hér að neðan.
Fréttastofa Guardian greinir frá þessu. Fregnir hafa borist síðustu mínútur af frekari sprengingum í Kabúl en fréttastofa Reuters hefur nú fengið það staðfest að um hafi verið að ræða skipulagða sprengingu á vegum bandaríska hersins, sem var að sprengja upp skotvopn. Another big blast in Kabul— Secunder Kermani (@SecKermani) August 26, 2021 Minnst níutíu eru látnir og hátt í 150 særðir eftir árásirnar í dag, auk tólf hermanna Bandaríkjahers. Tíu ár eru liðin síðan svo margir bandarískir hermenn féllu í einni árás í Afganistan. Þá virðist sem skotbardagi hafi brotist út við flugvöllinn í Kabúl fyrir stuttu. Tveir menn sprengdu sig í loft upp í dag með litlu millibili skammt frá einu hliðanna að flugvellinum í Kabúl. Þeir eru sagðir hafa sett sprengjurnar af stað þegar bandarískir hermenn, sem stóðu vörð við flugvöllinn, leituðu á þeim. Undirhópur hryðjuverkahópsins sem kallast ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Hópurinn kallast ISKP, en höfuðstöðvar hans eru í Khorasan héraðinu í Afganistan. Hópurinn var strax grunaður um að bera ábyrgð á árásinni, en bandarísk yfirvöld lýstu því í vikunni að þau hefðu áhyggjur af mögulegum árásum ISIS. Talsmaður Talibana hefur fordæmt árásina. Talibanar eru nú sagðir hafa unnið með vestrænum aðilum undanfarna daga í upplýsingagjöf. Talsmaður Talibana segir að nærvera vestrænna hersveita í Afganistan kalli fram árásir sem þessar, sem þeir fordæma. Bandaríska leyniþjónustan deilir nú upplýsingum með Talibönum og hefur gert undanfarna daga. ISIS hefur undanfarna daga sótt í sig veðrið en Talibanar hafa lofað Afgönum að tryggja frið í landinu. Talibanar lýstu sprengjuárásinni í dag sem illlvirki, sem muni ekki endurtaka sig eftir brottför vestrænna hersveita. Talibanar hafa jafnframt lýst því yfir að Afganistan muni ekki verða öruggt skjól fyrir hryðjuverkahópa, eins og það var á fyrri valdatíð Talibana, þegar al-Qaeda hafði höfuðstöðvar í landinu. Fylgst verður með vendingum í málefnum Afganistan í kvöld og greint frá þeim vendingum í vaktinni hér að neðan.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Komin aftur til Íslands frá Afganistan: „Framtíðin er dökk“ „Framtíðin er dökk. Hún er ekki björt, en við sjáum til hvað gerist,“ segir Fazal Omar sem flúði frá afgönsku höfuðborginni Kabúl með fjölskyldunni og kom til Íslands fyrr í vikunni. 26. ágúst 2021 14:45 Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54 Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Komin aftur til Íslands frá Afganistan: „Framtíðin er dökk“ „Framtíðin er dökk. Hún er ekki björt, en við sjáum til hvað gerist,“ segir Fazal Omar sem flúði frá afgönsku höfuðborginni Kabúl með fjölskyldunni og kom til Íslands fyrr í vikunni. 26. ágúst 2021 14:45
Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54
Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41