„Hefur ekkert með einhverja óvild að gera“ Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2021 12:30 Aðstaða Stjörnunnar í Ásgarði, þar sem þessi mynd er tekin, er löngu sprungin, segir formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, og því þörf fyrir tíma á Álftanesi. vísir/bára „Þetta snýst ekki um einhverja óvild. Það skiptir engu máli hvaða félag þetta hefði verið. Þetta dæmir sig sjálft,“ segir Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, um ásakanir Aþenu í garð deildarinnar. Aþena er í leit að heimavelli fyrir kvennalið félagsins sem leikur í 1. deild í vetur í fyrsta sinn. Liðið leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga og hefur æft á Kjalarnesi en húsnæðið þar uppfyllir ekki kröfur um stærð vallar og áhorfendaaðstöðu í meistaraflokki. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og leitað til ÍBR eftir húsnæði í Reykjavík en ekki fannst laust húsnæði, samkvæmt yfirlýsingu Aþenu í vikunni. ÍBR fékk hins vegar að leigja tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og Aþena virtist því komin með heimavöll en sú ákvörðun var dregin til baka. Í yfirlýsingu Aþenu segir að það hafi verið vegna óvildar og afskipta Stjörnumanna. Hilmar segir málið einfalt. Stjarnan og Álftanes þurfi líkt og félögin í Reykjavík á sem flestum æfingatímum að halda í þeim íþróttahúsum sem til boða standi í sveitarfélaginu Garðabæ. Aðstaðan löngu sprungin „Deildin okkar í dag er stærsta körfuknattleiksdeild landsins með á milli 400 og 500 iðkendur. Aðstaðan í Ásgarði er því löngu sprungin. Við höfum því í samstarfi við Álftanes verið að vinna að því að fá fleiri tíma úti á Álftanesi,“ segir Hilmar. „Í vor sendum við ásamt Álftanesi beiðni um fleiri tíma til bæjaryfirvalda, fyrir Stjörnuna og sameiginleg lið Álftaness og Stjörnunnar. Við komum okkar flokkum einfaldlega ekki fyrir í Ásgarði. Þess vegna kom það okkur svolítið spánskt fyrir sjónir að það væri búið að úthluta þessum tímum [til Aþenu] áður en að við fengum svar,“ segir Hilmar. Segir misskilningi á bæjarskrifstofunni um að kenna „Við sendum því fyrirspurn varðandi þetta og hver staðan væri á úthlutun tíma til okkar, og þá kom einhver misskilningur í ljós. Það var ekki búið að úthluta íþróttafélögum bæjarins þeim tímum sem þau þurftu og það er regla hjá bænum að íþróttafélög hans gangi fyrir. Meira veit ég ekki. Þetta hefur ekkert með einhverja óvild að gera. Var það óvild hjá Reykjavíkurfélögunum að hleypa þeim ekki að? Ég átta mig ekki á þessu,“ segir Hilmar. En af hverju var þá búið að úthluta Aþenu tímum á Álftanesi sem svo voru dregnir til baka? „Skýringin sem ég fékk á bæjarskrifstofunni var að það hefði orðið einhver misskilningur á milli manna en ég veit ekki í hverju hann lá. Við þurftum á fleiri tímum að halda fyrir yngri flokka starfið og ég veit ekki einu sinni hvort að það dugar sem við fáum. En þetta er það eina sem þetta snýst um. Við erum bara að hugsa um okkar börn og að aðstaðan sé eins góð og við getum boðið upp á,“ segir Hilmar. Körfubolti Stjarnan Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Sjá meira
Aþena er í leit að heimavelli fyrir kvennalið félagsins sem leikur í 1. deild í vetur í fyrsta sinn. Liðið leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga og hefur æft á Kjalarnesi en húsnæðið þar uppfyllir ekki kröfur um stærð vallar og áhorfendaaðstöðu í meistaraflokki. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og leitað til ÍBR eftir húsnæði í Reykjavík en ekki fannst laust húsnæði, samkvæmt yfirlýsingu Aþenu í vikunni. ÍBR fékk hins vegar að leigja tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og Aþena virtist því komin með heimavöll en sú ákvörðun var dregin til baka. Í yfirlýsingu Aþenu segir að það hafi verið vegna óvildar og afskipta Stjörnumanna. Hilmar segir málið einfalt. Stjarnan og Álftanes þurfi líkt og félögin í Reykjavík á sem flestum æfingatímum að halda í þeim íþróttahúsum sem til boða standi í sveitarfélaginu Garðabæ. Aðstaðan löngu sprungin „Deildin okkar í dag er stærsta körfuknattleiksdeild landsins með á milli 400 og 500 iðkendur. Aðstaðan í Ásgarði er því löngu sprungin. Við höfum því í samstarfi við Álftanes verið að vinna að því að fá fleiri tíma úti á Álftanesi,“ segir Hilmar. „Í vor sendum við ásamt Álftanesi beiðni um fleiri tíma til bæjaryfirvalda, fyrir Stjörnuna og sameiginleg lið Álftaness og Stjörnunnar. Við komum okkar flokkum einfaldlega ekki fyrir í Ásgarði. Þess vegna kom það okkur svolítið spánskt fyrir sjónir að það væri búið að úthluta þessum tímum [til Aþenu] áður en að við fengum svar,“ segir Hilmar. Segir misskilningi á bæjarskrifstofunni um að kenna „Við sendum því fyrirspurn varðandi þetta og hver staðan væri á úthlutun tíma til okkar, og þá kom einhver misskilningur í ljós. Það var ekki búið að úthluta íþróttafélögum bæjarins þeim tímum sem þau þurftu og það er regla hjá bænum að íþróttafélög hans gangi fyrir. Meira veit ég ekki. Þetta hefur ekkert með einhverja óvild að gera. Var það óvild hjá Reykjavíkurfélögunum að hleypa þeim ekki að? Ég átta mig ekki á þessu,“ segir Hilmar. En af hverju var þá búið að úthluta Aþenu tímum á Álftanesi sem svo voru dregnir til baka? „Skýringin sem ég fékk á bæjarskrifstofunni var að það hefði orðið einhver misskilningur á milli manna en ég veit ekki í hverju hann lá. Við þurftum á fleiri tímum að halda fyrir yngri flokka starfið og ég veit ekki einu sinni hvort að það dugar sem við fáum. En þetta er það eina sem þetta snýst um. Við erum bara að hugsa um okkar börn og að aðstaðan sé eins góð og við getum boðið upp á,“ segir Hilmar.
Körfubolti Stjarnan Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Sjá meira