Miðflokkurinn vill færa fjármuni beint í vasa landsmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2021 13:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn kynnti þau tíu mál sem flokkurinn mun leggja áherslu á í kosningastefnu sinni fyrir komandi Alþingiskosningar. Flokkurinn vill meðan annars að helmingur afgangs ríkissjóðs hvert ár renni beint í veski landsmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kynnti áherslurnar á fundi í Hörpu í gær. Kallar flokkurinn áherslurnar „10 ný réttindi fyrir íslensku þjóðina“. Ber þar helst að nefna að Miðflokkurinn ætlar að leggja áherslu á að ef ríkissjóður verði rekinn með afgangi fái allir fullorðnir íslenskir ríkisborgarar helming afgangsins endurgreiddan, 1. desember árið eftir. Skapi hvata fyrir stjórnmálamenn og kerfið að standa sig Sagði Sigmundur Davíð á kynningunni að þetta myndi meðal annars skapa hvata fyrir „stjórnmálamenn, stofnanir og kerfið að fara vel með skattfé því að menn munu þurfa eftir árið að útskýra hvers vegna þeir geta ekki skilað neinu til baka ef þeir standa sig ekki“. Hinum helmingnum verði varið í að endurgreiða skuldir eða settur í varasjóð verði það metið hagkvæmara. Hver Íslendingur fái greitt auðlindagjald ár hvert, 100 þúsund krónur til að byrja með Þá vill Miðflokkurinn einnig að sama dag, 1. desember ár hvert, fái hver fullorðinn Íslendingur greitt svokallað auðlindagjald. Fyrsta greiðslan verði 100 þúsund krónur á verðlagi yfirstandandi árs. Þessi greiðsla verði fjármögnuð með auðlindagjöldum. Þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði dreift jafnt á íslenska ríkisborgara Þar að auki vill Miðflokkurinn að þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði deilt jafnt á alla íslenska ríkisborrgara sem verða lifandi fyrir árslok 2021. Heimilt verði að selja bréfin eftir lok árs 2023. Fullt tungla yfir Íslandsbanka. Miðflokkurinn vill deila þriðjungi hlutafjár bankans jafnt á alla landsmenn.Vísir/Vilhelm. Segir í kynningu Miðflokksins að miðað við núgildandi markaðsvirði geti hlutur hvers og eins verið nálægt 250 þúsund krónum. Aðgerðin er sanngjörn vegna þess að bankinn er nú þegar sameign þjóðarinnar, segir í kynningu Miðflokksins. Áhersluatriðin tíu má nálgast hér, auk þess að hér fyrir ofan má sjá kynningu Sigmundar Davíðs á kynningunni. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26. ágúst 2021 06:29 Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25. ágúst 2021 14:30 Sjálfstæðisflokkur græði á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnaraðgerðum að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fylgi flokksins eykst í nýrri Maskínukönnun en vinsældir stjórnarandstöðunnar dala. 24. ágúst 2021 17:26 „Rokkstjarnan“ Vigdís ráðin kosningastjóri hjá Miðflokknum Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. 24. ágúst 2021 11:19 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kynnti áherslurnar á fundi í Hörpu í gær. Kallar flokkurinn áherslurnar „10 ný réttindi fyrir íslensku þjóðina“. Ber þar helst að nefna að Miðflokkurinn ætlar að leggja áherslu á að ef ríkissjóður verði rekinn með afgangi fái allir fullorðnir íslenskir ríkisborgarar helming afgangsins endurgreiddan, 1. desember árið eftir. Skapi hvata fyrir stjórnmálamenn og kerfið að standa sig Sagði Sigmundur Davíð á kynningunni að þetta myndi meðal annars skapa hvata fyrir „stjórnmálamenn, stofnanir og kerfið að fara vel með skattfé því að menn munu þurfa eftir árið að útskýra hvers vegna þeir geta ekki skilað neinu til baka ef þeir standa sig ekki“. Hinum helmingnum verði varið í að endurgreiða skuldir eða settur í varasjóð verði það metið hagkvæmara. Hver Íslendingur fái greitt auðlindagjald ár hvert, 100 þúsund krónur til að byrja með Þá vill Miðflokkurinn einnig að sama dag, 1. desember ár hvert, fái hver fullorðinn Íslendingur greitt svokallað auðlindagjald. Fyrsta greiðslan verði 100 þúsund krónur á verðlagi yfirstandandi árs. Þessi greiðsla verði fjármögnuð með auðlindagjöldum. Þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði dreift jafnt á íslenska ríkisborgara Þar að auki vill Miðflokkurinn að þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði deilt jafnt á alla íslenska ríkisborrgara sem verða lifandi fyrir árslok 2021. Heimilt verði að selja bréfin eftir lok árs 2023. Fullt tungla yfir Íslandsbanka. Miðflokkurinn vill deila þriðjungi hlutafjár bankans jafnt á alla landsmenn.Vísir/Vilhelm. Segir í kynningu Miðflokksins að miðað við núgildandi markaðsvirði geti hlutur hvers og eins verið nálægt 250 þúsund krónum. Aðgerðin er sanngjörn vegna þess að bankinn er nú þegar sameign þjóðarinnar, segir í kynningu Miðflokksins. Áhersluatriðin tíu má nálgast hér, auk þess að hér fyrir ofan má sjá kynningu Sigmundar Davíðs á kynningunni.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26. ágúst 2021 06:29 Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25. ágúst 2021 14:30 Sjálfstæðisflokkur græði á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnaraðgerðum að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fylgi flokksins eykst í nýrri Maskínukönnun en vinsældir stjórnarandstöðunnar dala. 24. ágúst 2021 17:26 „Rokkstjarnan“ Vigdís ráðin kosningastjóri hjá Miðflokknum Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. 24. ágúst 2021 11:19 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26. ágúst 2021 06:29
Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25. ágúst 2021 14:30
Sjálfstæðisflokkur græði á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnaraðgerðum að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fylgi flokksins eykst í nýrri Maskínukönnun en vinsældir stjórnarandstöðunnar dala. 24. ágúst 2021 17:26
„Rokkstjarnan“ Vigdís ráðin kosningastjóri hjá Miðflokknum Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. 24. ágúst 2021 11:19
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent