Miðflokkurinn vill færa fjármuni beint í vasa landsmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2021 13:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn kynnti þau tíu mál sem flokkurinn mun leggja áherslu á í kosningastefnu sinni fyrir komandi Alþingiskosningar. Flokkurinn vill meðan annars að helmingur afgangs ríkissjóðs hvert ár renni beint í veski landsmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kynnti áherslurnar á fundi í Hörpu í gær. Kallar flokkurinn áherslurnar „10 ný réttindi fyrir íslensku þjóðina“. Ber þar helst að nefna að Miðflokkurinn ætlar að leggja áherslu á að ef ríkissjóður verði rekinn með afgangi fái allir fullorðnir íslenskir ríkisborgarar helming afgangsins endurgreiddan, 1. desember árið eftir. Skapi hvata fyrir stjórnmálamenn og kerfið að standa sig Sagði Sigmundur Davíð á kynningunni að þetta myndi meðal annars skapa hvata fyrir „stjórnmálamenn, stofnanir og kerfið að fara vel með skattfé því að menn munu þurfa eftir árið að útskýra hvers vegna þeir geta ekki skilað neinu til baka ef þeir standa sig ekki“. Hinum helmingnum verði varið í að endurgreiða skuldir eða settur í varasjóð verði það metið hagkvæmara. Hver Íslendingur fái greitt auðlindagjald ár hvert, 100 þúsund krónur til að byrja með Þá vill Miðflokkurinn einnig að sama dag, 1. desember ár hvert, fái hver fullorðinn Íslendingur greitt svokallað auðlindagjald. Fyrsta greiðslan verði 100 þúsund krónur á verðlagi yfirstandandi árs. Þessi greiðsla verði fjármögnuð með auðlindagjöldum. Þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði dreift jafnt á íslenska ríkisborgara Þar að auki vill Miðflokkurinn að þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði deilt jafnt á alla íslenska ríkisborrgara sem verða lifandi fyrir árslok 2021. Heimilt verði að selja bréfin eftir lok árs 2023. Fullt tungla yfir Íslandsbanka. Miðflokkurinn vill deila þriðjungi hlutafjár bankans jafnt á alla landsmenn.Vísir/Vilhelm. Segir í kynningu Miðflokksins að miðað við núgildandi markaðsvirði geti hlutur hvers og eins verið nálægt 250 þúsund krónum. Aðgerðin er sanngjörn vegna þess að bankinn er nú þegar sameign þjóðarinnar, segir í kynningu Miðflokksins. Áhersluatriðin tíu má nálgast hér, auk þess að hér fyrir ofan má sjá kynningu Sigmundar Davíðs á kynningunni. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26. ágúst 2021 06:29 Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25. ágúst 2021 14:30 Sjálfstæðisflokkur græði á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnaraðgerðum að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fylgi flokksins eykst í nýrri Maskínukönnun en vinsældir stjórnarandstöðunnar dala. 24. ágúst 2021 17:26 „Rokkstjarnan“ Vigdís ráðin kosningastjóri hjá Miðflokknum Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. 24. ágúst 2021 11:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kynnti áherslurnar á fundi í Hörpu í gær. Kallar flokkurinn áherslurnar „10 ný réttindi fyrir íslensku þjóðina“. Ber þar helst að nefna að Miðflokkurinn ætlar að leggja áherslu á að ef ríkissjóður verði rekinn með afgangi fái allir fullorðnir íslenskir ríkisborgarar helming afgangsins endurgreiddan, 1. desember árið eftir. Skapi hvata fyrir stjórnmálamenn og kerfið að standa sig Sagði Sigmundur Davíð á kynningunni að þetta myndi meðal annars skapa hvata fyrir „stjórnmálamenn, stofnanir og kerfið að fara vel með skattfé því að menn munu þurfa eftir árið að útskýra hvers vegna þeir geta ekki skilað neinu til baka ef þeir standa sig ekki“. Hinum helmingnum verði varið í að endurgreiða skuldir eða settur í varasjóð verði það metið hagkvæmara. Hver Íslendingur fái greitt auðlindagjald ár hvert, 100 þúsund krónur til að byrja með Þá vill Miðflokkurinn einnig að sama dag, 1. desember ár hvert, fái hver fullorðinn Íslendingur greitt svokallað auðlindagjald. Fyrsta greiðslan verði 100 þúsund krónur á verðlagi yfirstandandi árs. Þessi greiðsla verði fjármögnuð með auðlindagjöldum. Þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði dreift jafnt á íslenska ríkisborgara Þar að auki vill Miðflokkurinn að þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði deilt jafnt á alla íslenska ríkisborrgara sem verða lifandi fyrir árslok 2021. Heimilt verði að selja bréfin eftir lok árs 2023. Fullt tungla yfir Íslandsbanka. Miðflokkurinn vill deila þriðjungi hlutafjár bankans jafnt á alla landsmenn.Vísir/Vilhelm. Segir í kynningu Miðflokksins að miðað við núgildandi markaðsvirði geti hlutur hvers og eins verið nálægt 250 þúsund krónum. Aðgerðin er sanngjörn vegna þess að bankinn er nú þegar sameign þjóðarinnar, segir í kynningu Miðflokksins. Áhersluatriðin tíu má nálgast hér, auk þess að hér fyrir ofan má sjá kynningu Sigmundar Davíðs á kynningunni.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26. ágúst 2021 06:29 Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25. ágúst 2021 14:30 Sjálfstæðisflokkur græði á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnaraðgerðum að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fylgi flokksins eykst í nýrri Maskínukönnun en vinsældir stjórnarandstöðunnar dala. 24. ágúst 2021 17:26 „Rokkstjarnan“ Vigdís ráðin kosningastjóri hjá Miðflokknum Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. 24. ágúst 2021 11:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26. ágúst 2021 06:29
Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25. ágúst 2021 14:30
Sjálfstæðisflokkur græði á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnaraðgerðum að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fylgi flokksins eykst í nýrri Maskínukönnun en vinsældir stjórnarandstöðunnar dala. 24. ágúst 2021 17:26
„Rokkstjarnan“ Vigdís ráðin kosningastjóri hjá Miðflokknum Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. 24. ágúst 2021 11:19