Vonar að 500 fái að koma saman og hraðpróf komi í stað fjarlægðartakmarkana Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2021 11:43 Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. Vísir/Baldur Ríkisstjórnin fundar á morgun um næstu aðgerðir í baráttunni við faraldurinn en sviðslistafólk hefur verið í samtali við yfirvöld um næstu skref. Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri er forsvarsmaður sviðslistastofnana sem hafa átt í samtali við yfirvöld. 200 manns mega koma saman í dag og er grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð milli ótengdra aðila. „Við í menningarlífinu erum að vona innilega að það verði hægt að slaka á takmörkunum þannig að það verði auðveldara fyrir fólk að sækja menningarviðburði og sækja sér andlega næringu í menningarhúsin. Þar erum við auðvitað að horfa til að bæði verði hægt að taka á móti fleiri gestum í sal en slaka svolítið á fjarlægðarmörkum og öðrum takmörkunum sem eru í gildi,“ segir Magnús Geir. Hvernig væri hægt að slaka á fjarlægðarmörkum? „Eins og þetta er gert í mörgum löndum og flestum löndum í kringum okkur þá eru minni fjarlægðartakmarkanir og jafnvel engar. Þá koma hraðprófin stundum þar inn á móti, þannig að fólk staðfestir að það sé með nýlegt hraðpróf sem það hefur sótt sér með aðgengilegum og auðveldum hætti og á móti er slakað á þessum nálægðarmörkum,“ segir Magnús Geir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til í langtímaminnisblaði sínu að stærri viðburðir geti farið fram gegn því að gestir sýni fram á neikvætt hraðpróf. Bæði hann og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í vikunni að tilefni sé til að slaka á því faraldurinn sé á niðurleið og ástandið stöðugt á Landspítalanum. Magnús Geir vonast eftir að hægt verði, núna eða fljótlega, að hækka fjöldatakmarkið úr tvö hundruð upp í fimm hundruð. „Og þannig verði komið eðlilegt umhverfi sem fyrst fyrir viðburðahald og menningarlífið. Það myndi breyta gríðarlega miklu og við finnum að fólk þyrstir í að mæta og koma til okkar. Við erum tilbúin og vonandi verður það hægt og að sjálfsögðu með mjög ábyrgu og yfirveguðu samkomuhaldi eins og verið hefur,“ segir Magnús Geir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Leikhús Tengdar fréttir Skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur Sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum til heilbrigðisráðherra varðandi samkomutakmarkanir á Íslandi. 23. ágúst 2021 11:44 Sammála því að tilefni sé til að slaka á Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. 24. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri er forsvarsmaður sviðslistastofnana sem hafa átt í samtali við yfirvöld. 200 manns mega koma saman í dag og er grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð milli ótengdra aðila. „Við í menningarlífinu erum að vona innilega að það verði hægt að slaka á takmörkunum þannig að það verði auðveldara fyrir fólk að sækja menningarviðburði og sækja sér andlega næringu í menningarhúsin. Þar erum við auðvitað að horfa til að bæði verði hægt að taka á móti fleiri gestum í sal en slaka svolítið á fjarlægðarmörkum og öðrum takmörkunum sem eru í gildi,“ segir Magnús Geir. Hvernig væri hægt að slaka á fjarlægðarmörkum? „Eins og þetta er gert í mörgum löndum og flestum löndum í kringum okkur þá eru minni fjarlægðartakmarkanir og jafnvel engar. Þá koma hraðprófin stundum þar inn á móti, þannig að fólk staðfestir að það sé með nýlegt hraðpróf sem það hefur sótt sér með aðgengilegum og auðveldum hætti og á móti er slakað á þessum nálægðarmörkum,“ segir Magnús Geir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til í langtímaminnisblaði sínu að stærri viðburðir geti farið fram gegn því að gestir sýni fram á neikvætt hraðpróf. Bæði hann og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í vikunni að tilefni sé til að slaka á því faraldurinn sé á niðurleið og ástandið stöðugt á Landspítalanum. Magnús Geir vonast eftir að hægt verði, núna eða fljótlega, að hækka fjöldatakmarkið úr tvö hundruð upp í fimm hundruð. „Og þannig verði komið eðlilegt umhverfi sem fyrst fyrir viðburðahald og menningarlífið. Það myndi breyta gríðarlega miklu og við finnum að fólk þyrstir í að mæta og koma til okkar. Við erum tilbúin og vonandi verður það hægt og að sjálfsögðu með mjög ábyrgu og yfirveguðu samkomuhaldi eins og verið hefur,“ segir Magnús Geir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Leikhús Tengdar fréttir Skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur Sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum til heilbrigðisráðherra varðandi samkomutakmarkanir á Íslandi. 23. ágúst 2021 11:44 Sammála því að tilefni sé til að slaka á Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. 24. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur Sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum til heilbrigðisráðherra varðandi samkomutakmarkanir á Íslandi. 23. ágúst 2021 11:44
Sammála því að tilefni sé til að slaka á Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. 24. ágúst 2021 12:02