Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala, ræddi stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar.
„Heilt yfir hefur staðan skánað undanfarna viku. Sjúklingum sem liggja inni hefur fækkað. Það eru ennþá einstaklingar á öndunarvél en þeim sem eru inni hefur fækkað.“
Runólfur telur rétt að aflétta takmörkunum.
„Ég held að við verðum einhvern veginn að koma okkur frá því að vera með meiriháttar samfélagsviðbragð til lengri tíma. Ég held það gangi ekki. Við verðum að finna aðrar leiðir. Þess vegna er ég alveg sáttur við það að takmörkunum verði eitthvað aflétt.“