Fullt tilefni til að hafa áhyggjur Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 22:00 Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Vísir/Sigurjón Atvinnuflugmenn í einkaflugi eiga þátt í allt að fimmtán prósent alvarlegra flugatvika síðustu ára. Rannsakandi segir flugiðnaðinn verða að bregðast við stöðunni. Í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys á Haukadalsmelum sumarið 2019 bendir nefndin á að óvenjumikið hafi verið um alvarleg flugslys hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi síðustu ár. Frá 2014 hefur nefndin rannsakað um tuttugu alvarleg flugatvik og flugslys á ári. Af þessum tuttugu atvikum eru að meðaltali um tvö til þrjú mál á ári, eða 10 til 15 prósent málanna, þar sem atvinnumenn í einkaflugi eiga í hlut - og mannlegur þáttur en ekki bilun kemur við sögu. Þetta þykir hátt hlutfall í ljósi þess að aðeins um 4 til 5,8 prósent alls flugs er flokkað sem einkaflug. „Þetta eru alvarleg atvik og flugslys, þau eru margskonar. Það getur verið eldsneytisleysi, of þungar flugvélar, ekki nægilega vel hugað að undirbúningi flugs, notkun á gátlistum og svo framvegis. Þegar flugmenn eru komnir sjálfir í einkaflugvél þá er töluvert meira undir að þeir passi sjálfir upp á þessi atriði,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þetta séu oft alvarlegustu málin. Banaslys í flugi síðustu ár, þar á meðal slysið á Haukadalsmelum sem og slys við Múlakot, Kapelluhraun og í Barkárdal falla til að mynda undir þennan flokk. „Ég held það sé fullt tilefni til að hafa áhyggjur og ræða þetta. Það er ástæðan fyrir því að nefndin vildi koma þessu á framfæri. Við teljum komið tilefni til að flugiðnaðurinn á Íslandi taki þetta og ræði þetta,“ segir Ragnar. Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. 22. ágúst 2021 10:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys á Haukadalsmelum sumarið 2019 bendir nefndin á að óvenjumikið hafi verið um alvarleg flugslys hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi síðustu ár. Frá 2014 hefur nefndin rannsakað um tuttugu alvarleg flugatvik og flugslys á ári. Af þessum tuttugu atvikum eru að meðaltali um tvö til þrjú mál á ári, eða 10 til 15 prósent málanna, þar sem atvinnumenn í einkaflugi eiga í hlut - og mannlegur þáttur en ekki bilun kemur við sögu. Þetta þykir hátt hlutfall í ljósi þess að aðeins um 4 til 5,8 prósent alls flugs er flokkað sem einkaflug. „Þetta eru alvarleg atvik og flugslys, þau eru margskonar. Það getur verið eldsneytisleysi, of þungar flugvélar, ekki nægilega vel hugað að undirbúningi flugs, notkun á gátlistum og svo framvegis. Þegar flugmenn eru komnir sjálfir í einkaflugvél þá er töluvert meira undir að þeir passi sjálfir upp á þessi atriði,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þetta séu oft alvarlegustu málin. Banaslys í flugi síðustu ár, þar á meðal slysið á Haukadalsmelum sem og slys við Múlakot, Kapelluhraun og í Barkárdal falla til að mynda undir þennan flokk. „Ég held það sé fullt tilefni til að hafa áhyggjur og ræða þetta. Það er ástæðan fyrir því að nefndin vildi koma þessu á framfæri. Við teljum komið tilefni til að flugiðnaðurinn á Íslandi taki þetta og ræði þetta,“ segir Ragnar.
Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. 22. ágúst 2021 10:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. 22. ágúst 2021 10:45