„Hefur ekkert með einhverja óvild að gera“ Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2021 12:30 Aðstaða Stjörnunnar í Ásgarði, þar sem þessi mynd er tekin, er löngu sprungin, segir formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, og því þörf fyrir tíma á Álftanesi. vísir/bára „Þetta snýst ekki um einhverja óvild. Það skiptir engu máli hvaða félag þetta hefði verið. Þetta dæmir sig sjálft,“ segir Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, um ásakanir Aþenu í garð deildarinnar. Aþena er í leit að heimavelli fyrir kvennalið félagsins sem leikur í 1. deild í vetur í fyrsta sinn. Liðið leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga og hefur æft á Kjalarnesi en húsnæðið þar uppfyllir ekki kröfur um stærð vallar og áhorfendaaðstöðu í meistaraflokki. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og leitað til ÍBR eftir húsnæði í Reykjavík en ekki fannst laust húsnæði, samkvæmt yfirlýsingu Aþenu í vikunni. ÍBR fékk hins vegar að leigja tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og Aþena virtist því komin með heimavöll en sú ákvörðun var dregin til baka. Í yfirlýsingu Aþenu segir að það hafi verið vegna óvildar og afskipta Stjörnumanna. Hilmar segir málið einfalt. Stjarnan og Álftanes þurfi líkt og félögin í Reykjavík á sem flestum æfingatímum að halda í þeim íþróttahúsum sem til boða standi í sveitarfélaginu Garðabæ. Aðstaðan löngu sprungin „Deildin okkar í dag er stærsta körfuknattleiksdeild landsins með á milli 400 og 500 iðkendur. Aðstaðan í Ásgarði er því löngu sprungin. Við höfum því í samstarfi við Álftanes verið að vinna að því að fá fleiri tíma úti á Álftanesi,“ segir Hilmar. „Í vor sendum við ásamt Álftanesi beiðni um fleiri tíma til bæjaryfirvalda, fyrir Stjörnuna og sameiginleg lið Álftaness og Stjörnunnar. Við komum okkar flokkum einfaldlega ekki fyrir í Ásgarði. Þess vegna kom það okkur svolítið spánskt fyrir sjónir að það væri búið að úthluta þessum tímum [til Aþenu] áður en að við fengum svar,“ segir Hilmar. Segir misskilningi á bæjarskrifstofunni um að kenna „Við sendum því fyrirspurn varðandi þetta og hver staðan væri á úthlutun tíma til okkar, og þá kom einhver misskilningur í ljós. Það var ekki búið að úthluta íþróttafélögum bæjarins þeim tímum sem þau þurftu og það er regla hjá bænum að íþróttafélög hans gangi fyrir. Meira veit ég ekki. Þetta hefur ekkert með einhverja óvild að gera. Var það óvild hjá Reykjavíkurfélögunum að hleypa þeim ekki að? Ég átta mig ekki á þessu,“ segir Hilmar. En af hverju var þá búið að úthluta Aþenu tímum á Álftanesi sem svo voru dregnir til baka? „Skýringin sem ég fékk á bæjarskrifstofunni var að það hefði orðið einhver misskilningur á milli manna en ég veit ekki í hverju hann lá. Við þurftum á fleiri tímum að halda fyrir yngri flokka starfið og ég veit ekki einu sinni hvort að það dugar sem við fáum. En þetta er það eina sem þetta snýst um. Við erum bara að hugsa um okkar börn og að aðstaðan sé eins góð og við getum boðið upp á,“ segir Hilmar. Körfubolti Stjarnan Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Aþena er í leit að heimavelli fyrir kvennalið félagsins sem leikur í 1. deild í vetur í fyrsta sinn. Liðið leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga og hefur æft á Kjalarnesi en húsnæðið þar uppfyllir ekki kröfur um stærð vallar og áhorfendaaðstöðu í meistaraflokki. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og leitað til ÍBR eftir húsnæði í Reykjavík en ekki fannst laust húsnæði, samkvæmt yfirlýsingu Aþenu í vikunni. ÍBR fékk hins vegar að leigja tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og Aþena virtist því komin með heimavöll en sú ákvörðun var dregin til baka. Í yfirlýsingu Aþenu segir að það hafi verið vegna óvildar og afskipta Stjörnumanna. Hilmar segir málið einfalt. Stjarnan og Álftanes þurfi líkt og félögin í Reykjavík á sem flestum æfingatímum að halda í þeim íþróttahúsum sem til boða standi í sveitarfélaginu Garðabæ. Aðstaðan löngu sprungin „Deildin okkar í dag er stærsta körfuknattleiksdeild landsins með á milli 400 og 500 iðkendur. Aðstaðan í Ásgarði er því löngu sprungin. Við höfum því í samstarfi við Álftanes verið að vinna að því að fá fleiri tíma úti á Álftanesi,“ segir Hilmar. „Í vor sendum við ásamt Álftanesi beiðni um fleiri tíma til bæjaryfirvalda, fyrir Stjörnuna og sameiginleg lið Álftaness og Stjörnunnar. Við komum okkar flokkum einfaldlega ekki fyrir í Ásgarði. Þess vegna kom það okkur svolítið spánskt fyrir sjónir að það væri búið að úthluta þessum tímum [til Aþenu] áður en að við fengum svar,“ segir Hilmar. Segir misskilningi á bæjarskrifstofunni um að kenna „Við sendum því fyrirspurn varðandi þetta og hver staðan væri á úthlutun tíma til okkar, og þá kom einhver misskilningur í ljós. Það var ekki búið að úthluta íþróttafélögum bæjarins þeim tímum sem þau þurftu og það er regla hjá bænum að íþróttafélög hans gangi fyrir. Meira veit ég ekki. Þetta hefur ekkert með einhverja óvild að gera. Var það óvild hjá Reykjavíkurfélögunum að hleypa þeim ekki að? Ég átta mig ekki á þessu,“ segir Hilmar. En af hverju var þá búið að úthluta Aþenu tímum á Álftanesi sem svo voru dregnir til baka? „Skýringin sem ég fékk á bæjarskrifstofunni var að það hefði orðið einhver misskilningur á milli manna en ég veit ekki í hverju hann lá. Við þurftum á fleiri tímum að halda fyrir yngri flokka starfið og ég veit ekki einu sinni hvort að það dugar sem við fáum. En þetta er það eina sem þetta snýst um. Við erum bara að hugsa um okkar börn og að aðstaðan sé eins góð og við getum boðið upp á,“ segir Hilmar.
Körfubolti Stjarnan Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira